Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 31
Verslunin Mirale hefur verið
opnuð á nýjum stað, að Síðu-
múla 33.
„Það var ekki annað hægt en að
flytja verslunina í nýtt húsnæði,
enda höfðum við fyrir löngu
sprengt það gamla utan af okkur,“
segir Jón Halldór Bergsson sem,
ásamt konu sinni Sigurbjörgu Erlu
Ólafsdóttur, á og rekur Mirale.
Verslunin var nýlega flutt af
Grensásvegi 8, þar sem hún hafði
verið í þrjú ár, og yfir í Síðumúla
33.
Nýja húsnæðið er 800 fermetrar
eða 570 fermetrum stærra en það
gamla og í hráum stíl, sem eigend-
urnir ákváðu að láta halda sér til
að draga ekki athyglina frá hús-
gögnum og öðrum munum. En
samfara flutningunum hefur fjöldi
nýrra merkja verið tekin inn í
verslunina og vöruúrval aukið.
„Við höfum bætt við okkur
merkjum eins og danska framleið-
andanum Stelton og spennandi
vörum á góðu verði frá hinu ítalska
Kartell,“ segir Jón Halldór. „Kartell
framleiðir stóla, borð og fleira, úr
harðplasti í öllum regnbogans
litum og eru vörur fyrirtækisins
notaðar á hótelum og veitingahúsa-
keðjum um allan heim.“
Stelton og Kartell hafa þar með
bæst í ört stækkandi hóp heims-
þekktra vörumerkja í Mirale, þar
á meðal Alessi, LSA og Cassina.
Þarna mætast því meistarar og
nýir hönnuðir á einum stað.
Meistarar og nýir hönnuðir
Bæjarlind 6, Kóp. • s. 534 7470 • www.feim.is
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15
Brúðargjafi r
og Brúðarlistar
Feim-Lene Bjerre
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Garðtraktorar
Nú er tækifæri að
eignast Sentinel
garðtraktor á
betra verði!
Úrval garðtraktora með
eða án grassafnara,
stærðir 12,5 - 18 hö.
Opnunartilboðin verða auglýst nánar um helgina.
... verðum með frábær opnunartilboð
Nú er loksins
að koma að því ...