Fréttablaðið - 14.07.2007, Side 13

Fréttablaðið - 14.07.2007, Side 13
Undanfarið hafa heyrst gagn-rýnisraddir á aðferðafræði Hafró við mat á stofnstærð þorsks og ráðleggingar þeirra um veiðar í kjölfarið. Mæling á stofnstærð er flókið ferli og mikið af óvissuþátt- um sem leiða verður líkum að, endanleg niðurstaða um hvort matið hafi verið rétt kemur ekki að fullu fram fyrr en hver árgang- ur er horfinn en það eru 14 ár í til- felli þorsksins. Vitaskuld verður seint hægt að útiloka óvissuþætti, til þess þarf heildarmódel af umhverfinu og nákvæma vitneskju um alla þætti sem hugsanlega geta haft áhrif og hvernig þau áhrif eru. Slík vitn- eskja verður ekki á okkar færi í fyrirsjáanlegri framtíð. Það eru hins vegar til aðferðir til þess að nýta þá þætti í umhverfinu sem eru mældir þótt samband þeirra við þorskstofninn sé ekki hægt að setja fram í formúlu á auðveldan hátt, ein slík aðferð er notkun gervitauganeta. Fyrir um 12 árum síðan, kann- aði ég möguleikann á því að þjálfa gervitauganet til þess að meta stofnstærð þorsks þar sem tillit er tekið til umhverfisþátta auk hefðbundinna gagna. Inntaki skipti ég niður í 52 þætti er fjöll- uðu um stofninn sjálfan, 8 sem fjölluðu um æti og stöðu þess s.s. loðnu, rækju, kolmunna og karfa og 16 umhverfisþætti s.s. hitastig, seltu, átu, þörunga, strauma og veiðar úr grænlenska þorskstofninum. Alls 76 þættir sem ég mat hæfa til notkunar úr þeim gögnum sem ég vissi að Hafró hafði í gagn- agrunnum sínum og ég hafði kynnt mér að gætu skipt máli. Ég lét gervi- tauganetið læra tengslin á milli þessara þátta úr 11-14 árum af upplýs- ingum og áætla stofninn næstu 4-6 ár. Niðurstað- an var að mínu mati mjög ásættanleg, og gaf tilefni til frek- ari rannsókna á því að nota þessa tækni við að tengja umhverf- isþætti við stofnstærðarútreikn- inga. Síðan ég gerði þessa rannsókn hef ég þróað og þjálfað gervitaug- anet af öðrum toga byggð á mynstur- og áhættugreiningum mínum fyrir fjölþjóð- legt fyrirtæki á fjár- málamarkaðnum, þau net hafa verið keyrð í Bretlandi, Ítalíu, Tyrk- landi og í Belgíu með mjög góðum árangri. Net þessi eru þjálfuð til þess að finna misferli og hafa náð því að finna allt að 80% af fjármagni sem reynt hefur verið að svíkja út, sams konar módel má nota til þess að greina peninga- þvætti, tryggingasvik, misferli í farsímakerfum, bókhaldssvik o.s.frv. Sú reynsla sem af þessu hefur fengist nýtist til þess að betrumbæta upprunalega stofn- stærðarmatsnetið. Vinnslugeta tölva hefur veruleg áhrif á hvað hægt er að þjálfa stór gervitauganet, en á 12 árum hefur vinnsluhraði áttfaldast í venjuleg- um tölvum og minniskostnaður minnkað gríðarlega. Það er því hægt að þjálfa mun flóknari og stærri net núna en þá. Fjöldi rann- sókna á gervitauganetum hefur einnig margfaldast. Gott dæmi um það er gríðarlegt magn nýrra vísindarita um efnið sem verður gefið út í tengslum við ráðstefnu IJCNN 2007 en ég var kjörinn rýnir fyrir hönd INNS á þeirri ráð- stefnu. Líklega hefur á þessum tíma einnig orðið töluverð þróun á stofnstærðarútreikningum og þekkingu okkar á umhverfi þorsksins. Ég held því að hægt sé að gera töluvert betur í þessari aðferðafræði nú en fyrir 12 árum. Ég hef nokkrum sinnum leitað til Hafró um samstarf um áframhaldandi rannsókn á nýt- ingu þessarar tækni, en hana má hugsanlega nota einnig til þess að byggja hermi þar sem hægt er að breyta umhverfisþáttum og spá fyrir um áhrifin á stofninn en til þessa hefur ekki verið áhugi fyrir því. Höfundur er ráðgjafi. Umhverfisþættir í stofnstærðarmat SIMPLY CLEVER H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 7 4 8 0 Fjölskylduskemmtun árið um kring í boði Skoda FÁÐU ÁRSMIÐA FYRIR FJÖLSKYLDUNA Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINN SkodaOctavia Skoda Octavia er þekktur fyrir að vera áreiðanlegur og eyðslugrannur. Nú bjóðum við með í kaupum á nýjum Skoda Octavia kort fyrir alla fjölskylduna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í heilt ár. Skoda Octavia með 1,9 lítra TDI® dísilvél sannar að afl og hagkvæmni geta farið saman. Vélin skilar 105 hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum akstri á hverja 100 km. Skoda Octavia – skemmtilegur fjölskyldumeðlimur HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.