Fréttablaðið - 14.07.2007, Qupperneq 20
„Ég vona ég verði aldrei það
gamall að ég gerist trúaður.“
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
Helga Sigtryggsdóttir
lést þann 11. júlí sl. á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þann 19. júlí
nk. klukkan 15.00.
Ólöf Stefánsdóttir
Sigtryggur Stefánsson María Markúsdóttir
Sævar Stefánsson Margrét Gunnarsdóttir
Valborg Stefánsdóttir Þórólfur Kristjánsson
Kolbrún Stefánsdóttir Jóhannes Reynisson
Sigurður Stefánsson Svava Guðmannsdóttir
Haukur Sigtryggsson Unnur Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Kristinn Jónsson
fyrrv. skipstjóri á Akranesi,
lést mánudaginn 9. júlí á Hrafnistu í Reykjavík.
Minningarathöfn fer fram í Grensáskirkju
þriðjudaginn 17. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður í
Akraneskirkjugarði sama dag. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Sigurborg Kristinsdóttir Kári Valvesson
Guðmundur Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
Svavar Jónsson
húsasmíðameistari, Flétturima 36,
Reykjavík,
sem lést 8. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánu daginn 16. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Guðný Eiríksdóttir
Hrefna Katrín Svavarsdóttir Baldvin S. Ingimarsson
Óskar Svavarsson María Kristín Þrastardóttir
Reynir Svavarsson Sigrún Anna Snorradóttir
Heiðdís Rós Svavarsdóttir Birgir Karl Ragnarsson
Hrefna Líneik Jónsdóttir
og barnabörn.
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Aldís Pála Benediktsdóttir
bankafulltrúi, Raufarseli 11, Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 12. júlí síðastliðinn. Útför hennar
verður tilkynnt síðar.
Sigurður E. Guðmundsson
Guðrún Helga Sigurðardóttir Friðrik Friðriksson
Benedikt Sigurðsson
Kjartan Emil Sigurðsson
Aldís Eva Friðriksson
Dagur Páll Friðriksson
Faðir minn, kær bróðir okkar og mágur,
Hannes Jóhannsson
málarameistari, Bollagötu 9, Rvk,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 27. júní sl.
Útför hans fór fram í kyrrþey 9. júlí.
Þökkum sýnda samúð við lát hans og útför.
Hrefna Hannesdóttir Arnar Andrésson
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Guðmundur Kr. Jóhannsson Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir
Birgir Jóh. Jóhannsson
Heimir Brynjúlfur Jóhannsson Friðrikka Baldvinsdóttir
Sigríður H. Jóhannsdóttir Sveinn Sæmundssoon
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Haukur Svanberg
Guðmundsson
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést á Hjartadeild Landspítalans við Hringbraut,
fimmtudaginn 12. júlí. Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhanna Hálfdánardóttir
Ingvar Hauksson Sigríður Axelsdóttir
Elín Hauksdóttir Svavar Helgason
Guðmundur Vignir Hauksson Lilja Guðmundsdóttir
Sigurdís Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
www.minningargreinar.is
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Jón Sveinsson
Arahólum 2, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 12. júlí á hjartadeild Landspítalans
við Hringbraut. Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Haraldsdóttir
Sveinn Vilberg Jónsson Guðný Lilja Guðmundsdóttir
Haraldur Þór Jónsson Helga Jóhanna Úlfarsdóttir
Jóhann Helgi Sveinsson Helga María Sveinsdóttir
Sunneva Björg Davíðsdóttir Jón Ágúst Haraldsson
Sextánda James Bond-myndin,
Licence to Kill, var frumsýnd
Harmóníkuhátíð Reykja-
víkur 2007 verður haldin
í Árbæjarsafni sunnudag-
inn 15. júlí. Hátíðin hefst
klukkan 13.00 og verður
spilað um allt safnið eins og
venja er. Hátíðin hefur fall-
ið í góðan jarðveg undan-
farin ár og fjölgar gestum
ár frá ári. Á hátíðinni gefst
fólki tækifæri á að hlusta á
marga af þekktustu, bestu
og efnilegustu harmóníku-
leikurum landsins í þjóð-
legri umgjörð safnsins.
Hátíðinni lýkur með
fjöldasamleik upp úr klukk-
an fjögur.
Harmóníkuhátíð
Þjóðhátíðardagur Frakka er haldinn
hátíðlegur í dag, 218 árum eftir fall
Bastillunnar, og er dagurinn jafnan
nefndur Bastilludagurinn.
Mikil efnahagskreppa geisaði
í Frakklandi á þessum árum og
Lúðvík 16. tók þá ákvörðun að auka
skatta almennings til að auka tekjur
sínar. Í kjölfarið gerði lýðurinn upp-
reisn og réðist inn í Bastilluna.
Dagurinn markar upphafið á frönsku
byltingunni sem endaði með aftöku
konungsfjölskyldunnar árið 1793. Á
sama tíma var lénsveldisskipulagið
afnumið og landið fékk nýja stjórnar-
skrá sem tryggðu hinni nýju stétt
borgara aukin réttindi.
Hjónin Þórunn Anspach og Olivier
Brémond eru bæði alin upp í París.
Þau eru nú búsett í Reykjavík og reka
verslunina Kisuna á Laugavegi þar sem
þau bjóða upp á franskar vörur.
Þórunn er hálf íslensk og fæddist
í Vestmannaeyjum, þar sem hún var
á sumrin hjá afa sínum og ömmu
sem barn. Hjónin bjuggu lengst af
í París, þar sem þau ráku stærsta
framleiðslufyrirtæki landsins á sviði
kvikmynda og sjónvarps. Þar fögnuðu
þau þjóðhátíðardeginum með því að
fara út að borða með fjölskyldunni og
dansa fram á nótt.
„Öll hverfin hafa sína eigin skemmt-
un þar sem slegið er upp balli og allir
dansa saman. Þar hittum við nágrannana
og fórum í önnur hverfi og kíktum á
stemninguna. Síðan fórum við með
börnin að Eiffelturninum þar sem var
skotið upp flugeldum,“ segir Þórunn,
sem flutti í fyrra til landsins ásamt
eiginmanninum og þremur börnum á
aldrinum þriggja til ellefu ára.
„Ég vildi að börnin myndu læra
íslensku og það er ekki hægt almenni-
lega án þess að búa hér. Börnin elska að
búa hérna og ég efast um að við eigum
afturkvæmt til Parísar. Börnin eru svo
frjáls svo þetta er allt annað líf,“ segir
Þórunn, sem fagnar deginum í franska
sendiráðinu en á Íslandi eru búsettir
450 Frakkar.
„Við lyftum glasi í tilefni dagsins
í franska sendiráðinu og hittum aðra
Frakka. Það er mjög ánægjulegt en
ekkert sambærilegt hátíðarhöldunum í
París. Við söknum að sjálfsögðu Parísar
en erum þar um það bil sex sinnum á
ári og þá hittum við vini og fjölskyldu,“
segir Þórunn.