Fréttablaðið - 17.07.2007, Qupperneq 11
Þúsundir afkomenda
gyðinga, sem lifðu af dvöl í
útrýmingarbúðum nasista á
tímum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, ætla í dag að hefja mál gegn
Þýskalandi, sem háð verður fyrir
dómstólum í Ísrael. Þeir krefjast
skaðabóta fyrir að hafa alist upp í
ótta og þunglyndi og vilja að þýsk
stjórnvöld borgi fyrir meðferð
þeirra hjá geðlæknum.
Málshefjendur eru samtals um
fjögur þúsund, allt saman börn
fórnarlamba helfararinnar.
Þjáningar foreldranna hafa komið
niður á börnunum, sem eiga erfitt
með að lifa daglegu lífi vegna
sálartjóns og geta mörg hver ekki
stundað reglulega vinnu.
Krefjast bóta
frá Þýskalandi
Sala á bókinni Tinni í
Kongó hefur aukist um 3.800
prósent undanfarna daga og
bókin er komin í áttunda sæti yfir
söluhæstu bækurnar á Amazon.
co.uk.
Tinni í Kongó komst nýlega í
umræðuna vegna kynþáttafor-
dóma. Gagnrýnendur segja
óviðunandi að „„þeir innfæddu“ í
bókinni líti út eins og apar og tali
eins og vitleysingar“.
Bókin hefur verið fjarlægð úr
barnabókadeildum í bókabúðum
og bókasöfnum í Englandi og í
deild bóka fyrir fullorðna.
Tinni í Kongó
selst í bíl-
förmum
Meira en sautján
hundruð föngum var sleppt úr
breskum fangelsum í fyrstu viku
neyðaráætlunar um að létta álag
á yfirfullum fangelsum landsins.
Þetta eru fyrstu tölur sem
birtast um áætlunina sem hófst
29. júní. Samkvæmt henni verða
allt að 25.000 pláss losuð árlega í
fangelsum. Tæplega 350 dæmdir
ofbeldisglæpamenn voru meðal
þeirra sem sleppt var allt að átján
dögum fyrr.
Stjórnarandstædingar gagn-
rýndu stjórnvöld fyrir þessar
aðgerðir sem þeir sögðu ógna
öryggi almennings.
Bretar létta á
fangelsunum
Veiðiþjófnaður í laxveiðiám
er orðinn mikið vandamál og ný
tilfelli koma reglulega upp.
Þrír grunsamlegir menn sáust að
veiðum í Ásgarði í Sogi fyrir stuttu.
Þegar þeir urðu varir mannaferða
hlupu þeir í burtu og komust undan.
Ljóst þótti á veiðiaðferðunum að
þarna væru ekki byrjendur á ferð
því að vaðið var út á réttum stöðum
og veitt á líklegum tökustöðum
þegar veiðileyfahafa bar að garði.
Annað atvik sem gerðist fyrir
skömmu var þegar veiðimaður sem
staddur var við Alviðru í Ölfusi tók
eftir því að bíll stoppaði við Þrast-
arlund. Menn fóru þar út og hófu
veiðar þrátt fyrir mótmæli veiði-
mannsins sem var með löglegt
veiðileyfi. Veiðimaðurinn hringdi á
lögreglu sem sá sér ekki fært að
koma.
Forsvarsmenn Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur ræddu við lög-
reglu á Selfossi í kjölfar þessa
máls. Veiðimenn sem verða varir
við veiðiþjófa eru nú hvattir til
þess að kalla til lögreglu sem tekur
skýrslu af málinu, enda sé um
skýrt lögbrot að ræða.
„Það eru eingöngu útlendingar
sem hafa lent í þessu,“ segir Har-
aldur Eiríksson hjá Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur. „Stundum veit
fólk ekki betur en oftar er um ein-
beittan brotavilja að ræða. Menn
hlaupa í burtu og fela veiðistangir
þegar þeir sjá til mannaferða.“
Mikið um veiðiþjófnaði í laxveiðiám
Velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Umfangsmiklar breytingar hafa staðið yfir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin. Verslunar- og
þjónusturýmið hefur ríflega tvöfaldast og fjölmargir nýir rekstraraðilar bæst í hópinn. Veitingastöðum
fjölgar jafnt og þétt og úrval verslana og vöruframboð hefur aldrei verið glæsilegra.
Aukið rými og bætt þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Við hvetjum alla farþega til þess að mæta tímanlega og njóta alls þess sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur
upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustu flugstöðvarinnar á airport.is.
Munið! Innritun hefst 2 tímum fyrir brottför!
Fáðu meira – mættu fyrr!
Fáðu meira fyrir ferðina
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
E
3
77
03
0
6/
07