Fréttablaðið - 14.07.2007, Side 65

Fréttablaðið - 14.07.2007, Side 65
 Handknattleiks- samband Evrópu dæmdi fyrir helgi í máli Frakkans Daniel Narcisse gegn Gummersbach. Narcisse taldi sig lausan allra mála hjá þýska félaginu og hafði ákveðið að ganga í raðir síns gamla félags, Chambery í Frakklandi. Því var Gummersbach ekki sammála þar sem ákvæði var í samningnum um að hægt væri að framlengja hann. Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach, segir niðurstöðuna hafa komið félaginu á óvart og að það muni áfrýja dómnum. „Það hafa verið tvö svipuð mál í gangi hér í Þýskalandi, eitt í handboltanum og annað í fótboltanum, og þar var í bæði skiptin dæmt félögunum í hag. Þetta mál fer lengra,“ sagði Alfreð. Narcisse var búinn að ganga frá munnlegu samkomulagi um að vera áfram áður en honum snerist hugur að því er Alfreð segir. „Ef dómurinn stendur gæti það haft áhrif á samninga annarra leikmanna en það er óþarfi að hugsa svo langt núna þar sem ég á frekar von á því að dómurinn breytist aftur,“ sagði Alfreð, sem engu að síður býst ekki við Narcisse í leikmannahópi félagsins á næstu leiktíð, en Gummersbach vill fá sanngjarna greiðslu frá Chambery fyrir leikmanninn. Gummersbach mun áfrýja niðurstöðunni Sir Alex Ferguson, stjóri Englandsmeistara Manchester United, segir að Arsenal verði betra á næsta tímabili en því síðasta þrátt fyrir að liðið sé búið að missa Thierry Henry. Arsenal endaði í 4. sætinu í vetur, 21 stigi á eftir United, en liðið hefur aldrei endað neðar síðan Arsene Wenger kom til liðsins haustið 1996. „Ég sannfærður um að Arsenal verði meðal efstu fjögurra liðanna þrátt fyrir að hafa misst Henry. Það var kominn tími fyrir hann að fara. Arsene vissi það og ég held að liðið verði betra án hans,“ sagði Skotinn sigursæli í gær. Arsenal spilar í dag sinn fyrsta leik eftir brottför Henrys þegar liðið mætir Barnet í æfingaleik. Arsenal verður betra án Henry Enska liðið Liverpool er á fullu að styrkja sig og í gær kynnti félagið tvo nýja leikmenn. Þetta eru ísraelski miðjumaðurinn Yossi Benayoun (27 ára) og hollenski sóknar- maðurinn Ryan Babel (20 ára). Benayoun var keyptur frá West Ham fyrir óuppgefna upphæð og gerði samning til 2011 en Babel kom frá Ajax fyrir 17 milljónir evra, um 1,4 milljarða íslenskra króna, á fimm ára samningi. Babel verður í treyju númer 19 en hann var lykilmaður í hollenska 21 árs landsliðinu sem varð Evrópumeistari á dögunum. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er því heldur betur búinn að styrkja sóknina því hann var þegar búinn að fá þá Andriy Voronin og Fernando Torres á Anfield. Benitez bætir enn í sóknina Knattspyrnusamband Evrópu hefur skikkað danska liðið FC Kaupmannahöfn til þess að fara til Ísrael og spila þar við Beitar Jerúsalem í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Danirnir óttast mikið um öryggi sitt en stuðningsmenn Beitar eru þekktir fyrir allt annað en prúðmannlega framkomu á pöllunum. Fyrr á árinu var félagið dæmt í bann eftir að allt sauð upp úr í heimaleik gegn Hapoel Petah Tikva í ísraelsku deildinni. Fimmtíu manns slösuðst í átökunum, þar af fimm alvarlega, og hundruð stuðningsmanna ruddust inn á leikvöllinn. UEFA segir það sem gerist í deildunum heima fyrir ekki hafa nein áhrif á alþjóðlega leiki liðsins og því komi ekkert í veg fyrir að spilað verði í Jerúsalem. Verður að spila í Jerúsalem LANDSBANKADEILD KARLA 10. UMFERÐ lau. 14. júlí kl. 16:00 FH – ÍA sun. 15. júlí kl. 19:15 Keflavík – KR mán. 16. júlí kl. 19:15 Fylkir – Breiðablik mán. 16. júlí kl. 19:15 HK – Víkingur R. mán. 16. júlí kl. 20:00 Fram – Valur Komdu og sjáðu gullmörkin! Fyrir hvert einasta mark sem skorað verður í 10. umferð karla greiðir Landsbankinn 30.000 kr. Framlagið rennur til góðra málefna sem félögin velja sjálf. Leikmenn í Landsbankadeild kvenna munu skora fyrir gott málefni í næstu umferð kvennadeildarinnar, 27. júlí. Aðsókn á leiki Landsbankadeildarinnar hefur aldrei verið eins góð og í sumar. Komdu á völlinn og hvettu þitt lið til góðra verka! Sjá nánar á www.landsbanki.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.