Fréttablaðið - 14.07.2007, Side 32
hús&heimili
BLÓMIN fara vel í þessum fallegu
blómapottum frá versluninni J Schatz í
New York. Pottarnir eru allir egglaga og
er hægt að hengja þá upp bæði innan
dyra og utan. Engir tveir pottar eru eins
og er hver og einn skorinn út í höndum.
Nánar á www.jschatz.com.
Forsíðumynd: Anton Brink tók þessa mynd af hús-
gagna- og innanhúshönnuðunum Oddgeiri Þórðar-
syni og Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur. Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími:
550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristi-
neva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@
frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason
og Ásta Bjartmarsdóttir s. 5175724 Útlitshönnuður:
Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
hönnun
CHARLES R. MACKINTOSH
Þessi stóll byggir á hönnun skoska inn-
anhússhönnuðarins Charles Rennie
Mackintosh. Stóllinn var hannaður í
upphafi 20. aldar fyrir útgefandann
Walter Blackie og notaður í Hill House
undir hanska og hatta, en ekki mátti
undir neinum kringumstæðum setjast
á hann. Nú þykir hins vegar ekkert at-
hugavert við að nota hann sem setu-
stól.
„Við erum mikið í innréttinga-
hönnun fyrir fyrirtæki og stofn-
anir eins og skrifstofur og slíkt en
líka fyrir einstaklinga,“ segir Odd-
geir og bætir því við að þau vinni
skrifstofuhúsgögn fyrir Á. Guð-
mundsson og eldhúsinnréttingar
fyrir Brúnás.
„Húsgögnin í MGO-línunni
eru sú hönnun sem hefur fengið
hvað mesta athygli frá okkur og
sú fyrsta sem hefur farið í fram-
leiðslu og sölu erlendis. Guðrún
bætir því við að línan hafi verið
í framleiðslu hjá sænska fyrir-
tækinu Möbelsnickarmastare Jo-
hansson í á annað ár þótt aðeins
lengra sé síðan hún var hönnuð.
„Mublurnar eru úr eik og hægt er
að fá þær í ýmsum stærðum, gerð-
um og viðartegundum. Þá er hægt
að fá borðið hringlaga og með
stækkunarplötum þannig að það
eru heilmiklir möguleikar í fram-
leiðslunni. Hjá sænska fyrirtækinu
starfa handverksmenn sem fram-
leiða línuna og vinnan hjá þeim
er ofboðslega flott. Það var eitt af
því sem við féllum fyrir þegar við
tókum upp samstarf við þá,“ segir
Guðrún og bætir því við að þau hafi
lagt áherslu á að húsgögnin fengj-
ust í svörtu. „Þeir töldu sig þó ekki
geta framleitt þetta í svörtu upp-
haflega en eru nú nýbúnir að finna
aðferð til að lita svart án þess að
þurfa að lakka mublurnar,“ segir
Guðrún og bætir því við að oftast
séu mublur lakkaðar ef þær eru
svartar að lit.“
Oddgeir segir mublurnar hafa
fengið fínar viðtökur erlendis en
þær hafa verið í sölu í Svíþjóð,
Danmörku, Skotlandi og víðar. Hér
heima fást þær hins vegar í Epal.
sigridurh@frettabladid.is
Góðar viðtökur erlendis
Húsgagna- og innanhússhönnuðirnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson
eiga fyrirtækið GoForm. Þau hafa starfað saman í um tuttugu ár og eru nú með MGO-hús-
gagnalínuna sína á sýningu á Kjarvalsstöðum en línan hefur verið í framleiðslu og sölu í á
annað ár.
Oddgeir og Guðrún sitja hér við eldhúsborð úr GMO-línunni. Borðið er hægt að fá í ýmsum stærðum, gerðum og viðartegundum,
auk þess sem því fylgja stækkunarplötur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þessi stóll er sýningareintak úr smiðju
GoForm og er framhald af GMO-línunni.
Hann mun meðal annars verða til leður-
klæddur þegar fram líða stundir.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ABRA CADABRA
er nafn á litlum post-
ulínsskálum sem fást
í versluninni Kokku á
Laugavegi 47. Nú fæst
postulínslok á þær líka
og það gætt þeim eig-
inleika að hægt er að
skrifa á það með blýanti
eða trélit. Myndir og texta má síðan stroka út með strokleðri eða
þvo af með vatni og sápu. Blýantur fylgir meira að segja með.
Lokið hentar vel þegar margar skálar með mismunandi innihaldi
eru lagðar á borð og þörf er að merkja þær.
topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722
Allar þessar ólíku vörur eiga það sameiginlegt að fást hjá
topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722
14. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR2