Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 22
hagur heimilanna
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur
„Það getur verið erfitt að eiga við
þessi mál enda er fólk oft feimið
að spyrja hvað kosti að láta jarða
ástvini sína. Ég þekki hins vegar
fá dæmi um að fólk eyði um efni
fram þegar kemur að jarðarför-
um,“ segir Rúnar Geirmundsson,
útfararstjóri hjá Útfarar-
þjónustunni ehf. og formaður
Félags íslenskra útfararstjóra.
Rúnar segir að meðalkostnaður
vegna jarðarfarar sé um 350 þús-
und krónur en ekki sé óalgengt að
kostnaður fari upp í hálfa milljón
sé haldin erfidrykkja og meira
haft við í blómaskreytingum, tón-
list og öðru.
„Það er misjafnt hvernig fólk
vill hafa þetta og þar af leiðandi
er kostnaðurinn æði misjafn,“
segir Rúnar. Ódýrustu kisturnar
kosta í kringum 60 þúsund krónur
en hægt er að fá mun dýrari kist-
ur. Einnig er misjafnt hvað lista-
menn taka fyrir að syngja við
athöfnina.
„Við reynum að gefa okkar við-
skiptavinum góðar upplýsingar
um kostnað einstakra liða. Það er
hægt að sleppa sálmaskrá, kistu-
skreytingum og öðru og auðvitað
er hægt að sleppa athöfninni með
öllu. En þannig er bara ekki
íslenska þjóðarsálin,“ segir Rúnar
og bætir því við að kostnaður við
að jarða í kyrrþey sé litlu minni
en við hefðbundna jarðarför.
Fólk feimið við að
spyrja um kostnað
Umræða um kostnað við jarðarfarir oft feimnismál, segir formaður Félags
íslenskra útfararstjóra. Meðalkostnaður jarðarfarar er um 350 þúsund krónur.
Kostnaður við að jarða í kyrrþey er litlu minni en við hefðbundna jarðarför.
Heimskuleg kaup oft skemmtilegust
Borgartúni 29 • Opið virka daga 8-18 og lau. 11-14
Höfðabakka 3 • Opið virka daga 8-18
Föndur Við rýmumfyrir nýjum
vörum50%
afsláttur af vö
ldum
Panduro Hobb
y föndurvörum
í Borgartúni og
Höfðabakka