Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 33
[Hlutabréf] Einkaneysla virðist hafa aukist á vormánuðum þessa árs eftir stöðn- un á fyrsta ársfjórðungi. Nýjar tölur um veltu debet- og kredit- korta í júní, sem Seðlabankinn birti nýverið, gefa vísbendingu um þetta. Heildarkreditkortavelta lands- manna, leiðrétt fyrir breytingum í verðlagi og gengi, jókst um ríflega sjö prósent að meðaltali á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Innlend kred- itkortavelta jókst um 5,2 prósent á fjórðungnum og debetkortavelta í innlendum verslunum jókst um 0,9 prósent en hafði dregist saman um 5,6 prósent á fyrsta ársfjórð- ungi. Í Morgunkorni Glitnis segir að kreditkortavelta, ásamt debet- kortaveltu í innlendum verslun- um, sé allgóður mælikvarði á þróun einkaneyslu hérlendis. Þá séu einnig aðrar vísbendingar um að einkaneysla hafi aukist. Svo sem hraðar launahækkanir að undanförnu, lítið atvinnuleysi, mikil dagvöruvelta, nýskráningar bifreiða og innflutningur á almennum neysluvörum. Vísbendingar um aukna einkaneyslu Reynsla af stjórnun og eignarhald skipta meira máli en menntun þegar kemur að vali í stjórnir fyrirtækja. Þetta sýnir ný saman- tekt Samtaka atvinnulífsins á upplýsingum um bakgrunn stjórnarmanna í fimmtán stórum fyrirtækjum á íslenska hlutabréfa- markaðnum. Samantektin sýnir að yfir 95 prósent stjórnarmanna þeirra fyrirtækja sem skoð- uð voru hafa reynslu af stjórnarsetu. Þeir hafa því setið í stjórn annarra fyrirtækja áður eða búa yfir reynslu af rekstri fyrir- tækja. Rúmlega tveir þriðju hlutar stjórn- armanna sitja jafnframt í stjórn fleiri en eins fyrirtækis. 65 prósent stjórnarmanna eru sjálfir hluthafar í fyrirtækjunum eða sitja í stjórn fyrir hönd ákveðinna eigenda. Formleg menntun virðist ekki ráða eins miklu þegar kemur að vali í stjórnir. Tæp- lega þriðjungur stjórnarmannanna hefur ekki menntun sem tengist starfsemi fyrir- tækjanna. Af 85 stjórnarmönnum hafa 28 lokið þriggja ára háskólanámi eða sambæri- legri menntun en 32 hafa lokið framhalds- námi á háskólastigi. Reynslan er aðalatriðið Novator, fjárfestingarfélag Björ- gólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90 pró- sentum hlutafjár í Actavis, að teknu tilliti til eigin hluta og hluta í eigu Novators, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Með þessu lýkur yfirtökuferli Novators þar sem við 90 prósenta markið verður til söluskylda hjá eftirstandandi hluthöfum. Yfirtökutilboð Actavis hljóðaði upp á 1,075 evrur á hlut. „Samkvæmt yfirtökutilboði Novator rennur tilboðsfrestur út miðvikudaginn 18. júlí næstkom- andi. Þeir hluthafar sem hafa ekki samþykkt tilboðið hafa frest fram til þess tíma til að ganga frá sam- þykki á grundvelli tilboðsins, að öðrum kosti öðlast þeir ekki rétt til viðbótargreiðslu ef Novator selur hlut sinn innan 12 mánaða,“ segir í tilkynningu félagsins. Björgólfur Thor Björgólfsson er að vonum feginn að nú sjái fyrir endann á yfirtökuferlinu á Actavis. „Gott er að vera búinn með þetta til að geta einbeitt sér að sókninni,“ segir hann og bætir við að hjá Act- avis taki nú við keyrsla á þeirri við- skiptaáætlun sem byggð hafi verið upp undanfarin ár. „Ég vil hins vegar nota tækifærið og þakka hluthöfum sem staðið hafa með okkur í þessari fjárfestingu,“ segir Björgólfur og bendir á að verðmæti Actavis hafi 28-faldast fá árinu 1999. „Þúsundir Íslendinga hafa mokgrætt á þessu. Þeim þakka ég fyrir samferðina, enda hefur verið gaman að taka þátt í þessu.“ Yfirtöku á Actavis að ljúka Novator hefur náð 90 prósenta markinu þannig að söluskylda myndast hjá rest.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.