Fréttablaðið - 17.07.2007, Side 26

Fréttablaðið - 17.07.2007, Side 26
 17. JÚLÍ 2007 ÞRIÐJUDAGUR6 fréttablaðið gott á grillið Sigurður hjá Víni og skel segir allt aðra stemningu felast í því að grilla en elda á hefðbund- inn hátt. „Á laugardögum er oft mikil stemn- ing í portinu hjá okkur hér fyrir utan veitingastaðinn því þá erum við með fiskmarkað og grill í gangi klukkan ellefu til fjögur,“ segir Sig- urður Rúnar Ásgeirsson matreiðslu- maður á Víni og skel. „Við seljum þá ferskan krækling, ódýran humar, hrefnukjöt á spjóti og skelfiskspjót sem fólk getur tekið með sér heim á grillið eða við grillum fyrir það á staðnum,“ bætir hann við. Sjálfur segist Sigurður hafa mjög gaman af að grilla og gerir mikið af því. „Það er mun skemmtilegri stemning í því að grilla og allt öðruvísi en að steikja á pönnu. Eins er gott að fá grill- bragðið í gegn,“ segir hann og bætir því við að mikið hafi verið að gera á Víni og skel í sumar. „Það hefur verið mjög mikið um það í góða veðrinu í sumar að fólk gangi inn af götunni seinni part dags og á kvöldin, svo það er ekki nauðsynlegt að vera búinn að panta borð til að komast að hjá okkur,“ segir Sigurður. sigridurh@frettabladid.is Fiskmarkaður og grill á laugardögum Grillspjótin eru girnileg beint af grillinu með grænu salati og jarðarberjum. Svo er auðvitað gott að kreista sítrónur yfir spjótin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigurður Rúnar Ásgeirsson, matreiðslumaður á Víni og skel, þræðir hráefni á grillspjót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GRILLSPJÓT hlýri hörpuskel grænskel mangó ananas tómatur ferskur maís basil rósmarínspjót Salt, pipar og hvítlauksolía. Þræðið hráefnið á rósmaríns- pjótin. Berið hvítlauksolíuna á og kryddið með salti og pipar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.