Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 72

Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 72
Drukknaði ekki í djúpu lauginni Valsmenn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum VISA-bik- ars karla með því að vinna nágranna sína og erkifjendur í KR í vítakeppni á KR-vellinum í fyrra- kvöld. Valsmenn þurftu reyndar aðeins þrjár umferðir til að gera út um vítakeppnina því á meðan Valsmenn nýttu allar sínar spyrnur tókst KR-ingum ekki að nýta eina einustu. Valsmenn hafa nú unnið sex vítakeppnir í röð, eða allar sem þeir hafa lent í undanfarna tvo áratugi. Flestar þeirra voru á bikarmeistaraárunum 1990 og 1991 en liðið vann þá tvær vítakeppnir hvort árið þar sem Bjarni Sigurðsson varði alls fimm spyrnur. Vítakeppnin á þriðjudagskvöldið var fyrsta vítakeppnin sem Valsmenn lenda í síðan árið 1991. Valsmenn hafa nýtt 24 af 28 vítaspyrnum sínum í þessum sex vítakeppnum (86%) en mótherjar þeirra hafa aftur á móti klikkað á 13 af 28 vítaspyrnum (46%) sem þeir hafa tekið. Valsmenn töpuðu síðast víta- spyrnukeppni fyrir KA í sextán liða úrslitum árið 1984. Valsmenn klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í leiknum, Þorvaldur Jónsson varði frá þeim Þorgrími Þráinssyni og Guðmundi Þorbjörnssyni. KR-ingar hafa aðeins tvisvar sinnum tapað vítakeppni í bikarn- um og í bæði skiptin gegn Val. Fyrra skiptið var í sjálfum bikar- úrslitaleiknum árið 1990 sem hafði verið leikinn að nýju eftir 1-1 jafn- tefli í fyrri leiknum. KR hefur unnið hinar fimm vítakeppnirnar sem liðið hefur lent í þar á meðal eina í bikarkeppnum tveggja síð- ustu sumra. Valsmenn urðu aðeins annað liðið í sögu bikarkeppninnar til að vinna vítakeppni á núllinu en sum- arið 2004 vann KA ÍBV 3-0 í víta- keppni í átta liða úrslitum. Valsmenn hafa unnið sex vítakeppnir í röð Haukar urðu á þriðju- dagskvöldið fyrsta C-deildarliðið sem slær úrvalsdeildarlið út úr 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Haukar unnu Framara í víta- keppni eftir að liðin höfðu gert 2- 2 jafntefli. Haukar urðu þar með sjöunda C-deildarliðið sem kemst svo langt í bikarnum og það fyrsta í átta ár, síðan Sindramenn komust í 8 liða úrslitin 1999. Öll hin sex C-deildarliðin höfðu hins vegar lagt að velli lið í sömu deild eða í deildinni fyrir ofan til þess að komast í gegnum 16 liða úrslitin. Sögulegt hjá Haukum Amir Mehica, mark- vörður Hauka, varð á þriðjudags- kvöldið þriðji markvörðurinn í sögu aðalkeppni bikarsins sem nær að verja þrjár vítaspyrnur í einni og sömu vítakeppninni. Amir varði víti frá Frömurunum Grími Birni Grímssyni, Óðni Árnasyni og Daða Guðmundssyni. og tryggði 2. deildarliðunum sæti í átta liða úrslitunum. Hinir tveir markverðirnir sem hafa náð að verja þrjú víti eru Keflvíkingurinn Þorsteinn Bjarnason í 16 liða úrslitum gegn Selfossi 1988 og KA-maðurinn Sandor Matus í átta liða úrslitun- um gegn ÍBV 2004. Sá þriðji sem ver þrjú víti „Ég var að taka á móti boltanum og reyndi að skýla boltanum fyrir andstæðingnum. Síðan kom hann á ferðinni og fór beint í löppina sem ég stóð í. Sársaukinn var mikill og ég fann það strax að eitthvað hefði slitn- að eða brotnað,“ sagði Hafþór Ægir í samtali við Fréttablaðið í gær þar sem hann lá uppi í rúmi með löppina upp í loft. Óhappið átti sér stað á 7. mínútu leiksins í gær og var leikmaðurinn fluttur með sjúkrabíl frá Frostaskjól- inu. Ljóst er að Hafþór er ekki brot- inn en hann er með slitið liðband í ökkla og getur orðið frá keppni í allt að tvo mánuði. Ef endur- hæfing gengur vel gæti hann verið byrjaður að spila á ný eftir rúman mánuð. Leikmenn KR mættu mjög grimmir til leiks í fyrradag og ætluðu greinilega að berjast fyrir hverjum einasta bolta. Vals- menn voru ekki sáttir með helst til of mikla ákefð leikmanna KR framan af leik, en margir leik- menn Vals þurftu á aðhlynningu að halda eftir leikinn. „Liðið hefur aldrei verið eins laskað eftir einn leik síðan ég byrjaði með það fyrir sjö árum,“ segir sjúkraþjálfarinn Friðrik Ellert Jónsson. Auk Hafþórs þurfti Baldur Ingimar Aðalsteinsson að fara af velli vegna meiðsla og Gunnar Einarsson fékk heilahristing. Atli Sveinn Þórarinsson handar- brotnaði í upphafi leiks og þá kláruðu Pálmi Rafn Pálmason og Barry Smith leikinn þrátt fyrir að hafa fengið þung högg. Hvað varðar samstuðið við hinn 19 ára gamla Ásgeir Örn segir Hafþór að hann hafi farið allt of geyst í tæklinguna. „Þetta á ekki að sjást á vellinum. Þessi leikmaður er eins og illa tamið ljón og var með glórulausar tæklingar úti um allan völl. Hann er vissulega að reyna að sanna sig fyrir þjálfaranum en fyrr má nú vera,“ sagði Hafþór en tók einnig skýrt fram að hann bæri engan kala til Ásgeirs. „Ég efast um að hann hafi gert þetta viljandi og svona óhöpp eru einfaldlega hluti af boltanum.“ Ásgeir Örn sagði við Frétta- blaðið að um algjört óviljaverk hefði verið að ræða. „Þetta var 50/50 bolti og ég reyndi að ná honum en því miður fór þetta svona. Þetta var einfaldlega leið- indaatvik í miklum baráttuleik,“ útskýrði Ásgeir og bætti því við að hann hygðist hafa samband við Hafþór og biðja hann afsök- unar. Hafþór hafði verið að spila mjög vel í undanförnum leikjum Vals auk þess sem erlend félög höfðu verið að fylgjast með honum. Þá eru verkefni fram undan með U-21 árs landsliðinu þar sem Hafþór er lykilmaður. „Vissulega koma þessi meiðsli á slæmum tíma en ég stefni á að ná einhverjum leikjum í lok sum- ars. Meiðsli eru alltaf leiðinleg en það má ekki svekkja sig um of. Það er til margt verra en þetta.“ Slitið liðband, handarbrot og heilahristingur var á meðal þess sem beið sjúkraþjálfara Vals eftir leikinn gegn KR í VISA-bikarnum í fyrradag. Hafþór Ægir Vilhjálmsson segist heppinn að hafa sloppið við fótbrot eftir samstuð við Ásgeir Örn Ólafsson í upphafi leiks. Algjört óviljaverk, segir Ásgeir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.