Fréttablaðið - 12.07.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 12.07.2007, Síða 74
 „Þetta er farið að verða okkur allt of dýrkeypt,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, en slakar vítaspyrnur leikmanna hans í vítaspyrnukeppninni gegn Haukum í fyrradag varð þess valdandi að liðið er fallið úr keppni í VISA-bikarnum. Vítaspyrnunýt- ing Fram það sem af er leiktíð hefur verið með allra versta móti og hafa aðeins fjórar af 10 spyrn- um nýst. Í Landsbankadeildinni hefur liðið aðeins náð að skora eitt mark úr fjórum vítum og í bikar- keppninni í gær klúðruðu leik- menn þremur spyrnum í víta- keppninni. „Það er engin einföld lausn til á þessu. Fyrst og fremst hafa menn ekki sjálfstraust til að taka víta- spyrnur. Síðan verður ákveðin keðjuverkun þegar spyrnurnar halda áfram að klúðrast og þá verður sjálfstraustið enn minna,“ segir Ólafur. Spurður hvernig hann hyggist ná sínum mönnum úr þessum vítahring segist Ólafur ætla að láta þá taka fleiri víta- spyrnur á æfingum. „Eins og í svo mörgu öðru er það æfingin sem skapar meistarann.“ Framarar voru langt frá sínu besta gegn Haukum í gær og máttu þakka fyrir að komast í vítaspyrnukeppni miðað við gang leiksins. Ólafur segir alveg ljóst að leikmenn sínir hafi vanmetið andstæðinginn. „Hugarfarið var ekki til staðar hjá leikmönnum og því fór sem fór. Menn hafa jafnvel haldið að þeir væru betri en þeir raunveru- lega eru,“ segir Ólafur, en hann húðskammaði sína menn í klefan- um eftir leik svo eftir var tekið. „Ég held að allir stjórnendur yrðu ósáttir ef framlag þeirra sem vinna fyrir hann er óviðunandi. Þannig var það hjá mínu liði í þess- um leik.“ Menn hafa ekki sjálfstraustið VISA-bikar karla: Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Silvio Berlusconi, aðaleigandi AC Milan, sé að undirbúa 89 milljóna punda tilboð í Ronaldinho hjá Barcelona. Það gerir tæplega 11 milljarða íslenskra króna, en það ku vera það verð sem þarf til að losa Brasilíumanninn frá Barcelona, samkvæmt samningi hans við félagið. Berlusconi hefur lengi verið á höttunum á eftir Ronaldinho en ekki verið tilbúinn að borga uppsett verð. Nú mun fyrrver- andi forsetinn hins vegar vera búinn að gefa upp möguleikann á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins og því er hann reiðubúinn að setja þær þrjátíu milljónir punda sem hann hafði frátekið fyrir Shevchenko í kaupverðið á Ronaldinho. Undirbýr risaboð í Ronaldinho Youssi Benayoun og Ryan Babel eru við það að skrifa undir samninga við Liverpool. Babel kemur frá Ajax en hann er talinn vera eitt mesta efni Hollendinga og var hann meðal annars ein helsta stjarna HM U21 liða nýverið. Hann er talinn kosta um tíu milljónir punda. Benayoun kemur frá West Ham fyrir um fjórar milljónir punda. „Hann er svipaður leikmaður og Luis Garcia,“ sagði Rafael Benítez um Ísraelann. „Luis skorar kannski fleiri mörk en Benayoun leggur fleiri upp. Hann er mjög teknískur og snjall leikmaður sem gefur okkur mikla möguleika þar sem hann er svo fjölhæfur.“ Benayoun og Babel á Anfield Úrvalsdeildarlið Fylkis vann öruggan 4-1 sigur á Þórsur- um fyrir norðan í gær og eru þar með komnir í átta liða úrslit bikarsins. Heimamenn í Þór sýndu gestunum enga virðingu í fyrri hálfleik og vörðust þá vel en mark Vals Fannars Gíslasonar rétt undir lok hálfleiksins virtist brjóta niður sjálfstraustið. Í síðari hálfleik tóku gestirnir öll völd og bættu við tveimur mörkum með skömmu millibili. Ingi Hrannar Heimisson minnk- aði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok í 3-1 en Christian Christiansen innsiglaði öruggan sigur Fylkis skömmu fyrir leikslok. Sannfærandi sigur Fylkis Bikarmeistarar Keflavík- ur hófu titilvörn sína með litlum glans í gær þegar liðið lagði Þrótt, 0-1, á Valbjarnarvelli. Keflavíkur- liðið mætti illa stemmt til leiks og skoraði nánast úr sínu eina færi í leiknum. Góður varnarleikur tryggði því síðan sæti í átta liða úrslitum VISA-bikarsins. Kristján Guðmundsson hafði gert nokkrar breytingar á liði sínu og gaf minni spámönnum á borð við Sigurbjörn Hafþórsson og Þor- stein Georgsson tækifæri og svo fékk Bjarki Guðmundsson að standa á milli stanganna. Heimamenn í Þrótti byrjuðu leikinn í kartöflugarðinum sem kallast Valbjarnarvöllur betur, en Keflavík varðist. Keflvíkingar höfðu í raun ekki gert nokkurn skapaðan hlut í leiknum þegar Simun Samuelsen geystist upp vinstri vænginn og skildi Jens Elvar Sævarsson eftir í rykinu, hann lagði boltann fyrir markið þar sem Sigurbjörn Haf- þórsson ýtti honum auðveldlega yfir línuna. 1-0 í hálfleik og Keflavík nýtti eina færi sitt í hálfleiknum. Kefl- víkingar tóku þann pól í hæðina í síðari hálfleik að bakka og leyfa Þrótturum að koma. Þeir spöruðu bensínið og virtust ætla að komast frá leiknum án þess að eyða of mikilli orku. Vörnin var gríðarsterk hjá þeim og Þrótturum gekk nákvæmlega ekkert að brjóta hana niður, sama hvað þeir reyndu. Það vantaði allt hugmyndaflug, kraft, áræðni og hreinlega getu hjá Þrótturum til að brjóta niður varnarmúr gest- anna. Hjörtur Hjartarson var lús- iðinn, sýndi lipur tilþrif og komst nokkuð áleiðis en vantaði sárlega stuðning félaga sinna. Hann var svekktur í leikslok. „Við erum klárlega betri allan leikinn og það er skelfilegt að fá ekki opnari færi,“ sagði Hjörtur hundfúll. „Þetta er mjög svekkj- andi miðað við hversu slakir Kefl- víkingarnir voru en þeir voru nán- ast á hælunum allan leikinn.“ Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Keflavíkur, var létt í leikslok en pressa Þróttara tók á taugarnar undir lokin. „Ég get viðurkennt að við vorum ekki vel stemmdir hér í dag,“ sagði Kristján en eftirmál leiksins á Akranesi virtist sitja í Keflvíking- um. „Það hefur verið erfitt að vinna sig út úr síðasta leik og allt í kringum þann leik hefur haft áhrif. Leikmenn eru gríðarlega svekktir út í umræðuna. Það er mikill léttir að vera búinn með þennan leik.“ Keflavík og ÍA eru bæði í pottin- um fyrir næsta leik. Hvernig legðist það í Kristján að fara aftur upp á Skaga í átta liða úrslitunum? „Ef það er drátturinn þá er það bara þannig. Við sjáum hvað setur.” Tilþrifalítill sigur bikarmeistara Keflavíkur Breiðablik er komið í átta liða úrslit bikarsins í fyrsta sinn í fimm ár eftir 3-1 sigur á nágrönnum sínum úr HK í dramat- ískum bikarslag á Kópavogs- vellinum í gær. HK hefur verið bikarliðið í Kópavogi undanfarin ár og það leit út fyrir að engin breyting yrði á því í gær en jöfnunarmark sautján ára varamanns Blika, Kristins Steindórssonar, í uppbótartíma endurvakti bikardrauma Blika. Það voru síðan varamennirnir Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar sem tryggðu Blikum sigurinn með mörkum í lok beggja hluta framlengingarinnar. Stangarskot, sláarskot og frábær markvarsla Gunnleifs Gunnleifssonar voru hápunktarnir fram eftir leik og það stefndi í að Blikar yrðu enn á ný sjálfum sér verstir því ekkert gekk uppi við markið fyrr en sautján ára varamaður var réttur maður á réttum stað í uppbótartíma. Blikar voru með góð tök á vell- inum og sköpuðu sér nánast öll færi leiksins en eins og oft áður fóru leikmenn liðsins oft illa með fyrirtaksfæri. Fyrsta mark leiksins kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Saklaus fyrirgjöf Calums Þórs Bett kom inn á teiginn en í stað þess að leika boltanum lét Árni Kristinn Gunnarsson boltann fara og ætlaðist til að Casper Jacobsen tæki hann. Kristján Ari Halldórsson nýtti sér þetta, tók boltann og skoraði í tómt markið. Árni Kristinn húðskammaði félaga sína eftir markið en það var erfitt að finna einhvern annan sökudólg enda gaf hann hreinlega þetta mark. Gunnleifur Gunnleifsson varði nokkrum sinnum frábærlega frá Blikum í leiknum. Kristján Óli Sigurðsson komst einn gegn honum í lok fyrri hálfleiks en Gunnleifur varði vel líkt og frá Nenad Zivanovic í upphafi seinni hálfleiks eftir að hornspyrna Arn- ars Grétarssonar hafði ratað alla leið inn á markteiginn. Varamaðurinn Kristinn Stein- dórsson virtist hafa farið með síð- ustu von Blika þegar hann skallaði boltann í slána af örstuttu færi mínútu fyrir leikslok. Kristinn fékk hins vegar annan möguleika í uppbótartíma og nýtti hann við mikinn fögnuð Blika, sem höfðu hvað eftir annað þurft að svekkja sig yfir klúðri sinna manna uppi við markið. Markið er hægt að skrifa á sofandahátt í vörninni sem leyfði aukaspyrnu Arnars Grétarssonar að rata alla leið inn á markteiginn. Nauðvörn HK-inga hélt áfram í framlengingunni og það var ljóst að þeir ætluðu að reyna að halda út í vítaspyrnukeppni úr því sem komið var. Blikar voru hins vegar ekki á því og Gunnar Örn Jónsson skoraði laglegt mark á 102. mín- útu eftir laglega fyrirgjöf Arnórs Aðalsteinssonar. Vonir HK-inga um að jafna leik- inn runnu endanlega út í sandinn þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fékk sitt annað gula spjald þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni. Blikar nýttu sér það og þriðji varamaðurinn, Prince Rajcomar, innsiglaði sigurinn á 116. mínútu. Ekki er hægt að segja annað en að þessi úrslit hafi verið sanngjörn þó að Blikar hafi bjargað sér með dramatískum hætti. Þeir voru betri, sköpuðu sér fleiri færi og eru bikarliðið í bænum að minnsta kosti þetta sumarið. „Þetta var erfið fæðing hjá okkur en þetta hófst að lokum. Það hefur gengið skelfilega hjá okkur fyrir framan markið og ég hélt að þetta yrði enn einn leikurinn þar sem við höfðum yfirhöndina nánast allan tímann en við kláruðum ekki dæmið,“ sagði Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir leik. Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, var sáttur við sína menn en að vonum svekktur með niður- stöðuna. „Það vantaði herslu- muninn hjá okkur, það vantaði nokkrar sekúndur hjá okkur en svona er þetta bara. Það sem stendur upp úr hjá mér er frábær leikur minna manna. Þeir gerðu það sem við lögðum upp með en óneitanlega var þetta mjög svekkjandi.“ Varamennirnir Kristinn Steindórsson, Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar skoruðu mörk í uppbótar- tíma og framlengingu og tryggðu Breiðabliki 3-1 sigur á HK og sæti í átta liða úrslitum bikarsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.