Fréttablaðið - 11.06.2007, Side 34
Áhugafólk um íslenskar
fornsögur kætist nú því ný
útgáfa Sverrissögu er komin
út. Fimmtíu ár eru liðin frá
síðustu útgáfu ritsins, sem
er einstakt í sinni röð.
Sverrissaga er þrítugasta bindið
í viðamikilli útgáfu Hins íslenska
fornritafélags á textum miðalda
sem hófst með útgáfu Sigurð-
ar Nordal á Egilssögu 1933. Síð-
ast kom sagan út árið 1950 en að
sögn Þórðar Inga Guðjónssonar,
íslenskufræðings og annars rit-
stjóra ritraðar Fornritafélagsins,
hefur alla tíð vantað handhæga út-
gáfu sögunnar fyrir fræðimenn og
almenning. Sagan hefur því verið
ókunn mörgum lesendum en nú
er gerð bragabót þar á. Í bókinni
eru enn fremur ítarlegar skýring-
ar og inngangur auk korta og ann-
ars ítarefnis til glöggvunar fyrir
lesendur.
Sverrissaga er brautryðjenda-
verk í ritun veraldlegra konungs-
sagna en ævisaga Sverris Sigurðar-
sonar Noregskonugs er elsta saga
sinnar tegundar sem varðveitt
er í heild. Sverrir þessi var uppi
á tólftu öld, ólst upp í Færeyjum
en braust síðar til valda í Noregi.
Sögusmiðurinn er talinn vera Ís-
lendingur, Karl ábóti Jónsson, en
honum eru eignaðar litríkar per-
sónulýsingar hetjunnar sem þykja
með þeim blæbrigðaríkustu í forn-
um sögum.
Þórður Ingi segir að nútímalesend-
ur finni mögulega talsverðan sam-
hljóm með ævi Sverris en boðskap-
ur sögu hans sé að setja markið
hátt og hvika hvergi frá því marki.
„Sverrir var bara prestlingur frá
Færeyjum. Hann ólst þar upp til
tuttugu og fjögurra ára aldurs
en þá hafði hann af því spurnir
að hann væri launsonur Sigurðar
munns Noregskonungs,“ útskýr-
ir Þórður. Svo fer að Sverrir siglir
og gerir tilkall til kongungsdæm-
isins, kemst í kynni við skæru-
liða þess tíma – Birkibeina í Nor-
egi – og lendir í ýmsu útistandi en
í bókinni eru fjölmargar magnað-
ar bardagalýsingar.
„Uppgangur Sverris var með
ólíkindum, hann vinnur þarna
hverja orrustuna á fætur annarri
og á endanum fellir hann þáver-
andi Noregskonung, Magnús Er-
lingsson,“ útskýrir Þórður Ingi.
„Það eru ekki síst þessar mörgu
orrustur og frásagnir af her-
kænsku Sverris sem einkenna bók-
ina heldur eru þar skráðar ræður
hans, sem margar eru býsna mer-
gjaðar.“ Ekki skemmir að orðfæri
höfundarins er einkar fallegt og
Þórður áréttar að því sé rit þetta
einnig mikilvægt þjóðtungunni.
Þórður Ingi segir nú óumdeilan-
legt að sagan sé eignuð Íslendingi.
„Það kemur fram í formála sög-
unnar að upphaf hennar sé ritað
af Karli ábóta Jónssyni, en fræði-
menn hafa deilt um hversu mikið
hann eigi í sögunni.“ Kenning Þor-
leifs Haukssonar, sem annaðist
þessa útgáfu sögunnar og ritar
inngang hennar og skýringar, er
sú að Karl hafi ritað hana alla.
„Varðveisla þessara sagna er
hins vegar afar flókin og Sverris-
saga er til í mörgum handritum.
Við höfum engan frumtexta undir
höndum svo það er púsluspil og
raun fræðimanna að komast sem
næst upphaflegu sögunni en Þor-
leifur rekur varðveislu sögunnar i
formála sínum.“
Sverrissaga er fyrirtaks heim-
ild um valdabrölt og pólitík þessa
tíma og Þórður Ingi bendir á að
það hafi haft mikið að segja að
ritari hennar, sem augljóslega
stóð söguefni sínu nær, hafi verið
Íslendingur en ekki heimamaður.
„Sagan dregur taum Sverris en
gerir það afar fínlega því á yfir-
borðinu er líkt og frásögnin sé
hlutlaus. Það er örugglega margt
til í því að Íslendingur hafi verið
fenginn til þessa verks því við-
komandi stæði fjarri atburðar-
rásinni í Noregi og væri því trú-
verðugri fyrir vikið.“
Lesendum þótti snemma mikið
til Sverrissögu koma og segir
Þórður Ingi að aðrir konungs-
sagnaritarar hafi látið staðar
numið í skrifum sínum þar sem
valdasaga Sverris hefst.
Ljóst er að Hið íslenska forn-
ritafélag er í mikill sókn en á
stundum hefur útgáfa þess verið
býsna stopul að sögn Þórðar. Nú
er í bígerð ný útgáfa á konungs-
sagnasafnritinu Morkinskinnu
sem fyrirhuguð er haustið 2008
auk viðamikillar útgáfu Sturl-
ungu og sögu Hákonar Hákonar-
sonar svo eitthvað sé nefnt.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
Taktu þátt!
Þú sendir SMS
BT BTF á númerið 1900.
Þú færð spurningu.
Þú svarar með því að senda SMS
skeytið BT A, B eða C á númerið 1900.
hver vinnur!
10.
Aðalvinningur!
FSC Amilo
Pi Core2
Vista
fartölva
SMSLEIKURTak
tu
þátt!
Geggjaðir aukavinningar! Vídeospilari, Sony myndavél, Panasonic tökuvél, Apple iPod Nano/blár, HP
Photosmart, GSM símar, Bíómiðar fyrir 2 á THE INVISIBLE og LAST MIMZY,PSP tölvur,Gjafabréf á
Tónlist.is,PS2 tölvur, Kippur af Gosi og enn meira af DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu.
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is