Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2007, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 12.07.2007, Qupperneq 57
[Hlutabréf] Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mánudaga–föstudaga 8–18, laugardaga 10–16 og sunnudaga 12–16 Verðbólga er yfir spám greiningardeilda bankanna sam- kvæmt mælingu Hagstofunnar í júlí. 12 mánaða verðbólga er þó komin niður fyrir 4,0 prósenta efri þolmörk Seðlabankans og stendur nú í 3,8 prósentum. Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í ágúst 2005. Spár greiningardeilda hlupu á bilinu 0,1 prósents lækkun og yfir í 0,1 prósents hækkun á vísitölunni milli mánaða, en hún reyndist svo 0,22 prósent. „Húsnæðisverð er áfram mikill áhrifavaldur í verðlagsmælingum og dregur vagninn í nýjustu hækkunum á vísitölu neysluverðs eins og svo oft áður undanfarin misseri,“ segir Gunnar Árnason sérfræðingur efnahagsmála hjá Byri sparisjóði. Hann telur þó ekki það eitt áhyggjuefni að umsvif á fasteignamarkaði virðast vera að aukast lítillega á nýjan leik eftir sýnilegan samdrátt á síðari hluta síðasta árs og byrjun þessa. „Spár um áframhaldandi hratt minnkandi hagvöxt á yfirstandandi ári og því næsta eru líklegar til að ganga eftir eins og mál standa. Í ljósi þess er sérstakt að Seðlabanki Íslands kjósi að halda stýrivöxtum sínum svo háum og lýsi yfir óbreyttum vöxtum fram á næsta ár,“ segir hann og bendir á að tólf mánaða verðbólga sé nú undir þolmörkum bankans og telur ekki líkur á miklum viðsnúningi á þeirri þróun á næstunni, enda megi reikna með að styrking á gengi krónunnar komi fram í lægra innflutningsverði á vörum og þjónustu. Greiningardeild Landsbanka Íslands rekur meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir til töluverðra hækkana á heilsugæslu, tóm- stundum og menningu og matvöru, auk kostnaðar vegna eigin húsnæðis. „Sumarútsölur eru víðast hvar komnar á fullt skrið en þær valda um 0,4 prósenta lækkun á vísitölunni í júlí. Hefðu útsölur ekki valdi fyrrnefndri lækkun á vísitölu neysluverðs hefði verðlag hækkað um hátt í 0,7 prósent í mánuðinum,“ segir í greiningu bankans og bent á að útsöluáhrif séu tímabundin og megið því búast við að verð hækki aftur í sama horf. „Það er því enn mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu.“ Greiningardeild Kaupþings hefur eftir Hagstofunni að fasteignaverð á landinu öllu hafi hækkað að meðaltali um 1,6 prósent milli mánaða síðustu þrjá mánuði. „Mikil þensla er á fasteignamarkaði um þessar mundir, umsvif hafa aukist töluvert á síðustu mánuðum en fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í júní síðastliðnum hefur ekki mælst hærri frá því í lok árs 2004,“ segir greiningardeildin, en gerir þó ráð fyrir hægari umsvifum á fasteignamarkaði þegar líða tekur á árið. Er það sagt munu gerast samhliða hækkandi vöxtum íbúalána og erfiðara aðgengi að lánsfé. Fasteignirnar draga vagninn Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 3,8 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hinn færeyski Eik banki var í gærmorgun frumskráður í kaup- hallirnar á Íslandi og í Danmörku. Skráningin fór fram í Þórshöfn við hátíðlega athöfn. Viðskipti í Eik banka fóru nokk- uð fjörlega af stað. Útboðsgengi bréfa í félaginu var 575 danskar krónur, en við lok markaðar stóðu bréfin í 735 dönskum krónum. Veltan nam alls réttum 120 millj- ónum íslenskra króna í 118 við- skiptum. Eik banki er annar færeyski bankinn sem skráður er í Kaup- höll Íslands á árinu, en Föroya Bank var skráður á markað að loknu almennu hlutafjárútboði fyrir rúmum tveimur vikum. Alls eru nú þrjú færeysk félög í kaup- höllinni, en olíuleitarfélagið Atl- antic Petroleum reið á vaðið í fyrrasumar. Marner Jacobsen, forstjóri Eik banka, hefur sagt söguleg tengsl þjóðanna tveggja auk mikilvægis þess að bankinn sé sýnilegur fjöl- mörgum íslenskum hluthöfum, hafa ráðið mestu um að ákveðið var að skrá Eik í Reykjavík. Eik skráð á markað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.