Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 62

Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 62
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Já, nú var önnur stórkanóna að ganga til liðs við Uppheima. Ég var að semja við Böðvar Guð- mundsson rithöfund um útgáfu á næsta skáldverki hans sem heitir Sögur úr þýðunni,“ segir Kristján Kristjánsson útgefandi hins litla en mjög svo vaxandi forlags Upp- heima sem á varnarþing á Akra- nesi. Stórtíðindi í bókmenntageiran- um eru að Böðvar Guðmundsson sé að senda frá sér nýtt skáldverk en árið 1997 hlaut hann íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Lífs- ins tré sem var framhald Híbýla vindanna: Bækur sem fjalla um ferðir Íslendinga vestur um haf og nutu þær mikilla vinsælda og röt- uðu á svið Borgarleikhússins. En þá vekur einnig athygli að Böðvar skuli kjósa Uppheima til að búa næsta verk sitt til prentunar en nú virðist kvarnast mjög úr fríðum hópi rithöfunda Eddu útgáfu, en þar var Böðvar áður. Og þeir finna sér stað hjá Kristjáni uppi á Skaga margir hverjir. Þannig gekk Gyrð- ir Elíasson nýverið til liðs við Upp- heima en áður hafa skrifað undir samninga við Kristján þeir Ævar Örn Jósepsson, Bjarni Bjarna- son og Ari Trausti Guðmundsson. Á skömmum tíma hafa því fimm höfundar Eddu gengið til liðs við Uppheima og virðist blasa við að komið sé rót á höfunda þar á bæ. Kristján kann aðspurður engar sérstakar skýringar á því hvers vegna þessir ágætu rithöfundar hafa gengið á mála hjá sér. „Ekki spyrja mig að því. Ætli ég taki ekki bara vel á móti mönnum? Það er það eina sem mér dettur í hug.” Uppheimar eru þegar farn- ir að undirbúa að krafti út- gáfu sína fyrir næstu jóla- bókavertíð. Ný skáldsaga eftir Ara Trausta er væntanleg, forvitnilegt verk að sögn Kristjáns, þar sem hann í skáldskaparformi glím- ir við sögu fjölskyldu sinnar. Nýtt skáldverk eftir Bjarna Bjarnason er væntanlegt svo eitt- hvað sé nefnt, auk þýð- inga. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir nú sem mest hann má ljóð eftir Allen Gins- berg, Eiríkur Örn þýðir einnig þekkt- asta verk skáldkon- unnar Joanne Harris, Chocolat, og til stendur að gefa út á næsta ári nýjustu bók hennar: The Lollipop Shoes. Það er svo ekki minni spá- maður en Jón Kalmann sem þýðir Loftskeytamann Hamsuns. Hvað er að gerast? „Það sem er að gerast er að út- gáfan mín er að taka sér afger- andi stöðu í að gefa út íslenskar bókmenntir og vandaðar þýðing- ar. Ævar Örn með bók? Það er ekki ljóst á þessari stundu. Gæti orðið. En ég þori ekkert að segja til um það fyrr en í ágúst,” segir Kristj- án. „Ég er bara tímalaus hvað útlitið varðar. Móðir mín sáluga sagði mér um fermingu að ég yrði sköllóttur um fertugt ef ég klippti mig ekki, ég varð 55 ára í sumar og er enn svona. Ég er meira að segja með síðara hár í dag.“ „Það hefur sýnt sig að honum var lagður einhver annar standard að lifa samkvæmt en öðrum kepp- endum,“ segir Vilhjálmur Bergs, lögmaður Ólafs Geirs Jónssonar. Fyrirtaka var í gær í sérstæðu máli en Ólafur Geir höfðar skaða- bótamál á hendur Arnari Laufdal Ólafssyni og Fegurðarsamkeppni Íslands vegna þess að hann var árið 2005 sviptur titlinum Herra Íslands. Kröfur sem gerðar eru af hálfu Ólafs eru tvær milljónir með vöxtum. Fyrirtakan í gær var sú fyrsta, en þá hittu aðilar málsins dómarann þann sem fengið hefur málið á sitt borð. Ólíklegt er að málið verði flutt fyrir réttarhlé sem stendur lungann úr sumrinu. Að sögn Vilhjálms er málið með mestu ólíkind- um og svo virðist sem aðstand- endur hafi einfaldlega verið ósátt- ir við að Ólafur Geir hafi sigrað og fyrsta tækifærið notað til að svipta Ólaf Geir titlinum. Hann segir það að mörgu leyti sambæri- legt við ólögmæta uppsögn sem fylgdu meiðandi ummæli. Titillinn var tekinn af honum á ólög- mætan hátt að menn vilja meina og síðan fylgdu því órökstuddar dylgjur: „Að hann hafi ekki staðið undir væntingum og gefið í skyn að hann væri dópisti og fyllibytta. En þetta er bara strákur um tvítugt sem er til fyrirmyndar, reykir ekki, er í íþróttum og hefur unnið til verð- launa í skák. Það er í góðu lagi með þennan dreng og með ólík- indum hvernig hefur verið farið með hann. En málið er tilraun til að rétta hans hlut og fá einhvern hluta mannorðs hans til baka,” segir Vilhjálmur. Titillinn metinn á tvær milljónir X-Factor þáttaröðin verður með breyttu sniði í haust. Að þessu sinni munu þjóðþekktir einstakl- ingar berjast um þennan titil sem hinn færeyski Jógvan hampaði fyrr á þessu ári. Pálmi Guð- mundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, stað- festi þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Undirbúning- ur fyrir þátt- inn hefur staðið yfir í dágóðan tíma og hyggjast Stöðv- ar 2 menn fara á stúfana á næst- unni til að leita að hentugum þátt- takendum. Ekki liggur fyrir hvort hin þriggja manna dómnefnd, þau Einar Bárðarson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Q4U-Ellý verði með aftur en það þykir þó lík- legra heldur en hitt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki vilji til þess innan sjónvarps- stöðvarinnar að fara á stúf- ana og leita að næstu vonar- stjörnu Íslands með tilheyr- andi kostnaði. Töldu þeir meðal annars að hæfileikabrunn- urinn hefði verið tæmdur í bili. Stöð 2 hefur nú staðið fyrir þrem- ur Idol-keppnum og einni X-Fact- or þáttaröð og hefur gengi sigur- vegaranna verið rysjótt þótt menn bindi vonir við að Jógvan nái við- líka vinsældum og Hildur Vala. X-Factor: Battle of the Stars, eins og þátturinn heitir á frummálinu, naut gríðar- legra vinsælda í heimalandi sínu, Bretlandi, en þar voru tekjurnar af símaatkvæða- greiðslunni notaðar til að styrkja góð málefni. Þættirnir eru byggð- ir upp á svipaðan hátt og X-Factor og fá dómararnir úthlutað sínum hóp. Simon Cowell, hugmynda- smiðurinn á bakvið X-Factor, blés þáttaröðina hins vegar af í fyrra og sagðist ekki ætla gera aðra slíka. Frægir berjast í næsta X-Factor Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.