Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 63

Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 63
Nýjasta mynd sænska leikstjór- ans Lasses Hallström byggir á ævi bandaríska rithöfundarins Cliffords Irving sem vann sér það helst til frægðar að rita ævisögu milljarða- mæringsins og sérvitringsins How- ards Hughes í óþökk viðfangsins. Sagan sjálf er virkilega spenn- andi og skemmtileg. Framadraum- ar Irvings verða að engu þegar eng- inn vill líta við skáldverkum hans en fyrir óttalega tilviljun hnýtur hann um þá hugmynd að skrifa ævisögu manns sem ekki hefur komið fram opinberlega í áratugi. Biturleiki hans og frægðarfýsn drífur hann áfram í blekkingarleiknum meðan hann skáldar ævisögu Hughes og hefur útgefendur sína að fíflum. Hann nær jafnframt að draga konu sína (Harden) og besta vin (Molina) inn í hasarinn. Grín og galsafullur háski snýst fljótt upp í örvæntingu og geðveiki þegar seðlabúntin hrannast upp og blóðhundar Hughes komast á spor- ið. Inn í þetta blandast síðan lagleg- ur slatti af pólitík þar sem skúrkur- inn Nixon kemur við sögu enda er ýjað að spilltum tengslum hans við Hughes. Peðið Irving spilar sig stórt og fallið er hátt. Hallström gerir afbragðs spennu- mynd og karakterstúdíu úr þessum efniviði sínum. Myndin er lúmskt fyndin og afar vel leikin, ég tek ofan hattinn og ét hann fyrir Richard Gere sem hér sýnir loks- ins af hverju hann er titlaður leik- ari. Alfred Molina á stórleik í hlut- verki taugastrekkta rannsakandans Susskind sem Irving tælir til þátt- töku í skrípaleiknum. Hann er kind- arlegur maður sem varpar enn skýr- ara ljósi á veilu Irvings sem er hætt- ur að greina milli skáldskaparins og veruleikans, milli sín og Hughes. Afbragðsleikarar fara einnig með smærri rullur í myndinni, til dæmis Stanley Tucci og Julie Delphy. Útlit myndarinnar er í alla staði frábært, svalar sviðsetningar, tíma- vísanir og músíkin eftirminnileg. Hreint lygilegt Kanadíska rafdúóið Chromeo, bandaríska hljómsveitin Annu- als, Bonde de Role frá Brasilíu og færeyska sveitin Boys in a Band hafa bæst í hóp þeirra hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíð- inni Iceland Airwaves sem verður haldin 17. til 21. október. Fyrsta plata Chromeo, She´s in Control, hefur vakið mikla athygli. Leikur sveitin dansvænt popp í anda Hot Chip. Rokksveitin Annu- als sló í gegn á South By South- west-hátíðinni í Texas ásamt dans- pönksveitinni Bonde do Role. Þegar hafa um fimmtíu atriði verið staðfest á Iceland Airwaves. Umsóknarfrestur íslenskra lista- manna og hljómsveita til að spila á hátíðinni rennur út 15. júlí. Hægt er að ná í eyðublað á www.ice- landairwaves.com. Einnig er hægt að sækja um í gegnum Sonicbids á síðunni www.sonicbids.com/ice- landairwaves. Fleiri bætast við Tískuhönnuðurinn Gianfranco Ferre lést á San Raffaelle spítala í Mílanó að kvöldi sunnudags eftir að hafa fengið alvarlegt heilablóð- fall. Ferre, sem var aðeins 62 ára gamall, er einn þekktasti fata- hönnuður Ítalíu og hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína. Hann var stundum kallaður „arkitekt tískunnar“ enda var hann menntaður sem slíkur og snið sumra flíka hans minntu helst á flókna skúlptúra. „Hann var mjög heiðarleg per- sóna. Myndin sem kemur upp í hugann er virðingarfullur maður sem var rólyndur og ábyrgðarfull- ur,“ sagði Giorgio Armani þegar hann heyrði af dauða Ferre. „Ég fylgdist alltaf með því sem hann gerði og dáðist að gáfum hans og listhneigð sem einkenndi hönnun hans í gegnum árin. Hann var herramaður annars tíma og frá- bær hátískuhönnuður.“ Gianfranco Ferre á að baki glæstan feril. Hann opnaði sitt eigið tískuhús árið 1974, aðeins þrítugur og var yfirhönnuður Christian Dior árin 1989-1997. Gianfranco heitinn hefur þó ekki ennþá sýnt sína síðustu tískusýn- ingu enda verður herralína hans fyrir sumarið 2008 sýnd í Mílanó næsta sunnudag. Arkitekt tískunnar látinn Tónlistarkonan Lay Low mun semja tónlistina fyrir leikritið Ökutímar sem verður sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar í október. Hún mun einnig flytja tónlistina á sýningunni. Ökutímar, eða How I Learned to Drive, er bandarískt verð- launaverk sem hefur farið sigur- för um heiminn en hefur aldrei verið sýnt hérlendis. Vann það til Pulitzer-verðlaunanna á sínum tíma. Lay Low er ekki eina þekkta nafnið sem er að semja tónlist fyrir Leikfélag Akureyrar því Jón Ólafsson er einnig að því fyrir Óvitana sem verður frum- sýnt í september. Semur fyrir Ökutíma Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.