Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 58

Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 58
 Það er þungt yfir KR- ingum þessa dagana. Liðið situr eitt í botnsæti Landsbankadeild- arinnar með eitt stig eftir fjóra leiki og þar af eru þrír leikjanna heimaleikir. Þetta er versta byrjun KR í deildinni síðan árið 1977 en þá féll liðið úr efstu deild í fyrsta og eina skiptið. 1977 var líka fyrsta árið sem tíu lið tóku þátt í efstu deild. Þá féllu tvö lið og KR varð í níunda sæti en aðeins eitt lið fellur í ár. Árið 1977 var KR með marka- töluna 1-5 eftir fjóra leiki en í dag er hún 4-7. KR hefur aðeins náð í 8,3 prósent stiga í boði og ef sagan er skoðuð eru miklar líkur á því að Teitur Þórðarson klári ekki tíma- bilið. „Við erum ekki að fara á taugum. Staðan er vissulega ekki góð en við munum nýta tímann vel fram að næsta leik til að byggja okkur upp. Við mætum svo tvíefldir til leiks og sjáum hver lokaniðurstað- an verður í mótinu,“ sagði Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, við Fréttablaðið. En hvað með stöðu Teits Þórðarsonar? „Það er ekki tímabært að ræða þau mál á þessum tímapunkti.“ Við erum ekki að fara á taugum • Mótið er 18 holu punktamót. • Glæsileg verðlaun fyrir 6 efstu sætin. • Nándarverðlaun á öllum par 3 holum (4 holur). • Verðlaun fyrir lengsta drive á 4. braut karlar/konur. • Dregið verður úr skorkortum viðstaddra í mótslok. • Mótsgjald 3.700 kr. • Skráning á www.golf.is og í síma 486 4495. Kiðjabergi laugardaginn 2. júní Opna Húsasmiðju Golfmótið Eins og í Hollywood-mynd FH er á góðri leið með að stinga af í Landsbankadeildinni eina ferðina enn eftir góðan 0-2 sigur á Fram í Laugardalnum í gær. FH-ingar voru ekki upp á sitt besta gegn Fram í gær en fóru samt heim með þrjú stig enda nýta þeir færin sín vel ólíkt andstæðingunum. Það gerðu ekki margir ráð fyrir því að Fram myndi veita FH ein- hverja keppni í leiknum og nánast búið að setja þrjú stig á FH á töfl- unni. Umræðan virðist hafa kveikt í Frömurum, sem mættu mjög vel stemmdir til leiks og voru betri að- ilinn í fyrri hálfleik. Þeir réðu ferðinni á miðjunni lengstum og tókst nokkrum sinn- um að opna vörn FH-inga laglega en FH-vörnin var óvenju brothætt og leikmenn í litlum takti hver við annan. Ekki tókst Frömurum að nýta færin og þeir máttu síðan þakka fyrir að lenda ekki undir þegar FH- ingar loksins vöknuðu undir lokin og áttu nokkrar laglegar sóknir. Það er ekkert lát á yfirburðum FH í Landsbankadeildinni en meistararnir eru með fullt hús og fjögurra stiga forystu eftir fyrstu fjórar umferðirnar. FH-ingar mættu betur stemmd- ir til síðari hálfleiks og Matthías kom þeim yfir með laglegu marki í upphafi hálfleiksins. Hjálmar fékk dauðafæri skömmu síðar en skaut framhjá en Hjálmar fór ákaflega illa með færin sín í leiknum. Það fjaraði undan leiknum þegar um hálftími lifði leiks. Þegar leik- tíminn var að renna út komst Atli Guðnason einn í gegn, Reynir braut á honum og réttilega dæmd víta- spyrna. Úr henni skoraði Tryggvi af öryggi. „Hlutirnir eru að detta fyrir mig og ég er sáttur en þó aðallega við stigin þrjú,“ sagði Matthías Guð- mundsson sem var að skora í sínum fjórða leik í röð. „Baráttan er ekki búin og við hlustum ekkert á slíkt kjaftæði. Við mættum hér góðu Framliði í dag sem á hrós skilið fyrir góðan leik.“ Leikurinn í gær var hugsanlega sá slakasti hjá FH-ingum í sumar en þeir vinna samt enda nýta fá lið færin sín jafn vel og þeir refsa öllum liðum grimmilega sem ekki nýta sín tækifæri. Framarar sýndu verulega góða spretti á köflum í gær þar sem Al- exander Steen fór mikinn lengi vel og sá til þess að glufur komu á FH- vörnina. Félagar hans nýttu ekki færin og þá er ekki von á góðu. „Þetta er okkar saga hingað til. Við erum betra liðið en skorum ekki mörk. Við verðum að finna lausn á þessu. Annar vandi er að við erum að fá of ódýr mörk á okkur og þessa hluti verðum við að laga,“ sagði Ól- afur Þórðarson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.