Fréttablaðið - 22.06.2007, Síða 43

Fréttablaðið - 22.06.2007, Síða 43
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2007 7suðurland fréttablaðið Á laugardaginn verður hald- ið fremur sérstakt mót á vegum Knattspyrnufélags Árborgar. Keppt verður í mýrarbolta, sem minnir oft frekar á leðjuslag en knatt- spyrnu. Mýrarbolti er uppruninn í Finnlandi en síðustu ár hafa verið haldin árleg mót á Ísa- firði. Þetta verður í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið á Suðurlandi. Keppt er í sex manna liðum og eru glæsileg verð- laun veitt. Bestu karla- og kvennaliðin fá verðlaun en einnig verða bestu búning- arnir og drullugasti leik- maðurinn verðlaunaðir sér- staklega. Mótið mun fara fram á Selfossi á laugardag. Mýrarbolta- mót á Selfossi Mýrarbolti minnir oft frekar á leðjuslag en fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eyjamönnum fer fjölgandi samkvæmt nýjum tölum. Þeir eru nú 4094 talsins og eru það fimmtán fleiri en bjuggu í Vestmannaeyjum í fyrra. Frá öðrum desember 2006 hafa 96 manns flutt til Eyja en 94 fluttu í burtu. Á þessu tímabili hafa 15 manns látist en 26 börn hafa fæðst. Eyjamenn hafa á undan- förnum árum reynt að vinna gegn fólksfækkun á svæð- inu og eru þetta því góðar fréttir fyrir bæinn. Fjölgun í Vest- mannaeyjum Íbúum Vestmannaeyja fer fjölg- andi samkvæmt nýjum tölum. Jónsmessuhátíð er á Eyrarbakka á laugardaginn, níunda árið í röð. Er það til siðs að hittast á Jóns- messunni og gera sér dagamun og leita töfragrasa og náttúru- steina. Dagskráin hefst klukkan níu að morgni og stendur fram á kvöld. Í boði er fróðleiksferð um vesturhluta Eyra, listasýning El- vars Guðna listamanns á Stokks- eyri, leikir fyrir börnin, sýnd- ur verður þjóðdans og endað á Jónsmessubrennu. Dagskráin er þétt yfir daginn og nokkuð víst að mikið líf verður á Eyrarbakka. Ætla jafnvel nokkrir Eyrbekking- ar að opna híbýli sín upp á gátt og taka á móti gestum og gangandi í spjall og spekúleringar um lífið og tilveruna. Þeir sem opna gáttir eru meðal annars Kristín Vilhjálmsdótt- ir á Túngötu 45. Hjá henni verð- ur Nína frænka hennar í heim- sókn með gítarinn. Elsa, Pjetur og fjölskyldan í Sólvangi sýna hesta og gítarinn verður tekinn fram. Nöfn þeirra sem munu hafa opið hús ásamt upplýsingum um dag- skrá má lesa á vefsíðunni www. eyrarbakki.is Jónsmessunótt á Eyrarbakka Jónsmessan verður haldin hátíðleg á Eyrarbakka á laugardaginn. Aldrei er að vita nema menn velti sér naktir upp úr dögginni næsta morgunn. N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA · SÍMI 440 1200 REYKJAVÍK · AKUREYRI · HAFNARFIRÐI · KEFLAVÍK · SELFOSSI · HORNAFIRÐI · EGILSSTÖÐUM VIRKA DAGA KL. 8–18 LAUGARDAGA KL. 10–14 OPIÐ BÍLDSHÖFÐA Ti lb o ð ið g ild ir ti l 1 . j úl í e ð a á m eð an b irg ð ir e nd as t. 20% AFSLÁTTUR AF FERÐABOXUM 22.300,- TILBOÐ R BX, 310 lítrar 820 691231 27.900,- 39.900,- TILBOÐ Triton, 380 lítrar 820 731816 49.900,- 43.100,- TILBOÐ Triton, 430 lítrar 820 731846 53.900,- ... og allur ferðabúnaður kemst á toppinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.