Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 64

Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 64
Fimmta kvikmyndin um Harry Potter var frumsýnd í gærkvöldi. Þetta þýðir að einungis tvær myndir eru eftir um galdrastrákinn að þessu sinni þótt heims- byggðin eigi eflaust eftir að sjá eina eða tvær endur- gerðir eftir nokkra áratugi eða aldir enda hefur það sýnt sig að allt sem Harry Potter snertir verður að gulli. Ævintýrið um Harry Potter er eitt mesta æði sem heimurinn hefur alið af sér og kemst klárlega í hóp með Bítlunum og Elvis. Sérhvert mannsbarn þekkir til stráksins með gleraugun og jafnvel hefur Potter gerst svo frægur að bæk- urnar um hann hafa verið brennd- ar á báli af ofstækisfullum kristn- um mönnum. Rétt eins og gert var við rokkarana á árum áður. Öskubuskusaga J.K. Rowling er flestum að góðu kunn. Atvinnu- lausa þernan sem skrifaði sögu af galdrastrák á munnþurrkur. Nú lifir Rowling hins vegar í vellystingum, svo vægt sé til orða tekið, enda veltir Potter-fyrirbærið milljörðum á hverju ári. Sé eingöngu tekið mið af bókunum hafa sögurnar sex um Harry Potter selst í yfir 325 milljónum eintaka. Slíkt myndi samsvara því að hver einasti Bandaríkjamaður ætti eina bók og eru þá ólöglegir innflytjendur teknir með í þann reikning. Hvað næstu bók varðar hefur Harry Potter and the Deathly Hollows þegar slegið met í forsölu því yfir hálf milljón eintaka hefur verið fyrirfram pöntuð. Bækurnar hafa nú verið þýddar á yfir 63 tungumál og ekki sér fyrir endann á vinsældum galdrastráksins. Jafnvel má halda því fram að Harry Potter muni leiða af sér betri ensku í Frakklandi en þar gerðust þau undur og stórmerki fyrir tveimur árum að enska útgáfan af Harry Potter og Phoenix-reglunni komst á toppinn, fyrst enskra bóka. Slíkur er áhrifamáttur Harry Potter að á meðan J.K Rowling nýtur lífsins lystisemda eru eigendur Bloomsbury-útgáfunnar ekki alveg eins bjartsýnir á fram- haldið. Potter hefur haldið þeim á lífi og floti í ótryggum heimi bóka- útgáfunnar en eftir að Rowling lýsti því yfir að hún hygðist binda enda á ævintýri Potter hríðféllu hlutabréfin í Bloomsbury og leita forsvarsmenn fyrirtækisins nú logandi ljósi að arftaka Potter- maníunnar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa aðdáendur bókanna nú biðlað til J.K. Rowling um að hætta við að hætta. „Viltu vera svo væn að reisa Harry Potter upp frá dauðum? Það er ef hann deyr í bókinni,“ stendur á heima- síðu netbókaverslunarinnar Waterstone. En þótt bækurnar séu upphafið að þessu mikla æði – og þeir eru ófáir sem kjósa bara að lesa bæk- urnar og fúlsa við kvikmyndaút- gáfunum – þá eru það fyrst og fremst kvikmyndirnar fimm sem hafa gert Rowling ríkari en sjálfa Elísabetu drottningu. Af myndun- um hafa sprottið tölvuleikir á Playstation og PC og samkvæmt vefsíðunni Wikipedia hafa yfir fimm hundruð vörutegundir verið markaðssettar í tengslum við Potter-ævintýrið, þar á meðal Harry Potter-iPod. Eins og gefur að skilja hefur þetta gert Rowling að margmilljóner en áætlað er að Harry Potter-vörumerkið sé jafnvirði fjögurra milljarða Bandaríkjadala, eða 242 milljarða íslenskra króna. Harry Potter er því ekki bara einhver galdrastrákur heldur er hann jafnstór og kók eða McDonald‘s. Því miður fyrir þessi fyrirtæki gerist Potter í óráðnu landi þar sem engin gúffar slíku í sig og er Potter því einráður hvar sem hann ber niður. Kvikmyndaframleiðandinn JJ Abrams hefur haldið bandarísk- um stórmyndaaðdáendum í helj- argreipum eftir frumsýningu Transformers. Á undan myndinni hefur mátt sjá myndbrot úr kvik- mynd sem gekk í fyrstu undir vinnuheitinu Cloverfield án þess að það sé upplýst einhvern tímann á sýningarferlinum. Á imdb.com hefur verið greint frá því að myndin verði byggð upp á myndbrotum New York–búa sem verða fyrir árás einhvers konar skrímsla. Málið er allt hið dularfyllsta og Abrams hefur hingað til neitað að tjá sig um málið, en fengið fína auglýsingu enda sló Transformers rækilega í gegn um síðastliðna helgi. Og áhuginn hefur verið slíkur á þessu myndbroti, það þykir reyndar æði kræsilegt, að væntanlega verður þessarar ónefndu myndar beðið með mikilli óþreyju. Empire Online tók málið upp á sína arma og greindi frá því að framleiðandinn stórtæki hefði opnað tvær heimasíður, aðra undir heitinu ethanhaaswasright.com og hina undir ethanhaaswaswrong. com. Abrams hafði síðan samband við vefsíðuna og útskýrði þar að þessar heimasíður ættu ekkert skylt við myndina sem nú hafði fengið nafnið 1.18.08 en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Aðdáendur Abrams hefðu hins vegar ekki átt að láta þessa hegðun hans koma sér á óvart því framleiðandinn er eins og mörgum ætti að vera kunnugt skapari sjónvarpsþáttanna Lost eða Lífsháska þar sem ekkert er eins og það sýnist og söguþráðurinn flóknari en elsta sápuópera. Dularfullur Abrams Steven Spielberg og Electronic Arts munu að öllum líkindum kynna þrjá nýja tölvuleiki á E3- tölvuleikjahátíðinni sem fram fer nú um helgina. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu verkefni en aðdáendur Spielbergs bíða spenntir eftir því að sjá hvað gullkálfurinn hefur að geyma í farteski sínu. Samkvæmt BBC-fréttavefn- um gengur fyrsti leikurinn undir dulnefninu LMNO og er sagður vera samtíma-hasarleikur. Hefur honum verið líkt við samblöndu af ET og Hitchcock-myndinni North by Northwest. Seinni leikurinn er eitthvað í rólegri kantinum og ku vera púsluspilsleikur, eitthvað sem Spielberg hannaði með alla fjölskylduna í huga. Engar upplýsingar hafa borist um þriðja leikinn, sem á að vera lokatrompið í þessum þríleik Spielbergs á leikjamarkaðinum. Spielberg leikur sér Augu alheimsins munu beinast að bænum Springfield í Vermont 21. júlí næstkomandi en þá verður fyrsta Simpsons-kvikmynd í fullri lengd forsýnd. Þetta var ákveðið í atkvæðagreiðslu á netinu nýverið en alls komu þrettán bæir sem allir heita þessu nafni í Bandaríkjunum til greina. Hörð barátta stóð um fyrsta sætið en Springfield í Vermont bar sigur úr býtum eftir spennandi kapphlaup við nafna sína í Oregon og Massachusetts. Matt Groening, skapari gulu fjölskyldunnar, gaf heimabæ hennar þetta nafn því honum fannst það vera mjög algengt á landakortinu. Allir fjórtán bæirnir eða borgirnar sendu inn myndbönd í keppnina, sem var haldin á vegum USA Today. Í einni útgáfunni mátti sjá höfundinn Groening hlusta á vitnisburð íbúa um að þeirra Springfield væri fyrirmyndin, auk þess sem þingmaðurinn Ted Kennedy talaði máli Springfield í Massachusetts. Það þótti nokkuð kyndugt enda hefur Kennedy ósjaldan orðið fyrir barðinu á hispurslausum húmor þáttanna. Íbúarnir í Springfield í Vermont voru himinlifandi yfir úrslitunum enda ekki á hverjum degi sem svona lítill bær kemst í heimspressuna. Þar búa rétt liðlega níu þúsund manns og lét bæjarstjórnarfulltrúinn Patricia Chaffe hafa eftir sér að þetta væri einn stærsti sigur bæjarfélagsins. „Við öttum kappi, líkt og Davíð gegn Golíat, og það gerir sigurinn enn sætari.“ Springfield er í Vermont Hryllingsmyndir eru allar jafn slæmar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.