Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 23

Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 23
11. JÚNÍ 2007 Við Grundarstíg stendur sögufrægt hús sem nýlega fór í sölu hjá Remax á Stórhöfða. H úsið var reist af Hannesi Hafstein, þjóðskáldi og fyrsta ráðherra Íslands, árið 1915. Það stendur við Grundarstíg 10 og þar bjó Hannes ásamt fjölskyldu sinni til dauðadags árið 1922. Húsið er steinsteypt og skiptist í kjall- ara, tvær hæðir og ris. Hæðirnar telja hvor um sig um 110 fermetra en ef óskráðir fermetrar kjallara og riss eru teknir með í reikninginn má áætla að húsið sé vel á fjórða hundrað fermetrar. Á fyrstu hæðinni er mikil lofthæð og upp- runalegir gipslistar og rósettur eru í lofti. Hæðin skiptist í hol, þrjár stofur, forstofu- herbergi, eldhús, stigahús og gestasalerni. Gengt er á milli stofanna þriggja og for- stofuherbergis. Önnur hæðin skiptist í rúmgott hol, lítið eldhús, fjögur stór svefnherbergi og eitt stórt hjónaherbergi með suðursvölum. Þar er einnig aðalbaðherbergi hússins með bæði baðkari og sturtu. Baðherbergið er allt flísa- lagt en gólfefni í herbergjum eru teppi og parkett. Í kjallara eru þrjár stórar geymslur og ein lítil, gangur, þvottahús og anddyri undir úti- tröppum. Risið er að mestu leyti óinnréttað en þar er lítið herbergi og geymsla. Tveir tvöfaldir reykháfar eru í húsinu. Þeir eru báðir með virkri loftræstingu og hægt er að tengja eldstæði við þá. Garðurinn við húsið er gróinn og pallur er sunnan við bílskúrinn. Bílskúrinn er hlaðinn úr holsteini. Húsið þarfnast viðhalds og má sem dæmi nefna að allir gluggar eru upprunalegir og lélegir en hægt er að sækja um styrk til Húsfriðunarnefndar vegna endurnýjunar á þeim. Vatns- og raflagnir hafa verið endur- nýjaðar að hluta. thorunn@frettabladid.is Reisulegt hús Hannesar Hafstein Eitt fimm svefnherbergja hússins. Holið á efri hæðinni er bæði bjart og rúmgott. Grundarstígur 10 er glæsilegt hús. fasteignir Grensásvegi 12A sími: 568 1000 frum@frum.is - www.frum.is U M B R O T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.