Fréttablaðið - 11.06.2007, Side 35
Opnir kynningarfundir verða haldnir þriðjudaginn 12. júní nk.
Kynnt verður mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík
og jafnframt breytingar á aðalskipulagi í Reykjanesbæ og Garði.
Kynningarfundir í Reykjanesbæ og Garði
Dagskrá
1. Kynning á breytingum á aðalskipulagi Garðs og Reykjanesbæjar
2. Mögulegar lagnaleiðir og jarðstrengur frá Fitjum
3. Kynning á fyrirhuguðu álveri í Helguvík
4. Kynning á mati á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík
5. Ábendingar, athugasemdir, fyrirspurnir og svör. Til máls taka m.a.
fulltrúar atvinnulífsins á Suðurnesjum og Sólar á Suðurnesjum
6. Samantekt fundarstjóra
Reykjanesbær: Flughótel, Hafnargötu 57. kl. 17:30 – 19:15
Garður: Byggðasafn Garðskaga, Skagabraut 100. kl. 20:00 – 21:45
Mat á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík
og breytingar á aðalskipulagi
Í tengslum við fundina munu
sérfræðingar frá verkfræðistofunni
HRV vera á staðnum 12. júní frá
kl. 17:00-22:00 og svara fyrirspurnum.
Sýning tengd fundunum mun verða
opin á fundarstöðum til 28. júní.
Tuttugu og fimm tíma dansleikhús-
hátíð ÍD og LR gefur ekki tilefni til
bjartsýni um framtíð íslenska dans-
ins: yfirlýsing um stofnun og sýn-
ing á fyrsta verkefni Dansleikhuss
Borgarleikhússins virðist spurn-
ing um form. Slíkt samstarf hefur
til þessa þrifist ágætlega án nýrra
heita, nýrra umbúða. Ef marka má
þær hugmyndir sem valdar voru til
hrávinnslu þetta árið – þær voru
sex – eru mörk dansleikhússins og
venjubundinna dansa enn afar óljós.
Verkin voru flest hefðbundin dans-
verk, textavinnsla í lágmarki og
grunnurinn allur dansmegin. Verk-
efnin eru enda skyndimatur. Eftir
tveggja ára fjarveru blasti líka við
að áhorfendum á þessu staka sýn-
ingarkvöldi fer fækkandi. Jafnvel
fólk í dans- og leikgeiranum lætur
sig vanta og stuðningsliðum hefur
fækkað í þessari keppni.
Þýski gagnrýnandinn sem leiddi
dómnefnd fagnaði því í inngangi
sínum að hér væri fjölbreytni
meiri en í tískunni í Berlín þar sem
tugir flokka apa tísku hver eftir
öðrum og allt verður eins. Það var
rétt: hér var fjölbreytni í útliti og
þemum dansverka. Þau báru flest
þann galla að vera ekki skýr hug-
mynd heldur þróuð og því mörg án
skýrra lykta. Höfundarnir höfðu
semsagt ekki í kollinum skýrar
lyktir. Margt var blanda, sundur-
gerð ríkti, er þörfin fyrir verkin
þetta eina kvöld meiri en viljinn til
að þróa verkin á frumstigi t.d. með
dramatúrgískri vinnu?
Kynnir kvöldsins var Bergur Þór
Ingólfsson leikari og var raunar
áttunda dansverkið í kynningum
sínum: kvöldið minnti á köflum á
afmæli hjá sýnisjúkum krakka sem
verður að koma öllum sínum atrið-
um að. En Bergur bar aðra kepp-
endur ofurliði af því hann vann sitt
verk allt út frá einföldum og skýr-
um hugmyndum. Sápa Steinunnar
Ketilsdóttur og sigurverkið, Blink
of an Eye, eftir hóp leikara, dans-
ara, tónskáld og myndlistarmann,
voru skýrustu hugmyndirnar. Blink
vann á vönduðum frágangi í alla
staði og sterkri nánd og kunnáttu
þeirra Camerons Corbett og Bryn-
hildar Guðjónsdóttur.
Stóra verk kvöldsins var Þvílík
gleði eftir Mörtu Nordal og Peter
Anderson: eina verkið sem náði
máli – í raun þótt þar vantaði per-
sónusköpun illilega í hjónabands/
sambúðarsögum sem lágu til grund-
vallar. Lítið hefði þurft til. Það sást
til dæmis skýrt hjá Víði Guðmunds-
syni sem var lakastur dansara en
skóp skýra persónu og hélt henni.
Verður þetta verk á verkefnaskrá
LR og ÍD á komandi vetri? Verður
það þróað og unnið áfram? Fá aðrir
áhugamenn um dans en þessir rúm-
lega þrjúhundruð sem þarna sátu
að sjá það, skattborgarar, helstu
styrktaraðilar flokka hússins? Eða
er þessi fjárfesting flokkanna bara
innanhússgrín?
Í íslenska dansheiminum eru að
takast á minni hópar sem standa
við jaðar skólanna og Íslenski dans-
flokkurinn. Engin brúarsmíð virð-
ist vera þarna á milli. ÍD hefur enda
mestan metnað að sýna verk sín er-
lendis. Nýleg endurráðning Katrín-
ar Hall þar á bæ gefur ekki fyrirheit
um framför í danslífinu. Þegar upp
verður staðið eftir þann fimm ára
samning hefur Katrín leitt ÍD í sex-
tán ár og sest þá á bekk með Guð-
laugi Rósenkrans og Stefáni Bald-
urssyni sem þaulsetnasti ráðamað-
ur í íslensku menningarlífi. Þráseta
í slíkum störfum er hættuleg lista-
lífinu eins og sagan hefur sannað.
Ef litið er til slakrar aðsóknar að
íslenskum listdansi og þess að fá-
liðun er viðvarandi vandi, nýsmíði
verka stopult áhugamál, hingað-
koma erlendra dansflokka fátíð, er
ekki ástæða til að líta með bjart-
sýni til framtíðar í listdansi. Dans-
leikhúskeppnin hefur enda engu
skilað: verkin eru ekki endurflutt,
þau eru andvana fædd ef þeim er
ekki ætlað framhaldslíf. LR og ÍD
verða að hugsa þessa hugmynd upp
á nýtt.
Nú verður að reyna eitthvað nýtt