Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 63
Nýjasta mynd sænska leikstjór- ans Lasses Hallström byggir á ævi bandaríska rithöfundarins Cliffords Irving sem vann sér það helst til frægðar að rita ævisögu milljarða- mæringsins og sérvitringsins How- ards Hughes í óþökk viðfangsins. Sagan sjálf er virkilega spenn- andi og skemmtileg. Framadraum- ar Irvings verða að engu þegar eng- inn vill líta við skáldverkum hans en fyrir óttalega tilviljun hnýtur hann um þá hugmynd að skrifa ævisögu manns sem ekki hefur komið fram opinberlega í áratugi. Biturleiki hans og frægðarfýsn drífur hann áfram í blekkingarleiknum meðan hann skáldar ævisögu Hughes og hefur útgefendur sína að fíflum. Hann nær jafnframt að draga konu sína (Harden) og besta vin (Molina) inn í hasarinn. Grín og galsafullur háski snýst fljótt upp í örvæntingu og geðveiki þegar seðlabúntin hrannast upp og blóðhundar Hughes komast á spor- ið. Inn í þetta blandast síðan lagleg- ur slatti af pólitík þar sem skúrkur- inn Nixon kemur við sögu enda er ýjað að spilltum tengslum hans við Hughes. Peðið Irving spilar sig stórt og fallið er hátt. Hallström gerir afbragðs spennu- mynd og karakterstúdíu úr þessum efniviði sínum. Myndin er lúmskt fyndin og afar vel leikin, ég tek ofan hattinn og ét hann fyrir Richard Gere sem hér sýnir loks- ins af hverju hann er titlaður leik- ari. Alfred Molina á stórleik í hlut- verki taugastrekkta rannsakandans Susskind sem Irving tælir til þátt- töku í skrípaleiknum. Hann er kind- arlegur maður sem varpar enn skýr- ara ljósi á veilu Irvings sem er hætt- ur að greina milli skáldskaparins og veruleikans, milli sín og Hughes. Afbragðsleikarar fara einnig með smærri rullur í myndinni, til dæmis Stanley Tucci og Julie Delphy. Útlit myndarinnar er í alla staði frábært, svalar sviðsetningar, tíma- vísanir og músíkin eftirminnileg. Hreint lygilegt Kanadíska rafdúóið Chromeo, bandaríska hljómsveitin Annu- als, Bonde de Role frá Brasilíu og færeyska sveitin Boys in a Band hafa bæst í hóp þeirra hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíð- inni Iceland Airwaves sem verður haldin 17. til 21. október. Fyrsta plata Chromeo, She´s in Control, hefur vakið mikla athygli. Leikur sveitin dansvænt popp í anda Hot Chip. Rokksveitin Annu- als sló í gegn á South By South- west-hátíðinni í Texas ásamt dans- pönksveitinni Bonde do Role. Þegar hafa um fimmtíu atriði verið staðfest á Iceland Airwaves. Umsóknarfrestur íslenskra lista- manna og hljómsveita til að spila á hátíðinni rennur út 15. júlí. Hægt er að ná í eyðublað á www.ice- landairwaves.com. Einnig er hægt að sækja um í gegnum Sonicbids á síðunni www.sonicbids.com/ice- landairwaves. Fleiri bætast við Tískuhönnuðurinn Gianfranco Ferre lést á San Raffaelle spítala í Mílanó að kvöldi sunnudags eftir að hafa fengið alvarlegt heilablóð- fall. Ferre, sem var aðeins 62 ára gamall, er einn þekktasti fata- hönnuður Ítalíu og hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína. Hann var stundum kallaður „arkitekt tískunnar“ enda var hann menntaður sem slíkur og snið sumra flíka hans minntu helst á flókna skúlptúra. „Hann var mjög heiðarleg per- sóna. Myndin sem kemur upp í hugann er virðingarfullur maður sem var rólyndur og ábyrgðarfull- ur,“ sagði Giorgio Armani þegar hann heyrði af dauða Ferre. „Ég fylgdist alltaf með því sem hann gerði og dáðist að gáfum hans og listhneigð sem einkenndi hönnun hans í gegnum árin. Hann var herramaður annars tíma og frá- bær hátískuhönnuður.“ Gianfranco Ferre á að baki glæstan feril. Hann opnaði sitt eigið tískuhús árið 1974, aðeins þrítugur og var yfirhönnuður Christian Dior árin 1989-1997. Gianfranco heitinn hefur þó ekki ennþá sýnt sína síðustu tískusýn- ingu enda verður herralína hans fyrir sumarið 2008 sýnd í Mílanó næsta sunnudag. Arkitekt tískunnar látinn Tónlistarkonan Lay Low mun semja tónlistina fyrir leikritið Ökutímar sem verður sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar í október. Hún mun einnig flytja tónlistina á sýningunni. Ökutímar, eða How I Learned to Drive, er bandarískt verð- launaverk sem hefur farið sigur- för um heiminn en hefur aldrei verið sýnt hérlendis. Vann það til Pulitzer-verðlaunanna á sínum tíma. Lay Low er ekki eina þekkta nafnið sem er að semja tónlist fyrir Leikfélag Akureyrar því Jón Ólafsson er einnig að því fyrir Óvitana sem verður frum- sýnt í september. Semur fyrir Ökutíma Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.