Fréttablaðið - 11.06.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 11.06.2007, Síða 36
Lokaþáttaröðin af Soprano-fjöl- skyldunni var sýnd í Bandaríkjun- um í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur RÚV endur- sýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. James Gandolfini, sem leik- ur mafíuforingjan Tony Soprano, saknar þess ekkert að kveðja per- sónuna í hinsta sinn. „Mér var sagt að þetta yrði erfitt fyrir mig en mér finnst það ekki. Það er mjög róandi fyrir mig að horfa fram á veginn og prófa nýja hluti,“ sagði Gandolfini. „Þessi persóna hefur verið með mér svo lengi að það er ákveðinn léttir að sleppa af henni takinu.“ Hann segir að álagið hafi verið mikið á sér við upptökurnar á þáttunum og það hafi sýnt sig. „Að vera þreyttur hjálpaði mér á ákveðinn hátt. Ef persónan hefði átt að líta vel út og vera myndar- leg og hamingjusöm hefði vinnu- álagið ekki hjálpað til. En það hjálpaði mér mikið. Ég gat verið úrillur og þreyttur og litið eins illa út og ég vildi,“ sagði hann. Veðbankar voru uppteknir við að taka við veðmálum um hver myndi deyja í lokaþættinum. Var stuðull- inn tveir á móti einum um að Tony Soprano sjálfur myndi fá það hlut- skipti en einn á móti þremur um að hann héldi lífi. „Fólk veðjar um allt milli himins og jarðar,“ sagði eigandi veðbankans bodog.com. „Margir vilja veðja um hver deyi af náttúrulegum orsökum og hver verði drepinn.“ Endalok Sopranos Útvarpsstöðin Rás 2 ætlar að gefa heppnum hlustendum sínum átta pakka í tilefni af Hróarskeldu- hátíðinni í Dan- mörku sem verður haldin í byrjun júlí. Í hverjum pakka verða tveir miðar á hátíð- ina, bolir og fleira tengt hátíðinni. Tveir af þeim átta sem vinna pakk- ana fá tvo flugmiða hvor frá Ice- land Express. Hægt er að taka þátt í leikn- um á www. ruv.is/popp- land þar sem þarf að svara þremur krossa- spurningum. Dregnir verða út vinningshaf- ar dagana 15., 22. og 29. júní. Rás 2 sendir síðan beint frá Hróarskelduhátíðinni, þar sem koma m.a. fram Björk, Beastie Boys og Red Hot Chili Peppers. Býður á Hróarskeldu Hljómsveitin Amiina fær fimm stjörnur í breska dag- blaðinu The Guardian fyrir tónleika sína í Glasgow á dögunum. Fyrsta plata sveitarinnar, Kurr, kemur út hérlendis í dag. Greinarhöfundur The Guardian segir að tónleikarnir í Glasgow hafi verið mjög hljóðlátir og meira að segja hafi einn barþjónnin þurft að bera olíu á eina klósetthurðina vegna hávaðans sem hún fram- kallaði. „Amiina spilar skrítna, fallega og viðkvæma tónlist sem fær hlustandann til að vera afar varkár,“ segir í greininni. „Í lok tónleikanna virtist andrúmsloft- ið þannig að áhorfendum liði eins og þeir hefðu notið forréttinda með því að vera viðstaddir. Það er sjaldgæf og yndisleg tilhugsun og fólk verður bara að sjá Amiinu til að trúa þessu.“ Fyrsta breiðskífa Amiina, Kurr, kemur út hérlendis í dag en hinn 18. júní kemur hún út í Evr- ópu og degi síðar í Bandaríkjun- um. Smekkleysa gefur plötuna út hér heima en þýska fyrirtækið Ever Records, sem er undir hatti elektróníska útgáfufyrirtækisins K7, gefur hana út erlendis. „Við náðum rosagóðum samningi. Við fáum að halda rosalega miklu ákvarðanafrelsi og við getum gefið út mikið af tónlistinni okkar sjálfar, þannig að við ráðum okkur mikið sjálfar,“ segir María Huld Markan úr Amiinu. Bætir hún því við að góðu dómarnir í bresku fjöl- miðlunum hafi verið mjög ánægju- legir. „Það er punkturinn yfir i- ið að fá svona góða dóma, því það getur verið erfitt að fá bresku pressuna með sér. Við erum allar rosalega ánægðar með það.“ María segist vera afar ánægð með nýju plötuna. „Hún er reyndar löngu, löngu tilbúin en við erum rosalega ánægðar með hvernig til tókst. Það var smá kúnst að setja hana saman og láta hana hljóma þannig að þetta ætti vel saman á einni plötu. Hún er svolítið eins og ferðalag frá fyrsta laginu til þess síðasta.“ Amiina er hætt við að spila á tón- listarhátíðum í sumar. Ástæðurnar eru tvær að sögn Maríu Huld- ar. „Það er einfaldlega mjög erf- itt að spila á „festivölum“ því við erum með þannig „set up“. Það er líka rosalega langt síðan við fengum hvíld, þannig að við sögð- um bara pass við öllum festivölum í sumar.“ Sveitin ætlar þess í stað að fara í tónleikaferð til Evrópu og Bandaríkjanna í september og til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Japans í framhaldinu. Það eru því spenn- andi tímar fram undan hjá þessari hæfileikaríku hljómsveit. Útgáfutónleikar Amiinu vegna plötunnar hér heima verða haldnir í Iðnó hinn 21. júní. Richie Sambora, aðalgítarleikari hljómsveitar- innar Bon Jovi, hefur skráð sig inn á meðferðar- stofnun þar sem hann hyggst ná tökum á áfengis- og eiturlyfja- fíkn sinni. Mikið hefur gengið á í lífi Sambora að undanförnu. Ekki er langt síðan hann skildi við eiginkonu sína til nokkurra ára, leikkonuna Heather Locklear, og þá entist samband hans við Den- ise Richards ekki í nema nokkrar vikur eftir það. Til að bæta gráu ofan á svart lést faðir Sambora í millitíðinni. Eftir öll áföllin virð- ist sem rokkarinn hafi ákveðið að leita huggunar í flöskunni. Kominn í meðferð Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.