Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 2

Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 2
Fjórtán ára gömul stúlka gekk ásamt stórum hópi ungl- inga í skrokk á jafnöldru sinni í tívol- íinu við Smáralind á þriðjudag fyrir viku. Á bloggsíðu sinni stærir hún sig mjög af líkamsárásinni, sem og ann- arri sem hún segist hafa framið sama dag. Hún réðst einnig á lögregluþjón við handtöku. Í lögregluskýrslu kemur fram að stór hópur unglinga, líklega á þriðja tug, hafi ráðist á eina stúlku með ofbeldi, að því er virtist að tilefnis- lausu. Af ummælum stúlkunnar á bloggsíðu hennar má ráða að hún hafi verið einna atkvæðamest árásar- mannanna. Haft er eftir vitnum í lög- regluskýrslunni að stúlkan hafi verið slegin margoft í andlitið og rifið hafi verið í hár hennar. „Ég reif í hárið á henni og bombaði henni í jörðina svo tók ég hana aftur uppá hárinu og bombaði 1000 sinnum í andlitið á henni,“ skrifar stúlkan á síðu sína um árásina. Stúlkan lýsir í bloggfærslunni ann- arri árás sem hún segir hafa átt sér stað örskömmu síðar. Hún hafi hitt aðra stelpu ásamt vinkonu sinni sem reif við þær kjaft. Þær hafi þá mis- þyrmt henni. Skömmu síðar bar lög- reglumenn að og mætti þeim þá ofsi stúlkunnar. Garðar Helgi Magnús- son, varðstjóri lögreglu, segir hana hafa veist að lögreglu með ofbeldi og sóðamunnsöfnuði og hótunum um alvarlegar líkamsmeiðingar. Sjálf segist hún hafa sparkað í lögreglu- þjón og hrækt á hann. „Þetta hlýtur að vera nánast eins- dæmi,“ segir Garðar. „Ég man ekki eftir að hafa áður lesið svona lýsing- ar um hegðun svona ungrar stúlku.“ Garðar segir stúlkuna sem ráðist var á fyrst hafa hlotið nokkra áverka í andliti og hugsanlega víðar. Hann segir að ekki liggi ljóst fyrir hver aðdragandi árásarinnar var, en ljóst sé að illindi hafi sprottið á milli stúlknanna. Stúlkan segir á vefsíð- unni að ástæðan sé sú að fórnarlamb- ið hafi kært systur hennar. Garðar segir þó einnig margt benda til þess að farið hafi verið mannavillt og röng stúlka hafi orðið fyrir barðinu á hópn- um. Haft var samband við barnavernd- aryfirvöld vegna málsins. Segist stúlkan hafa verið vistuð á meðferð- arheimilinu Stuðlum eftir atvikið. Eldri maður var fluttur á slysadeild til Reykjavík- ur um hádegisbil í gær eftir árekstur á Borgarfjarðarbrú. Hann var ekki talinn alvarlega meiddur. Í bílnum var einnig fimm ára abarnabarn hans sem slapp án meiðsla. Slysið varð þannig að tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt rákust saman. Í hinum bílnum voru eldri hjón sem voru flutt óslösuð til skoðunar á heilsu- gæslustöð. Bílarnir skemmdust talsvert og þurfti að draga þá báða af vettvangi. Loka þurfti Borgarfjarðarbrúnni í tæpa klukkustund eftir slysið. Fimm ára afa- barn slapp vel Hreykir sér af líkams- árásum á bloggsíðu Fjórtán ára stúlka gekk illa í skrokk á tveimur jafnöldrum sínum við Smáralind fyrir viku og réðst á lögregluþjón. Á bloggsíðu gortar hún sig af árásunum. Varð- stjóri lögreglu segir hegðun af þessu tagi hjá svo ungri stúlku nánast einsdæmi. Athugull vegfarandi tók á dögunum eftir ófleygum erni sem var á flakki á túni nokkru í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Skilaboðum var komið til starfs- manna Náttúrustofu Vesturlands, sem brugðust skjótt við. Fuglinn var handsamaður og kom þá í ljós að hann var grútarblautur, líklega eftir viðureign við fýl. Ein kló var brotin og stélið nokkuð laskað. Fuglinn var fremur rýr, sem bendir til að hann hafi verið þarna um nokkurn tíma. Fuglinn var ómerkt- ur en rígfullorðinn ef marka má lit á goggi og ljósu höfði, einkennum fullorðinna arna ásamt ljósu stéli. Eins og lesa má á heimasíðu nátt- úrustofunnar kom starfsfólk fuglin- um í Húsdýragarðinn í Reykjavík, þar sem grúturinn verður þveginn úr fiðri hans á næstu dögum og honum gefið að éta. Vonast er til að hægt verði að sleppa honum aftur. Flugfélagið Ernir fékk í gær nýja flugvél til landsins. Vélin er af gerðinni Jetstream 32 og tekur nítján manns í sæti. Hún verður notuð í áætlunarflug Ernis á Höfn í Hornafirði og Sauðárkrók. Einnig verður hún nýtt í leiguflug bæði innanlands og utan. Nýja flugvél- in verður sú sjötta í flota Ernis. Um áramótin tók flugfélagið Ernir við áætlunarflugi á Höfn, Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur en auk þess eru vélar félagsins notaðar í leiguflugi. Flug með erlenda ferðamenn og útsýnisflug eru vaxandi hluti af starfsemi Ernis. Kom til andsins í gær Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar um samstarf á sviði mennta og rannsókna. Fjórir vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar munu starfa sem rannsóknakennarar við HÍ en auk þess munu skólinn og fyrirtækið eiga í víðtæku samstarfi með rannsóknir. Samið um víð- tækt samstarf Novator hefur tryggt sér yfir 90 prósenta hlutafjár í Actavis. Við þetta myndast söluskylda hjá eftirstandandi hluthöfum. Yfirtökutilboð Actavis hljóðar upp á 1,075 evrur á hvern hlut. Hluthafar sem ekki hafa samþykkt tilboðið hafa frest þar til á morgun til að ganga frá samþykki, öðrum kosti fellur niður réttur þeirra á viðbótargreiðslu komi til þess að Novator selji hlut sinn innan 12 mánaða. Björgólfur Thor Björgólfsson eigandi Novators þakkar hluthöf- um samferðina. Hann segir ekkert liggja fyrir um mögulegan samruna við önnur félög. 90 prósenta markinu náð Karl Gauti, var þetta ekki þrælgaman? Refum hefur fjölgað mjög undanfarið. Mófugli hefur fækkað vegna álags og rjúpunni líka. Guðni Bjarnason, refaskytta hjá Mosfellsbæ, hefur verið iðinn við veiðarnar. „Mér leist ekki á þetta á tímabili en ég tel að við náum að halda í horfinu,“ segir hann. Tveir menn sjá um veiðar fyrir Reykjavíkurborg á Kjalarnesi og sömu menn eru í Kjós. Einn er í Þingvallasveit við veiðar og tveir menn í Grafningi. Engar refaveið- ar eru hins vegar í Garðabæ og Hafnarfirði. „Ég tel að refurinn komi mikið til þaðan,“ segir Guðni. Þessi sveitarfélög hafi takmarkað- an áhuga á veiðum því ekkert sauðfé sé þar. Refum fjölgar og fugli fækkar Rússnesk stjórnvöld hóta því að grípa til harðra aðgerða gegn Bretlandi í kjölfar þess að bresk stjórnvöld ákváðu að reka fjóra rússneska stjórnarerindreka úr landi. Bretar höfðu sagst gera þetta vegna þess að Rússar hefðu ekki orðið við óskum Breta um að fram- selja Andrei Lugovoi, rússneskan kaupsýslumann og fyrrverandi njósnara, sem er grunaður um að hafa byrlað Alexander Litvinenko geislavirkt eiturefni í nóvember síðastliðnum. „Þeir ættu að skilja það vel í London að þessum ögrandi aðgerð- um, sem runnar eru undan rifjum breskra ráðamanna, verður ekki látið ósvarað og þær munu óhjá- kvæmilega hafa í för með sér háal- varlegar afleiðingar fyrir sam- skipti Rússa og Breta,“ sagði Mikhaíl Kaminín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, í gær. Hann bætti því við að Sergei Lavrov utanríkisráðherra hafi fært David Miliband, utanríkis- ráðherra Breta, sömu skilaboð í símtali fáeinum klukkustundum fyrr. Kaminín sagði þessa ákvörðun Breta vera „vel skipulagðar aðgerðir til þess að nýta Litvin- enko-málið í pólitískum tilgangi.“ Kaminín sagði þó ekkert um það hver viðbrögð Rússa yrðu. Rússar bregðast hart við

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.