Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 28

Fréttablaðið - 30.05.2007, Side 28
MARKAÐURINN 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N slendingar eru fljótir að hugsa og taka ákvarðanir. Þeir skella sér í hlut- ina. En hraðinn getur komið niður á skipulagningu vöruhúsa,“ segir Tommy Högberg, forstjóri og aðaleig- andi sænsku verkfræðistofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í bestun, þróun og skil- virkni í birgðastýringu vöruhúsa. Hann segir mörg fyrirtæki hér á landi aftar- lega á merinni hvað birgðastýringu varð- ar. En þótt yfirleitt sé ágætlega að verki staðið megi alltaf gera betur. Tommy, sem var staddur hér á landi á dögunum í tilefni útibús ProLog, segir nóg að gera enda hafi fyrirtækið ákveðið að sérhæfa sig ein- göngu í birgðastýringu vöruhúsa. Tommy Högberg, sem hefur um þrjá- tíu ára reynslu á sínu sviði, er þekktur í þessum fræðum í heimalandi sínu og hefur hann verið nefndur konungur best- unar í skandinavískum tímaritum. Hann á langan feril að baki, er fæddur í Borås í Svíþjóð, sem skiptir höfuðmáli, að hans sögn. Bærinn er þekktur fyrir vefnaðar- framleiðslu og iðnað hvers konar. Að sögn Tommys hefur iðnaðurinn kallað á skil- virka birgðastýringu í vöruhúsum og stendur bærinn framarlega á því sviði. Og ekki spillir fyrir að Svíar eru gefnir fyrir vörulista hvers konar, sem aftur krefst þess að nauðsynlegt er að byggja upp góð vöruhús til að geyma allar þær vörur sem boðið er upp á í listunum. Að sögn Tommys skiptir skipulagning vöruhúsa miklu máli. Best sé að hafa vörur sem seljist vel fremst í vöruhús- inu en þær sem síður seljist aftar. Þetta er hins vegar nokkuð sem margir flaska á, að hans sögn. Tommy segir það ekki skipta minna máli að kunna að gera marga hluti í einu þegar náð sé í vörur í vöruhús í stað þess að ná í einstaka hlut. Ólíkt því sem ætla mætti gera það margir og þurfa því að fara margar ferðir fram og aftur í vöru- húsum sínum. Til þess að spara ferðirn- ar koma einfaldir hlutir sér vel, svo sem litlir rafmagnsbílar með kerrum svo hægt sé að stafla vörum upp. Góður hugbúnað- ur fyrir birgðastýringu er ekki síður mik- ilvægur. Tommy mælir ekki með einum ákveðnum hugbúnaði fyrir birgðastýr- ingu vöruhúsa heldur greinir hann í hvert og eitt skipti hvaða búnaður og hjálpartól nýtist best við hinar ýmsu aðstæður. Góð birgðastýring skilar sér í hraðari og skilvirkari afgreiðslu og getur spar- að fyrirtækjum milljónir króna, að sögn Tommys, sem segist ekki taka að sér vöru- hús sem séu svo illa skipulögð að breyt- ingin á þeim skili ekki undir 20 prósenta betri hagræðingu. Tommy segir þekkingu Íslendinga á mikilvægi birgðastýringar oftar en ekki af skornum skammti. Það sjáist skýr- ast þegar komið sé inn í vöruhús. Ástæð- an liggur í hraðanum, að mati Tommys. „Það hefur verið mikill uppgangur í efna- hagslífinu á Íslandi. Það er meðal ann- ars að þakka því að Íslendingar eru fljót- ir að ákveða sig. Þeir láta vaða og fara í ný verkefni,“ segir hann og bætir við að í hraðanum gleymist oft að huga að öllum þáttum, þar á meðal birgðastýringu, sem oftast mæti afgangi. Tommy neitar því ekki að þrátt fyrir allt mættu Svíar þó læra snerpuna af Íslendingum því heima- fyrir gangi allt mun hægar fyrir sig. Tommy segir fyrirtæki geta hagnast mjög á góðri birgðastýringu. Stjórnend- ur fyrirtækja, ekki síst hér, vilji hins vegar seint viðurkenna að þeir þurfi á birgðastýringu að halda. Helsta ástæð- an fyrir því er sú að þeir líta á kostnað- inn við aðstoð manna á borð við Tommy Högberg sem útgjöld sem óljóst sé hvort skili sér til baka. „Kostnaðurinn er auð- vitað nokkur í upphafi,“ segir hann. „En þegar stjórnendur fara að sjá hagræðingu upp á 20 til 40 prósent á ári þá sjá þeir ekki eftir honum,“ segir Tommy Högberg og brosir. Mikið verk fyrir höndum á Íslandi Hraði íslensks atvinnulífs hefur skilað sér í slæmri birgðastýringu. Þetta segir Tommy Högberg, forstjóri sænsku verkfræði- stofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í birgðastýringu vöruhúsa, í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson. B&L • Grjóthálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 1200 • www.landrover.is NÝR LAND ROVER FREELANDER 2 SPORT TIL Í ALLT INNIFALIÐ Í NÝJUM FREELANDER 2 SPORT: Leðurinnrétting, hiti í sætum, rafmagn í framsætum, leðurstýri, sjálfvirk loftkæling fyr- ir ökumann og farþega, aðgerðarstýri með skriðstillir, regnskynjari, 755 ltr farangursrými, CD spilari, 6 þrepa sjálfskipting, Terrain Response™ aldrifskerfi, 5 stjörnur frá NCAP, 7 loftpúðar ,aftengjanlegur loftpúði fyrir farþegasæti og 17” álfelgur. Turbo Dísel 2,2 ltr vél 160 hö með 400 Nm tog, eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 8.5 ltr/100 km. Þriggja ára ábyrgð. Verð kr. 4.540.000 NÝR FREELANDER 2 SPORT kr. 4.540.000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.