Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 18
Kvennakór Hornafjarðar fagnar tíu ára af-
mæli á árinu með pompi og prakt. Hann
syngur í Háteigskirkju í kvöld, heldur
í vikuferð til Hamborgar á morgun
og í haust er vegleg árshátíð á
döfinni. Afmælisárið byrjaði
reyndar með útgáfu almanaks
í anda frönsku póstkortanna
sem vinsæl voru í kringum
aldamótin 1900. Útgáf-
an var til fjáröflunar og
þar eru myndir af kór-
konum misjafnlega fá-
klæddum.
Áslaug Íris Vals-
dóttir, ljósmóðir á
Höfn, er formaður
kórsins og hún var
spurð út í starfsem-
ina. „Kvennakór
Hornafjarðar er öfl-
ugur kór og búinn að
stimpla sig inn sem
slíkur. Við höfum
verið flestar í kring-
um fjörutíu en þetta
er kvennakór og alltaf
einhverjar í barneignar-
fríi og öðrum leyfum
eitt og eitt ár. Ákveðinn
kjarni er þó búinn að vera
með alveg frá stofnun.“
Áslaug kveðst hafa gengið
til liðs við kórinn 2001. „Ég
er búin að vera með síðan ég
flutti til Hornafjarðar og það er
búið að vera mjög skemmtilegt.
Ég hugsa að ég hefði ekki unað eins
vel á staðnum ef ég hefði ekki haft
sönginn og þann ágæta félagsskap sem
fylgir honum,“ segir hún.
Nú er afmælisferð til Þýskalands að bresta
á og þátttakendur í henni eru á þriðja tug-
inn. „Við fljúgum til Kaupmannahafnar
og keyrum þaðan til nágrennis Ham-
borgar. Við munum bæði syngja á
götuhornum og verða með eina
tónleika í kirkju ásamt stórum
þýskum kór. Það er auðvitað
meiningin að slá í gegn,“
segir Áslaug hlæjandi og
er sannfærð um að fram-
undan sé mikið ævin-
týri.
Stjórnandi kvenna-
kórsins er Svavar Sig-
urðsson, organisti og
skólastjóri Tónlistar-
skóla Djúpavogs.
Hann þarf að keyra
hundrað kílómetra
hvora leið á æfingar
og Áslaug segir
hvassviðri og grjót-
hrun stundum hafa
hamlað för hans í
vetur. Tekur þó fram
að tónleikar kórsins í
Háteigskirkju í kvöld
séu vel æfðir, flottir og
fjölbreyttir. „Dagskráin
er létt og skemmtileg og
flestir ættu að finna þar
eitthvað sem þeim líkar,“
segir hún að lokum.
Áhorfendur létust á Le Mans
Ritað var undir samstarfssamning milli
Landsnets og Stofnunar Sæmundar fróða á
dögunum. Hlutverk Landsnets er að sinna
raforkuflutningi og kerfisstjórnun. Stofn-
un Sæmundar fróða er ætlað að leiða saman
vísindamenn úr mörgum greinum til að
leysa vandamál sem varða hin ýmsu svið
sjálfbærrar þróunar.
Samningurinn nýi getur tekið til ýmiss
konar verkefna. Til dæmis stendur til að
rannsaka mismunandi valkosti við orku-
flutninga en með aukningu á raforkufram-
leiðslu á Íslandi eykst umfang flutnings-
kerfa og því nauðsynlegt að finna hvaða
leiðir henta best til flutningsins.
Einnig þarf að huga að áhrifum orku-
mannvirkja á umhverfið sem hafa í för með
sér bein og óbein áhrif. Til beinna áhrifa
má telja jarðrask, mengun og áhrif segul-
sviða sem geta haft áhrif á afkomu lífríkis
í nágrenni við mannvirkin. Óbein áhrif eru
til dæmis sjónmengun af völdum mann-
virkjanna. Þau áhrif hafa lítið verið rann-
sökuð hér á landi en aukin vakning hefur
orðið fyrir slíkum óbeinum áhrifum.
Þá þarf að rannsaka efnahagsleg áhrif
hinna mismunandi valkosta, kostnað og
áhrif á gjaldskrá fyrirtækisins.
Fyrsta samstarfsverkefni Landsnets og
Stofnun Sæmundar fróða mun taka á þess-
um þáttum með samvinnu verkfræðinga,
hagfræðinga og líffræðinga Háskóla Íslands
undir stjórn Stofnunar Sæmundar fróða og í
samvinnu við sérfræðinga Landsnets.
Landsnet og Stofnun Sæ-
mundar fróða í samstarf
AFMÆLI
„Eina leiðin til að flytja
fréttir í sjónvarpi er að vera
ekki hræddur við þær.“
Stofnuð hafa verið
Samtök list- og hönn-
unarkennara á fram-
haldsstigi. Í frétta-
tilkynningu frá hinu
nýstofnaða félagi
kemur fram að mikil
þörf sé á slíkum
samtökum, meðal
annars til umsagnar
og stefnumótunar
á námskrám, til að
auka faglega um-
ræðu, sjá um endur-
menntun og námskeið. Einnig til að auka kennslu í þessum
greinum.
Vefur samtakanna http://vefir.multimedia.is/hlynur/
slhk/á að auðvelda félagsmönnum að nálgast ýmsar upp-
lýsingar.
Anna Snædís Sigmarsdótir er formaður samtakanna
nýju.
List og hönnun
á framhaldsstigi
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Haukur Einarsson
vélfræðingur, Jöklafold 4, Grafarvogi,
lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn
30. maí. Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju í dag
mánudaginn 11. júní kl. 13.00.
Guðrún Kristjánsdóttir
Jóna Helga Hauksdóttir
Inga Guðný Hauksdóttir Bernharð Antoniussen
Einar Birgir Hauksson Kristín Óskarsdóttir
Edda Kristín Hauksdóttir
Anna Karen Hauksdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Svanhvít Ólafsdóttir
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
sem andaðist 25. maí á heimili sínu, Hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni Reykjavík, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju 12. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minn-
ast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Gunnar Pálsson Hafdís Pálmadóttir
Friðbert Pálsson Fanney Gísladóttir
Leó Pálsson Ingunn Þorleifsdóttir
Barnabörn og barnabarnabörn.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI