Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 8

Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 8
 „Við vissum alltaf að drengurinn hafði ekki gert þetta,“ segir Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir, móðir Helga Rafns sem sakaður var um að hafa drep- ið hundinn með hrottalegum hætti í maí á Akureyri. Drápið vakti mikla athygli og varð Helgi og fjöl- skylda hans fyrir fjölda hótanna vegna málsins. Hundurinn er nú fundinn, sprelllifandi, í Hlíðar- fjalli. „Það er ógeðsleg tilfinning að verða fyrir svona hótunum. Ég get heldur ekki ímyndað mér hvers konar skepna það væri sem gæti farið svona með dýr eins og var lýst,“ segir Helgi. Hann segir tímann frá því málið kom upp hafa verið afar erfiðan. Hann hafi lítið komist út úr húsi vegna áreitis og meðal annars varð hann að láta af störfum. Helgi segir fjölskylduna ætla að leita réttar síns í þessu máli, hann hefur sjálfur fengið fjölda morðhót- ana auk þess sem móðir hans varð einnig fyrir hótun- um. Móðir hans segir son sinn hafa verið svo langt niðri í sumar vegna ásakananna að hún hafi fengið sálfræðing til að færa honum fréttirnar í gær. Meðal þeirra sem höfðu samband við Helga vegna drápsins, sem aldrei átti sér stað, var eigandi hunds- ins. Helgi segir hana hafa heimtað að hann segði henni hvar hræið væri að finna. Það gat hann skiljan- lega ekki gert. Hann segist vonast eftir afsökunar- beiðni frá henni sem og öðrum vegna þessa en segist á vissan hátt skilja reiði hennar vegna þeirra öflugu kjaftasagna sem fóru í gang. „Það er kominn vendipunktur í þessu máli. Það hefur verið með ólíkindum. Við höfum í samráði við lögfræðing ákveðið að þetta mál verði unnið faglega. Við óskum eftir því að þetta fari í lögreglurannsókn og förum fram á skaðabætur vegna þessa,“ segir Brynjar Eymundsson, faðir Helga. „Við trúðum því aldrei að hann ætti svona til,“ segir Brynjar. Ekki hafði tekist að koma höndum yfir Lúkas í gær. Að sögn er hann illa til reika og afar styggur. Eigandi hans ákvað því í gær að dvelja um nóttina í fjallinu með lóðatíkur til að reyna að laða hann að. Helgi segist hafa ákveðna menn grunaða um að hafa komið sögunum á kreik en vill ekki tjá sig nánar um það. Rannsókn geti leitt í ljós hver var að verki í þessu illvirki sem lygarnar voru. „Það er samt gott að hundurinn er á lífi,“ segir Helgi. Áætlað er að þegar fyrsti áfangi nýs háskólasjúkra- húss verður tekinn í notkun þá verði starfsemi Landspítalans í Fossvogi hætt. Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við hús- næðið sem er rúmlega 30 þúsund fermetrar að stærð. Nefnt hefur verið að nýta húsnæðið fyrir öldr- unarþjónustu, enda var mikill hluti þess byggður til þeirra nota. Fjár- mögnun nýs háskólasjúkrahúss gerir einnig ráð fyrir sölu eigna og því kemur til greina að selja húsið og nota fjármagnið til uppbygging- ar við Hringbraut. Jóhannes Gunnarsson, starfandi forstjóri Landspítalans, segir ótímabært að ræða hvað gert verð- ur við húsin í Fossvogi. „Það má þó minna á að B-álman í Fossvogi var byggð í þágu aldraðra, þó áherslur hafi breyst þegar Landakoti var breytt í öldrunarspítala.“ Jóhannes segir að húsin í Fossvogi verði vart nýtt til annars en sjúkrahúsrekstr- ar án töluverðra breytinga, enda séu slík hús sérhæfð. „Þó má segja að sjúkrahúsið hentar ekki einu sinni lengur sem nútíma sjúkra- hús. Þarfirnar á sjúkrahúsum hafa breyst svo gríðarlega mikið frá því að þetta hús var hannað um 1950,“ segir Jóhannes. Töluverður sparnaður í rekstri næst með því að sameina starfsemi Landspítalans við Hringbraut. Gera áætlanir ráð fyrir allt að tíu prósenta sparnaði en rekstrar- kostnaður er nú tæpir 30 milljarð- ar á ári. Hver er forseti Ísraels? Hverju var Lewis Gordon Pugh að vekja athygli á með því að synda einn kílómetra í sjónum á norðurpólnum? Hvaða kaupmaður seldi nýverið verslun sína í Banka- stræti? A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu. Fjórtán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d. vínbletti, blóðbletti og grasgrænku. Tromlan er óvenjustór, tekur 65 l og hægt er að þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði tromlunnar er með droplaga mynstri sem fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög snör í snúningum: 15 mín. hraðkerfi og 60 mín. kraftþvottakerfi fyrir meðalóhreinan þvott. Snertihnappar. Stór og öflugur skjár. Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun og er í orkuflokki A+. Tæplega 300 Banda- ríkjamenn, Norðmenn, Lettar og Danir koma til landsins í ágúst til að æfa flutning liðsafla til landsins á hættutímum. Í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að slíkar æfingar verði hér eftir reglu- bundinn hluti af varnarviðbúnaði landsins. Æfingin skiptist í tvennt. Ann- ars vegar verður 240 manna loft- varnaræfing með tíu til þrettán flugvélum, dönsku varðskipi og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Stjórnstöð íslenska loftvarnar- kerfisins verður yfirstjórnstöð æfingarinnar. Hins vegar verður æfing gegn hryðjuverkum. Í henni taka 42 erlendir sérsveitarmenn þátt. Tuttugu þeirra koma frá Noregi, sextán frá Lettlandi og sex frá Danmörku. Fulltrúi ríkislög- reglustjóra verður „samræming- araðili“ æfingarinnar og leggur til fimmtán menn. Þetta er fyrsta varnaræfingin sem gerð er eftir samkomulagi íslenskra og bandarískra stjórn- valda, sem undirritað var í október síðastliðnum. Ekki náðist í Arnór Sigurjóns- son í gær, en hann er fram- kvæmdastjóri æfingarinnar. Heræfing hér á landi um miðjan ágúst Slökkviliðsmennirnir níu sem hugðust hjóla þvert yfir landið ljúka ferðinni í dag klukkan tvö við Reykjanestá. Hópurinn hjólar til styrktar Sjúkra- og líknarsjóði starfs- mannafélags slökkviliðsmanna höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmennirnir lögðu af stað laugardaginn 6. júlí frá Fonti á Langanesi sem er norðaustasti tangi landsins. Þaðan hjóluðu þeir þvert yfir landið. Í dag klukkan ellefu munu mennirnir hjóla síðasta spottann, frá Festi í Grindavík, í samneyti við vini, vinnufélaga og ættingja. Öllum er velkomið að slást í hópinn. Hjólreiðaferð lýkur í dag Pólski presturinn Tadeusz Rydzyk, sem stýrir rammkaþólsku og þjóðernis- íhaldssinnuðu fjölmiðlaveldi í kring um útvarpsstöðina Radio Maryja og dagblaðið Nasz Dziennik, varðist í síðustu viku ásökunum um gyðingahatur eftir að upp á yfirborðið komu hljóðupptökur þar sem hann lætur andgyðingleg ummæli falla og kallar eiginkonu Póllandsforseta „norn“. Ummælin voru birt í vikublað- inu Wprost, en þau eru úr upptöku af fyrirlestri sem Rydzyk hélt yfir nemendum í blaðamannaskóla sem hann stofnaði sjálfur í borginni Torun. Ásakanir um gyðingahatur Fjölskyldan ætlar að leita réttar síns Sögur af hrottalegu drápi hundsins Lúkasar voru uppspuni. Fjölskylda Helga Rafns Brynjarssonar, sem sakaður var um ódæðið, hefur rætt við lögfræðing og ætlar að krefjast skaðabóta. Sést hefur til Lúkasar en hann hefur ekki náðst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.