Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 52
KL. 18.00
Heimildarmyndin „Annað líf Ást-
þórs“ eftir Þorstein Jónsson er
sýnd í Háskólabíói. Ástþór ætl-
aði sér alltaf að verða bóndi. En
hvernig lætur hann draum sinn
rætast eftir að hann er kominn í
hjólastól? Ef hann notaði skyn-
semina, flyttist hann í blokk og
tæki upp líf borgarbúans, starf
fyrir framan tölvuskjá eða færi-
band, frístundir við sjónvarpið og
vöruúrval í markaði á horninu. En
hann ætlar að gera það sem nauð-
synlegt er til að halda tengslum
við dýrin og náttúruna og búa á
sinni jörð.
Kominn í skoska óperukeppni
Það er ekki ónýtt að fá að
vera alþjóðlegur heima hjá
sér. Það býðst Norðlending-
um og gestum þeirra um
helgina þegar tónlistar-
hátíðin AIM leggur undir
sig miðbæinn og ólíkir
taktar berast úr öllum
hornum.
Hvatamenn að hátíðinni eru Jón
Hlöðver Áskelsson og sjálfur
Pálmi Gunnarsson en þann síðar-
nefnda hafði lengi dreymt um að
koma fjölbreyttri tónlistarhátíð
á legg í heimabæ sínum Akur-
eyri. „Þetta er í annað sinn sem
við höldum hátíðina en í fyrra
héldum við blúshátíð undir sömu
yfirskrift. Í ár verður dagskráin
stærri og fjölbreyttari,“ útskýrir
Jón Hlöðver. Nafnið hefur tvö-
falda merkingu, upp á ensk-
una þýðir AIM stefna en það er
einnig skammstöfun fyrir Akur-
eyri International Music.
Tónlistarveislan hefst á morg-
un og stendur fram yfir helgi
en meðal þeirra sem koma fram
eru Fernandez Fierro, sem er
þrettán manna argentísk tangó-
hljómsveit, hinn margverðlaun-
aði kúbverski djasspíanóleik-
ari og hljómsveitarstjóri Hilario
Duran mætir með tríó sitt, raf-
tónlistarhljómsveitirnar Isan frá
Bretlandi og Tarwater frá Þýska-
landi, The Go Find, Benni Hemm
Hemm, Seabear, Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands, Tómas R.
Einarsson ásamt Kúbubandinu
hans, Magnús Eiríksson og Blús
Kompaníið, Park Project, Hrund
Ósk Árnadóttir og margir fleiri.
Flugkapinn Arngrímur Jó-
hannsson, sem nú er búsettur í
bænum, hyggst setja hátíðina
með veglegum hætti og rita nafn
hennar í himininn yfir höfuðstað
Norðurlands á opnunarkvöldinu
á morgun.
Jón Hlöðver segir að markmið-
ið sé að með tímanum skapi há-
tíðin sér sess sem alþjóðleg tón-
listarhátíð á heimsmælikvarða.
„Hér er líka verið að byggja
stórt menningarhús, það veit-
ir ekki af því að hafa einhverja
menningarviðburði tilbúna
þegar það kemst í gagnið,“ segir
hann sposkur. Dagskráin teflir
saman yngra og eldra áhuga-
fólki um tónlist sem getur farið
milli þriggja staða í bænum sem
hýsa hátíðina og notið þar allra
handa tónlistar. „Hugmyndin er
að þetta sé hátíðin okkar, númer
eitt, tvö og þrjú og að hér geti
fólk verið í svolítið alþjóðlegu
umhverfi heima sjá sér.“ Hátíð-
in styður við tónlistarfólk sem
hefur tengsl og rætur á staðn-
um og leika nokkrir valinkunnir
heimamenn á hátíðinni.
Hægt verður að nálgast miða
á hátíðina á www.midi.is og nán-
ari upplýsingar eru á www.aim-
festival.is.
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is