Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 18

Fréttablaðið - 17.07.2007, Page 18
Mikið mæðir á undirstöðum líkamans, ekki síst í gönguferð- um. Jónína Hallgrímsdóttir, fótsnyrtir og fótaaðgerðafræð- ingur, þekkir það úr sínu starfi. „Þetta er þörf umræða því fólk stundar svo mikið göngur á þess- um árstíma og þá verður að sýna fótunum sérstaka umhyggju,“ segir Jónína þegar hún er beðin að miðla af sínum viskubrunni. „Mik- ilvægt er til dæmis að klippa táneglur áður en haldið er af stað í fjallgöngu. Annars getur myndast þrýstingur í naglrótinni þegar gengið er niður brattar hlíðar og blætt inn á neglurnar. Það er sárs- aukafullt. Gúmmíplástur ætti líka alltaf að vera meðferðis þegar farið er í langa göngu. Hann er eins og aukaskinn og getur alveg tollað á í nokkra daga. Það getur verið gott að setja hann á álags- punkta, til dæmis hælana og litlu tærnar áður en lagt er af stað. Að minnsta kosti er nauðsynlegt að hafa hann með og ef fólk finnur fyrir særindum er mikilvægt að setja hann á strax. Sigg, til dæmis á litlu tánni, getur líka orðið til mikilla óþæginda. Yfirleitt kemur blaðra undir því og ef hún spring- ur veldur það bæði sýkingarhættu og sársauka.“ Jónína rekur fótaaðgerða-nudd- og snyrtistofuna Jónu bæði í Tryggvagötu 28 í Reykjavík og Hamraborg 10 í Kópavogi. Hún segir marga koma til sín á stofu eftir gönguferðir sem hefðu betur komið áður. „Það er sniðugt að fara í fótsnyrtingu svona viku áður en lagt er í langar gönguferð- ir,“ ráðleggur hún. Þótt freistandi geti verið að smeygja sér úr skóm og sokkum í miklum sumarhitum og ganga berfættur segir Jónína það varhugavert. „Við þurfum oft að taka glerbrot, hár og flísar úr fótum fólks hefur gengið berfætt. Þar af eru glerbrotin hættuleg- ust,“ segir hún og lýsir því að brot- in gangi æ dýpra inn í fótinn vegna álagsins og geti allt í einu farið að þrýsta á taug. Talið berst að öðrum fótmeinum og hættunni á stoðkerfisvanda- málum í framhaldi af þeim. Ýmis- legt segir Jónína hægt að leiðrétta með innleggjum. „Aðalvandamál- ið í sambandi við fæturna er þó að flestir skór sem fást í búðunum eru ekki framleiddir fyrir fætur heldur fyrir augað. Þeir eru nán- ast allir of þröngir yfir tærnar,“ segir hún ákveðin. „Svörun líkam- ans er að mynda harða húð milli tánna og síðan fer þessi varnarhúð að meiða. Mér finnst við ekki eiga að láta bjóða okkur þetta. Við þurf- um skó fyrir fætur.“ Skórnir ekki framleiddir fyrir fætur heldur augað Flestir þekkja óþægindin sem hljótast af því að fá munn- angur, sem er sársaukafullt sár í munni með hvítri áferð, af óþekktum uppruna. Hugtakið munnangur er mjög teygjanlegt og getur verið allt frá minni- háttar ertingu til krabbameins í munni. Helstu einkenni munnangurs eru lítil og afar viðkvæm sár sem eru aðskilin hvert frá öðru. Ýmist getur komið eitt stakt sár eða mörg í þyrpingum og roði í kring. Orsakir munnangurs geta verið margvíslegar og eru ekki enn þekktar með óyggjandi hætti. Þó er talið að streita, járnskortur og vítamínskortur geti stuðlað að munnangri en einnig getur það orsakast af áblæstri, síendurteknu munnangri, sárasótt, lekanda, þrusku eða annars og hafa flestir þeirra sjúkdóma önnur líkamleg einkenni. Séu ekki önnur líkamleg einkenni til staðar er líklegast að um áblástur eða síendurtekið munnangur sé að ræða. Sárin eru yfirleitt sársaukafull í þrjá til fjóra daga en læknast jafn- an á einni til tveimur vikum. Sárin koma aftur og aftur, stundum um það bil mánaðarlega eða nokkrum sinnum á ári og geta verið allt að tíu til fimmtán talsins í hvert sinn. Sjúkdómurinn er algengari hjá konum en körlum og orsök hans er óþekkt þótt grunsemdir beinist að eins konar staðbundnu svari ónæmiskerfisins án þess að um sé að ræða ofnæmi fyrir einhverju sérstöku. Ekkert læknisráð er þekkt sem læknar þennan sjúk- dóm en talið er að skortur á járni, B12-vítamíni og fólínsýru geti gert hann verri. Góð tannhirða er mikilvæg og auk þess að bursta tennurnar vel er gott að nota munnskol tvisvar á dag. Þá er hægt að fá Bonjela-hlaup í apóteki en það er hlaup sem er sýkladrep- andi, bólgueyðandi og staðdeyf- andi og er notað til staðbundinnar notkunar í munnholi við munn- angri, særindum frá gervitönnum og við óþægindi vegna tanntöku. Corsodyl er annað hlaupkennt efni sem virkar gegn ýmsum sveppum og er meðal annars notað gegn munnangri og til munnhreinsunar. Einnig má draga úr óþægindum vegna munnangurs með ýmsum verkjalyfjum sem fást án lyfseðils en rétt er að ráðfæra sig við lyfja- fræðing um val á lyfjum við munn- angri og notkun þeirra. - sig Munnangur algengara hjá konum F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.