Fréttablaðið - 30.05.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 30.05.2007, Qupperneq 58
 Það er þungt yfir KR- ingum þessa dagana. Liðið situr eitt í botnsæti Landsbankadeild- arinnar með eitt stig eftir fjóra leiki og þar af eru þrír leikjanna heimaleikir. Þetta er versta byrjun KR í deildinni síðan árið 1977 en þá féll liðið úr efstu deild í fyrsta og eina skiptið. 1977 var líka fyrsta árið sem tíu lið tóku þátt í efstu deild. Þá féllu tvö lið og KR varð í níunda sæti en aðeins eitt lið fellur í ár. Árið 1977 var KR með marka- töluna 1-5 eftir fjóra leiki en í dag er hún 4-7. KR hefur aðeins náð í 8,3 prósent stiga í boði og ef sagan er skoðuð eru miklar líkur á því að Teitur Þórðarson klári ekki tíma- bilið. „Við erum ekki að fara á taugum. Staðan er vissulega ekki góð en við munum nýta tímann vel fram að næsta leik til að byggja okkur upp. Við mætum svo tvíefldir til leiks og sjáum hver lokaniðurstað- an verður í mótinu,“ sagði Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, við Fréttablaðið. En hvað með stöðu Teits Þórðarsonar? „Það er ekki tímabært að ræða þau mál á þessum tímapunkti.“ Við erum ekki að fara á taugum • Mótið er 18 holu punktamót. • Glæsileg verðlaun fyrir 6 efstu sætin. • Nándarverðlaun á öllum par 3 holum (4 holur). • Verðlaun fyrir lengsta drive á 4. braut karlar/konur. • Dregið verður úr skorkortum viðstaddra í mótslok. • Mótsgjald 3.700 kr. • Skráning á www.golf.is og í síma 486 4495. Kiðjabergi laugardaginn 2. júní Opna Húsasmiðju Golfmótið Eins og í Hollywood-mynd FH er á góðri leið með að stinga af í Landsbankadeildinni eina ferðina enn eftir góðan 0-2 sigur á Fram í Laugardalnum í gær. FH-ingar voru ekki upp á sitt besta gegn Fram í gær en fóru samt heim með þrjú stig enda nýta þeir færin sín vel ólíkt andstæðingunum. Það gerðu ekki margir ráð fyrir því að Fram myndi veita FH ein- hverja keppni í leiknum og nánast búið að setja þrjú stig á FH á töfl- unni. Umræðan virðist hafa kveikt í Frömurum, sem mættu mjög vel stemmdir til leiks og voru betri að- ilinn í fyrri hálfleik. Þeir réðu ferðinni á miðjunni lengstum og tókst nokkrum sinn- um að opna vörn FH-inga laglega en FH-vörnin var óvenju brothætt og leikmenn í litlum takti hver við annan. Ekki tókst Frömurum að nýta færin og þeir máttu síðan þakka fyrir að lenda ekki undir þegar FH- ingar loksins vöknuðu undir lokin og áttu nokkrar laglegar sóknir. Það er ekkert lát á yfirburðum FH í Landsbankadeildinni en meistararnir eru með fullt hús og fjögurra stiga forystu eftir fyrstu fjórar umferðirnar. FH-ingar mættu betur stemmd- ir til síðari hálfleiks og Matthías kom þeim yfir með laglegu marki í upphafi hálfleiksins. Hjálmar fékk dauðafæri skömmu síðar en skaut framhjá en Hjálmar fór ákaflega illa með færin sín í leiknum. Það fjaraði undan leiknum þegar um hálftími lifði leiks. Þegar leik- tíminn var að renna út komst Atli Guðnason einn í gegn, Reynir braut á honum og réttilega dæmd víta- spyrna. Úr henni skoraði Tryggvi af öryggi. „Hlutirnir eru að detta fyrir mig og ég er sáttur en þó aðallega við stigin þrjú,“ sagði Matthías Guð- mundsson sem var að skora í sínum fjórða leik í röð. „Baráttan er ekki búin og við hlustum ekkert á slíkt kjaftæði. Við mættum hér góðu Framliði í dag sem á hrós skilið fyrir góðan leik.“ Leikurinn í gær var hugsanlega sá slakasti hjá FH-ingum í sumar en þeir vinna samt enda nýta fá lið færin sín jafn vel og þeir refsa öllum liðum grimmilega sem ekki nýta sín tækifæri. Framarar sýndu verulega góða spretti á köflum í gær þar sem Al- exander Steen fór mikinn lengi vel og sá til þess að glufur komu á FH- vörnina. Félagar hans nýttu ekki færin og þá er ekki von á góðu. „Þetta er okkar saga hingað til. Við erum betra liðið en skorum ekki mörk. Við verðum að finna lausn á þessu. Annar vandi er að við erum að fá of ódýr mörk á okkur og þessa hluti verðum við að laga,“ sagði Ól- afur Þórðarson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.