Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 62
Sumartónleikar í Skálholti Kl. 12.00 Hádegistónleikar tónleikaraðarinnar Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgríms- kirkju. Skoski organistinn Douglas A. Brotchie leikur á Klais-orgelið í kirkjunni. Efnisskrá Douglasar spannar orgeltónlist þriggja alda en verkin eru eftir Dietrich Buxtehude, Olivier Messiaen og Jón Nordal. Douglas hefur undanfarin tvö ár verið organisti Háteigskirkju en hann hefur áður haldið tónleika víða um Evrópu, bæði sem ein- og meðleikari. ET Tumason er listamannsnafn blúsarans Elliða Tumasonar. Live At 8MM er hans fyrsta plata. Hún var tekin upp á tónleikum á barn- um 8MM í Berlín, en hann er í eigu sömu aðila og reka 8MM Records, lítið óháð plötufyrirtæki sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og gaf m.a. nýverið út safnplötuna The Curse, The Life, The Blood með Singa- pore Sling. Það eru tíu lög á Live At 8MM, átta frá tónleikunum sjálfum og tvö sem tekin voru upp í hljóð- prufu fyrr sama dag. Elliði spilar á kassagítar og syngur. Lögin eru flest frumsam- in, en að auki er þarna m.a. útgáfa Elliða af laginu Dust My Broom eftir Robert Johnson. Tónlistin er hreinræktaður blús sem Elliði leyfir að flæða með impróviser- ingum og sólóum. Blús eins og þessi er auðvitað ekki ný tónlist, en það sem gerir þessa plötu ferska og skemmtilega er einfald- leikinn og einlægnin sem skín í gegn. Elliði hefur greinilega sviðsþokka og þessi hálftími á barnum hefur komist ómengaður yfir á diskinn. ET Tumason er efnilegur nýliði. Þessi litla útgáfa er vonandi bara forsmekkurinn af því sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur á tónlistarsviðinu. Fínn forsmekkur. Blús Elliða Sýningin InfoPHR verður opnuð í sýningarrými Sambands íslenskra myndlistarmanna á Korpúlfsstöðum á morgun. Þar sýna níu listamenn frá Reykjavík, Hamborg og Prag afrakstur samstarfs síns síðastliðin þrjú ár. Verkefnið ber heitið „Alien Structure in Urban Landscape“ og hefur að viðfangsefni sínu borgar- menningu og aðkomu fólks að sam- félagi ólíkra borga, að því er segir í fréttatilkynningu. Listamennirnir níu hafa hist reglulega á því tíma- bili og unnið að verkum um borgir í samræðu hver við annan. Sýningar á vegum verkefnisins hafa áður verið settar upp í Skolska28 í Prag, vorið 2006, og í Westverk í Hamborg um haustið 2006. Sýningin á Korpúlfsstöðum er lokaáfangi verkefnisins, en hún samanstendur af verkum sem unnin hafa verið í Reykjavík, ásamt verk- um frá Prag og Hamborg. Þar ægir saman ljósmyndum, kvikmyndum, teikningum, málverkum og rýmis- verkum, sem öll miða að því að varpa ljósi á hið ókunna og sér- kennilega í menningu borgarinnar. Listamennirnir frá Prag eru þau Jan Bartos ljósmyndari, Marcela Steinbachova arkítekt og Jiry Thyn ljósmyndari. Frá Reykjavík koma myndlistarmennirnir Hlynur Helgason, Eygló Harðardóttir og Kristín Reynisdóttir. Þau Rupp- recht Matthies, myndlistarmaður, Corinna Koch, listamaður og Anna Guðjónsdóttir, myndlistarmaður, eru hins vegar fulltrúar Hamborg- ar. Sýningin verður opnuð kl. 19 á morgun. Hún verður opin frá 13-19 bæði laugardag og sunnudag. InfoPHR opnuð á Korpúlfsstöðum Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er nýafstaðin og kom langspil mjög við sögu á henni. Örn Magnússon lék á langspil á tvennum tónleikum á hátíðinni og hélt erindi á málþingi um hljóðfærið. Langspil var áberandi á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Auk íslenska langspilsins voru tónleikar með langspili frá Noregi og Bandaríkjunum og einnig var haldið málþing um langspil. Langspilið hefur notið aukinna vinsælda síðustu árin, sérstaklega í Bandaríkjunum og hafa margir frægir tónlistarmenn nýtt sér hljóm þess. Örn Magnússon píanóleikari er mikill áhugamaður um þetta hljóðfæri. Hann er í hljómsveitinni Spilmenn Ríkínís sem leikur þjóðlög á forn hljóðfæri. Hún hélt eftirminnilega tónleika í Siglufjarðarkirkju á þjóðlagahátíðinni. „Ég er enn að læra á þetta hljóðfæri, langspilið,“ segir Örn. „Í hvert sinn sem ég sest niður og leik á það finnst mér eitthvað vera að gerast og eitthvað vera að opnast. Ég er afskaplega heillaður af því. Það hefur með þennan hljóðláta hljóm að gera. Hann er afskaplega laus við að vaða yfir mann. Hann er yfirlætislaus. Maður hefur tilfinningu fyrir eldri tíma en jafnframt fegurð í dag, í það minnsta eins og ég skynja þetta. Ég er ekkert að reyna að vera langspilsleikari eins og þeir voru fyrir hundrað árum eða neitt slíkt. Ég nálgast þetta bara eins og músíkant sem nálgast hljóðfæri sem hann er heillaður af.“ Það sem er sérstakt við íslenska langspilið er að leikið er á boga. „Það er miklu auðveldara að nota staf til að slá á strengina eða nögl heldur en að munda bogann,“ segir Örn. Ástæðan fyrir því að boginn var notaður á Íslandi er sú að íslenska langspilið er einfaldara að gerð en mörg önnur langspil og því auðveldara að munda bogann á það. Langspilið er lágvært og hentar síður fyrir hefðbundna tónleikasali en stofutónleika. Það er líklega ástæðan fyrir að hljóðfærið lét undan síga um þarsíðustu aldamót. En væri þá ekki hentugt að gefa tónlist með langspili út, það myndi örugglega njóta sín vel í tónspilara? „Það stendur til. Mér finnst ég samt þurfa að kunna svolítið vel það sem ég er að gera áður en ég stíg á stokk eða gef eitthvað út. Það gerir kannski mín klassíska menntun. Það felst ábyrgð í því að vera tónlistarmaður hvað þá með hljóðfæri sem ekki hefur verið haldið mikið á lofti. Við í Spil- mönnum Ríkínís stefnum þó á að gefa eitthvað út.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.