Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 60

Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 60
Nýlega náði ég þeim merka áfanga að verða þrítugur. Fyrir utan að vera statt og stöðugt minntur á að vera kominn á fertugsaldurinn átti ég alveg frábæran afmælisdag og get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir neinni meiriháttar breytingu þann daginn eða dagana þar á eftir. Tilhugsunin um þetta óbreytta ástand var mér í fyrstu uppspretta ómældrar gleði. Ég sveif um á bleiku skýi og horfði á heiminn með sömu augum og hvítvoðungur, sem er að uppgötva allt í fyrsta sinn. „Vá hvað lífið er dásamlegt með öllum sínum fögru fyrirheitum,“ hugsaði ég þar sem ég fylgdist með flugum í trylltum mökunardansi. Smám saman fór ég þó að efast um að ástandið væri eins sniðugt og mér þótti í fyrstu. Hefði ekki verið eðlilegra að fara úr hárum eða finna fyrir vaxtarverkjum? Þótt ekki nema væri fyrir smá seiðingi í tánni, á meðan afmælið gekk yfir. Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að fyrst allsherjar líkamsbreytinga hefði ekki orðið vart hlyti hreinlega að vera um einhverja skelfilega stöðnun að ræða. Þegar þessi hugleiðing náði hámarki var ég staddur heima og hentist því í dauðans ofboði í næsta albúm, til að sjá hvort þar leyndist ekki Dorian Gray-kennd mynd af mér. Mér til sárra vonbrigða var enga slíka að finna, heldur aragrúi mynda frá ýmsum tímabilum þar sem ég virtist ósköp svipaður útlits. Þar sem ég stóð með albúmið, þess fullviss að ég þjáðist af ein- hverjum dularfullum sjúkdómi, rann það skyndilega upp fyrir mér að í höndunum héldi ég á ótvíræðu sönnunargagni um að aldurinn hefði færst yfir. Hver ætti annars albúm með myndum af sjálfum sér nema vera kominn á vissan aldur? Vísbendingarnar æptu skyndi- lega á mig úr öllum áttum: Koff- ínlausa sojalatteið, afalegu inni- skórnir, rafmagnsrúmið með inn- byggða nuddtækinu og ekki síst slendertone-magavöðvatækið. Ég lyppaðist niður í rúmið alsæll með að vera ekki haldinn dularfullum sjúkdómi og enn ánægðari með að vera orðinn pínku gamall. – ódýrari valkostur Vantar þig auka- pening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. H im in n o g h af / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.