Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 43
Lagersölunni
lýkur í dag
Lagersala Eirvíkur að
Suðurlandsbraut 20
Verðhrun
VASKAR
HELLUBORÐ
ÍSSKÁPAR
ÞURRKARAR
OFNAR
HÁFAR
GASELDAVÉLAR
SMÁVÖRUR
Roman Calderon, for-
seti Real Madrid, ætlar að reyna
að sannfæra David Beckham að
vera um kyrrt í Madríd. Fyrr í
vetur samdi Beckham við banda-
ríska úrvalsdeildarliðið Los Ang-
eles Galaxy og fer þangað að
tímabilinu loknu á Spáni.
Calderon gaf hins vegar til
kynna í samtali við spænska
blaðið Marca að klásúla í samn-
ingi hans gæti gert félaginu
kleift að halda Beckham í sínum
röðum.
„Við þurfum að sitjast niður
með honum og fulltrúum hans
og ná niðurstöðu í þessu máli,“
sagði Calderon.
Beckham hafnaði samningi við
Real Madrid í janúar og brugðust
þeir Calderon og Fabio Capello,
þjálfari liðsins, harkalega við.
Capello sagði að Beckham myndi
ekki spila meira með Real og að
hann yrði aðeins „miðlungs kvik-
myndaleikari í Hollywood“.
Síðan þá hafa þeir neyðst til að
sjá eftir orðum sínum því Beck-
ham hefur spilað sig inn í liðið
á ný og staðið sig frábærlega.
Hann vann sig einnig inn í enska
landsliðið nú fyrir skemmstu.
Forseti Real Madrid
vill halda Beckham
Rafael Nadal vann í gær
Opna franska meistaramótið í
tennis í þriðja skiptið í röð eftir
sigur á Roger Federer í úrslitunum
í gær. Nadal vann með þremur
settum gegn einu; 6-3, 4-6, 6-3 og
6-4. Þar með batt Nadal draum
Federer á enda um að verða að-
eins þriðji maðurinn í sögunni
sem er handhafi allra fjögurra
slemmutitlanna samtímis.
Það hafa aðeins Rod Laver
(1969) og Don Budge (1938)
afrekað.
Nadal er aðeins annar maður-
inn í sögunni síðan opnu meist-
aramótunum var komið á fót til
að vinna Opna franska þrjú ár í
röð. Björn Borg fullkomnaði sína
þrennu árið 1980.
„Fyrst og fremst vil ég hrósa
Federer. Þú afsakar að ég vann
þig aftur. Hann er frábær meist-
ari og ég veit að hann mun ná
sér á strik,“ sagði Nadal. „Það er
draumi líkast að vinna hér þriðja
sinni og hef ég ekkert nema já-
kvætt um þennan stað að segja.“
Nadal hafði talsverða yfirburði
í leiknum og snemma var ljóst í
hvað stefndi. Hann hefur aldrei
tapað viðureign á Roland Garros.
Federer fékk þó sín tækifæri til
að snúa viðureigninni sér í hag. Í
fyrsta settinu fékk hann tíu tæki-
færi til að stela lotu af Nadal en
ekkert virtist ganga.
„Þetta er algjör synd og ég er
svolítið dapur yfir hvernig ég
spilaði,“ sagði Federer. „Ég held
að ég hafi verið betur undirbúinn
í fyrra því þá vann ég fyrsta sett-
ið, 6-1, en hér var ég alltaf að elta.
Þetta er sannarlega ekki í síðasta
skiptið sem ég spila hér og mun
ég gera mitt allra besta á næsta
ári.“
Mikil eftirvænting var fyrir úr-
slitaleikinn enda mættust þar tveir
bestu leikmenn heimsins í dag.
Federer hefur haft mikla yfirburði
nema á leir, þar sem Nadal virkar
nánast ósigrandi. Hann er því enn
konungurinn á leir og Federer þarf
nú að byrja upp á nýtt til að ná al-
slemmunni.
Nadal er enn kon-
ungurinn á leirnum