Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 21

Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 21
Kristín Jónsdóttir gengur stundum undir nafninu Parísar- daman en hún hefur búið í París til fjölda ára. Hún býður upp á gönguferðir með leiðsögn um borgina fyrir íslenska ferða- menn og tekur að sér að skipu- leggja nánast hvað sem er. Kristín hefur síðustu ár verið með skipulagðar gönguferðir fyrir Íslendinga um París, en hún hefur búið í borginni til fjölda ára og þekkir hana vel. „Ég hef lengi verið mjög áhugasöm um París og dugleg að lesa mér til,“ segir hún. Kristín talar reiprennandi frönsku en hún byrjaði að læra hana strax í menntaskóla. „Frá því að ég man eftir mér þráði ég að kunna frönsku og fara til Frakk- lands svo ég leitaði mikið eftir franskri menningu og tónlist löngu áður en ég varð eitthvað fullorð- in. Mér fannst alltaf að ég ætti að fara til Parísar en ég get í rauninni ekkert útskýrt af hverju. Eftir stúdentspróf kom ég svo hingað sem au pair til fransk-líbanskrar fjölskyldu og hef verið hér meira og minna síðan,“ segir hún. Hægt er að velja á milli göngu- ferða með Kristínu um nokkur ólík hverfi í París. „Ég er náttúr- lega með tvö elstu hverfin, Lat- ínuhverfið og Mýrina, þar sem er auðvelt að sýna París fortíð- arinnar. Latínuhverfið er svo- lítið svona nítjándu aldar hverfi á meðan Mýrin er meira sautj- ándu aldar hverfi. Ég er líka með gönguferðir um Montmartre sem er skemmtilegt listamannahverfi frá aldamótunum nítjánhundruð. Þar má sjá París í því rómantíska ljósi sem hún er sýnd í myndinni Amelie en sú mynd var tekin upp í þessu hverfi auk margra fleiri mynda. Svo er ég náttúrlega með Bellevilletúrinn sem er bara allt, allt annað. Hann sýnir París kannski mest eins og hún er í dag en handbækur um París vísa fólki ekki þangað, nema kannski í Père Lachaise-kirkjugarðinn. Ég mæli með því að fólk byrji ferðina á að koma í túr því það er miklu skemmtilegra að skoða París upp á eigin spýtur þegar maður hefur fengið smá leiðsögn.“ Auk þess að ganga um borgina með íslenska ferðamenn tekur Kristín að sér að skipuleggja ým- islegt annað ef óskað er eftir því. „Ég geri í raun og veru allt sem fólk biður mig um, innan allra velsæmismarka,“ segir hún og hlær. „Sumir hópar vilja fá skipu- lagða dagskrá frá a til ö alla daga og þá sé ég bara um allt, finn veitingastaði, kaupi miða á söfn og svo framvegis.“ Hóparnir sem Kristín hefur verið að taka á móti hafa verið margs konar að hennar sögn. „Ég hef fengið hópa af öllum stærð- um og gerðum og aldri. Allt frá menntaskólanemum upp í gamal- menni sem eru loksins að koma til Parísar. Þetta hefur gengið vonum framar því ég vissi náttúr- lega ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég byrjaði og gerði mér enga grein fyrir því hvort þetta myndi ganga. En flestir eru mjög ánægðir og ég virðist hafa skapað mér góðan orðstír,“ segir Kristín ánægð. Frekari upplýsingar um Kristínu, gönguferðirnar, hótel, veitingahús og fleira má finna á heimasíðu hennar, www.parisar- daman.com. Einnig má geta þess að Íslendingar í Frakklandi geta sett smáauglýsingar inn á síðuna, hvort sem þeir eru að leita eftir húsnæði, barnapössun eða ein- hverju öðru. Í fylgd með Parísardömu Iceland Express flýgur nú beint til Parísar. París er einn af fimm nýjum áfangastöðum sem bæst hafa við hjá Iceland Express auk Basel, Billund, Eindhoven og Oslóar. Flogið verður til Parísar tvisvar til þrisvar sinnum í viku frá 15. maí til 31. ágúst, til Basel alla laugardaga frá 1. júní til 31. ágúst, til Billund tvisvar í viku frá 1. júní til 14. sept- ember, til Eindhoven tvisvar í viku frá 1. júní til 31. ágúst og til Osló- ar tvisvar í viku frá 15. maí til 31. ágúst. Í París er margt hægt að gera, hvort sem er að þræða fataverslan- ir í þessari háborg tískunnar, upp- lifa franska menningu og bygging- arlist í söfnum og kirkjum, gæla við bragðlaukana með franskri matar- gerðarlist eða bara sitja á notalegu kaffihúsi með glas af rauðvíni og njóta þess að fylgjast með fjöl- breyttu mannlífinu. Paris, ć est la vie! F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.