Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2007, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 12.07.2007, Qupperneq 29
Hátískusýningum (Haute couture) fyrir haust og vetur 2007-8 lauk í París í síðustu viku. Tískusýningunum fylgdu að vanda ýmiss konar veislur og viðburðir svo sem Dom Pérignon- kvöldið þar sem kampavíns- framleiðandinn kynnti nýja auglýsingaherferð þar sem Claudia Schiffer er mynduð af Karli Lagerfeld, sem tók reyndar þá áhættu eins og oft áður á miðju sumri að halda sýningu Chanel útivið í St. Cloud rétt fyrir utan París. En þar sem enn er hér ekkert sumar var úrhellisrigning sem skyggði á gleðina á meðan á sýningunni stóð þrátt fyrir að hún væri undir tjaldi því stólar VIP-gestanna voru blautir. Lagerfeld er samur við sig, hannar nútímalegar flíkur með útsaumi og slaufum en næstum enga síðkjóla, eins og hann segir sjálfur, „nútímalegt og nothæft með vísun í fortíð“. Eins og síðasta vetur heldur hann í leðurstígvélin sem ná upp á mið læri. Christian Lacroix fagnaði tuttugu ára afmæli tískuhúss síns þó hann sé ekki eigandi þess. Tískuhúsið var í eigu LVMH (Louis Vuitton, Dior og fl.), stærstu lúxussamsteypu í heimi, en skilaði ekki nógu miklum hagnaði og var selt og er nú í eigu tveggja bandarískra viðskiptamanna. Hönnuðurinn er þó í fullu fjöri, á milli sýninga hannar hann nýjan búning Air France og innréttingar nýju TGV-hraðlestarinnar sem teng- ir París við Strassborg og Lúx- emborg. Í tuttugu ár hafa kven- myndir Lacroix lífgað upp á sýningarpalla Parísar. Kven- myndir frá Arles, sígaunar líkt og Carmen, undir áhrifum nautabana og útsaums, suðræn- ar madonnur í svörtu taffta og sterkum litum. 60 ára afmæli tískuhúss Christians Dior var fagnað um leið og tíu ára hönnunarafmæli Johns Galliano. Hann er verðugur arftaki meistara New-look og hefur fjórfaldað veltu tískuhússins. Nokkrar „eftirlauna- fyrirsætur“ sýndu af þessu tilefni, þær Linda Evangelista, Naomi Campbell og Helena Christensen enda ekki á hverjum degi sem býðst að taka þátt í tískusýningu í Versalahöll og sýna kjóla samboðna Marie Antoinette. Nicole Kidman, Charlize Theron, Sofia Coppola, Monica Belucci og Juliette Binoche voru meðal 2.500 boðsgesta. Af þessu tilefni hannaði Galliano 45 Haute couture-kjóla sem allir voru í anda einhvers af meisturum myndlistarinnar eins og Rubens, Rafaels, og Goyas, hver öðrum stórfenglegri. En raddir herma að í sýninguna hafi vantað líf og orku, engin nýsköpun í gangi og hún marki jafnvel upphafið að endalokum Galliano. Tíminn einn getur svarað því en sýning Diors var ólík sýningu Lacroix en hann horfði til framtíðar. Á eftir hélt afmælishátíðin áfram með flamenco-kvöldi en Galliano á rætur sínar að rekja til Spánar. EKTA GÚMMÍ-SKÓR BORGARNESI S: 437 1240 VARIST EFTIRLÍKINGAR Age Defying Deep Cleansing Gentle Exfoliating Herbal Cleansing ANDLITSKLÚTAR Andlitshreinsiklútar sem innihalda blöndu af lækningajurtum og vítamínum til þess að hreinsa, fjarlægja farða og vernda húðina. B5 próvítamín verndar og gefur húðinni raka, kamillukjarni róar hana. Húðin verður fersk og heilbrigð útlits. Ofnæmisprófaðir. Andlitshreinsiklútar sem innihalda sérstaka blöndu af andoxunarefnum til þess að hægja á öldrun húðarinnar:Coensím Q10, beta glucan, vínberjakjarnaolía, kjarni úr grænu te og E vítamín. Sæt möndluolía og B5 próvítamín gefa húðinni raka og vernda hana. Klútarnir eru mildir en áhrifaríkir og henta sérstaklega til hreinsunar á augnfarða. Mildir en áhrifaríkir andlitsdjúphreinsiklútar sem fjarlægja andlitsfarða og eru góðir fyrir húðina. Náttúrulegir ávaxtakjarnar (AHA) djúphreinsa húðina, B5 próvítamín vernda hana og næra og Kamillukjarni róar húðina. Klútarnir innihalda enga olíu og stífla þar af leiðandi ekki svitaholurnar. Ofnæmisprófaðir. Frískandi skrúbbandlitshreinsiklútar. Klútarnir fjarlægja dauðar húðfrumur og hreinsa húðina án þess að þurrka hana. Kjarni úr greipávöxtum frískar upp á húðina og kjarni úr sítrónugrasi tónar og örvar húðina. Klútarnir innihalda einnig B5 próvítamín og kamillukjarna sem gefa húðinni raka og róa hana. Húðsjúkdómafræðilega prófaðar. STÓRÚTSALA NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR Laugavegi 63 • S: 551 4422
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.