Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 35
Sjá einnig frekari upplýsingar á heimasíðu skólans:
Undanfarin ár hefur Háskólinn á Bifröst, í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni, boðið upp á rekstrarnám fyrir konur sem
hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína. Stefnt er að því að halda Mátt kvenna I í fimmta sinn vorið 2008. Auk þess verður nú í haust
boðið upp á Mátt kvenna II, framhaldsnámskeið fyrir konur sem hafa lokið Mætti kvenna I. Námið fer fram í fjarnámi en það hefst og lýkur
með sameiginlegri vinnuhelgi á Bifröst.
Máttur kvenna I
• Bókhald I
• Upplýsingatækni
• Markaðs- og sölumál
• Fjármál
• Áætlanagerð
Máttur kvenna II
• Bókhald II
• Enska
• Skattar
• Rekstrarhagfræði
• Samningatækni
• Starfsmannastjórnun
Stjórnenda- og leiðtogaskóli í hartnær 100 ár
Skráning og nánari upplýsingar hjá verkefnastjóra símenntunar Huldu Ingibjörgu Rafnarsdóttur,
í síma 433 3000 eða hulda@bifrost.is
Máttur kvenna
Háskólinn á Bifröst býður upp á 11 vikna rekstrarnám fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta
þekkingu sína í atvinnurekstri
Verð
Máttur kvenna I: 60.000 kr.
Máttur kvenna II: 85.000 kr.
Innifalið í verðinu er kennsla í fjarnámi, 2 vinnuhelgar með kennurum, gisting og matur á vinnuhelgum.
Dagsetningar
Máttur kvenna I: 18. janúar - 5. apríl 2008
Máttur kvenna II: 31. ágúst 2007 - 24. nóvember 2007
Markmið námsins
Markmið námsins er að gera konur í atvinnurekstri hæfari til að reka fyrirtæki sín, auka arðsemi fyrirtækjanna og efla störf á landsbyggðinni. Auk þess aðundirbúa nemendur fyrir
almennan rekstur smærri fyrirtækja, er lögð áhersla á að viðhalda og efla tengslanet kvenna.