Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 57
Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skyn- samlegt að kanna hvort örygg- ið sé farið eða athuga hvort raf- magnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímun- um saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráð- gjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síð- ustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lág- marki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygn- ingarstofni í jafnvægi koma á legg að jafn- aði 2 kyn- þroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið fram- leiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einung- is með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er held- ur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiði- svæðum ef mikið er um undir- málsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og mark- viss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er út- hlutað. Auðvitað leiða þessar stjórn- valdsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygn- ingarfiskinn sem stjórnvöld segj- ast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvóta- kerfi í heimi“. Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfis- ins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Að byggja upp þorskstofninn „Hvar verður þú að vinna í sumar?“ heyr- ist óma á göng- um skólanna á vorin. Laun eru mikið rædd og krónutöl- ur bornar saman. Það er auðvit- að mismunandi hvernig ráðstafa á sumarhýrunni. Sumir ætla að nota hana í sólarlandaferð en aðrir til framfærslu næsta vetr- ar, en það á við um alla launa- menn – óháð aldri. Eðli málsins samkvæmt þá varir sumarvinna skólafólks oft- ast í tæpa þrjá mánuði eða frá júní fram í ágúst. Reglur margra stéttarfélaga gera hins vegar ekki ráð fyrir að þau hafi ein- hvern rétt til að nýta samnings- bundna sjóði sem greitt er í fyrir þau. Sumarstarfsfólk getur t.d. ekki sótt um úr starfsmenntasjóð- um fyrir skólagjöldum eða bóka- kaupum. Þau hafa ekki rétt á að sækja í sjúkrasjóði til dæmis fyrir gleraugnakaupum eða sótt í orlofssjóði um sumarbústaði eða orlofsávísanir. Eini möguleikinn á að þau fái rétt er að þau hafi unnið í 6-12 mánuði samfleytt áður en sótt er í sjóðina. Stéttarfélögin virðast bara taka við peningunum sumarstarfs- manna en tryggja þeim lítinn rétt! Það er því engin furða þótt þau spyrji þegar þau fá launaseð- ilinn – „af hverju er svona mikið tekið af mér?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og skólafélagsráðgjafi. Hvert fara iðgjöldin? Sumarstarfsfólk getur t.d. ekki sótt um úr starfsmenntasjóðum fyrir skólagjöldum eða bóka- kaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.