Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 38
Fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir hefur tekið að sér að vera nokkurs konar andlit Icelandic Glacial, íslenska vatnsins sem Jón Ólafsson og fleiri athafnamenn standa á bak við. Unnur hefur gert samning við fyr- irtækið til nokkurs tíma en í honum felast bæði myndatökur og ýmis ferðalög. Í síðustu viku fór Unnur Birna út á land ásamt fríðu föruneyti í þeim tilgangi að taka myndir í kynningarefni fyrir vatn- ið. „Við fórum fyrst að Brúarár- fossi og eyddum þar heilum degi,“ segir Unnur. „Svo keyrðum við í átt að Kirkjubæjarklaustri, gist- um þar í eina nótt og eyddum næsta degi við tökur hjá Jökulsár- lóni.“ Ef fall reynist vera fararheill á Unnur góða tíma í vændum því eftir tökur við Sólheimajökul mátti litlu muna að hún félli í ískalda jökulá. „Það er ekki hægt að komast á fallegasta staðinn nema vaða ána upp í mitti. Þrír vaskir menn voru klæddir upp í vöðlur og fengnir til þess að bera fólkið yfir. Ég reið á vaðið og fór fyrst en það vildi ekki betur til en svo að hann datt með mig þegar það var ekki nema eitt skref eftir í land,“ segir Unnur og hlær. „Hann var með mig á hestbaki og datt aftur fyrir sig. Sem betur fer náði hann að sleppa fótunum á mér þannig að ég blotnaði bara rétt upp að hnjám. Við erum búin að hlæja mikið að þessu.“ Unnur segir að samstarfið við Icelandic Glacial hafi verið lengi í burðarliðnum. „Það er rúmt ár síðan þeir höfðu samband við mig en svo tafðist þetta eins og geng- ur. Þeim hefur gengið vel að selja vatnið bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og nú vilja þeir fá mig með sér út á ýmsar uppákomur til þess að kynna vöruna.“ Icelandic Glacial er nú selt víða í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Ímynd Íslands er mikið notuð til kynningar á vatninu enda er alls ekki sjálfsagt að geta drukkið úr ám og lækjum hvar sem maður kemur,“ segir Unnur. Hún fékk sjálf senda marga kassa af vatn- inu. „Maður er búinn að ganga um með flösku sér í hönd síðastliðna mánuði. Þetta er virkilega gott vatn, bara eins og beint úr dýr- mætri náttúru okkar Íslendinga.“ Auk þess að sinna fyrirsætu- störfum hefur Unnur kennt dans í tengslum við Dansskóla Birnu Björnsdóttur í sumar og verið leiðsögumaður hjá Íshestum. Hún segist vera nýkomin í sumarfrí. „Annars hef ég verið mikið fyrir austan fjall þar sem föðurfjöl- skyldan á jörð rétt hjá Hvolsvelli. Mér finnst alveg jafngott að vera þar og keyra í bæinn ef ég þarf að vinna. Um daginn fór ég svo á Hróarskeldu. Það var vissulega blautt en ekkert sem aftraði okkur frá því að skemmta okkur vel.“ Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum á Unnur Birna von á syst- kini í lok október þar sem móðir hennar, Unnur Steinsson, er barns- hafandi. „Mér líst virkilega vel á það,“ segir Unnur og tilhlökkunin leynir sér ekki. „Þetta er orðin stór fjölskylda enda eiga mamma og Ásgeir sjö börn í allt þegar fjöl- skyldumeðlimurinn væntanlegi er meðtalinn. Þetta verður rosalega spennandi.“ Breska leikkonan Sienna Miller hefur sagt skilið við kærasta sinn, söngvarann James Burke. Að sögn náins vinar Burkes var það fjarlægðin á milli þeirra sem hafði úrslitaáhrif á þessa ákvörðunar- töku. „Hún er í London og hann í New York og það getur oft verið erfitt að tala bara saman í gegnum síma,“ sagði vinurinn. Að öllum líkindum hefur meint daður Siennu og rapparans P. Diddy einnig haft eitthvað með málið að gera en nýlega sagði eiginkona Diddy skilið við rapparann og bar fyrir sig óásættanlegan ágreining. Fyrir nokkru birtust myndir af þeim í heldur nánum samræðum og fóru fljótlega á kreik þær sögusagnir um að þau væru að stinga saman nefjum. Sienna laus og liðug Bandaríska ungstirnið Lindsay Lohan hefur lokið við sex vikna meðferð hjá meðferðarheimilinu Promises. Lindsay gekk út á föstudaginn og hyggst taka líf sitt föstum tökum ef marka má yfirlýsingu úr hennar herbúðum. „Hún verður að fylgja eftir mjög stífri dagskrá sem felst meðal annars í sér AA-fundi og strangt eftirlit,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni leikkonunnar. Lohan mun jafnframt bera ökklaband sem mælir áfengi í líkama hennar en leikkonan bauðst til þess sjálfvilj- ug. „Hún vill ekki að fjölmiðlar fari að kokka upp einhverjar fréttir ef hún sést á skemmtistað, bar eða öðrum stöðum þar sem borið er fram áfengi.“ Lindsay laus Miðasala á tónleika Kim Larsen og hljómsveitarinnar Kjukken í Vodafonehöllinni 24. nóvember hefst í dag klukkan 10. Kim Larsen og félagar hafa verið á tónleikaferð um Danmörku að undanförnu sem verður fram haldið um Norðurlöndin í haust. Verða lokatónleikarnir í ferðinni á Íslandi. Nýjasta plata Larsens og Kjukken, Gammel hankat, kom út fyrir síðustu jól og fékk hún mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. Miðaverð á tónleikana hér á landi er 5.900 í sæti og 4.900 í stæði og fer miðasala m.a. fram á midi.is. Larsen hélt þrenna tónleika hérlendis fyrir tveimur árum sem vöktu mikla lukku og því verður væntanlega hart barist um miðana í þetta sinn. Hart barist um Larsen Vertu með frá byrjun Við leitum að kraftmiklu og hressu fólki sem vill takast á við áskorun í starfi. Starfið felur í sér að veita viðskiptavinum NOVA ráðgjöf í tengslum við hina nýju 3G þjónustu fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á gott og skemmtilegt starfsumhverfi hjá nýju og spennandi fyrirtæki. NOVA er nýtt 3G félag sem mun bjóða nýja tegund farsíma- og netþjónustu síðar á þessu ári. 3G mun breyta með hvaða hætti fólk á í samskiptum, miðlar upplýsingum og afþreyingu. Vilt þú takast á við nýja og skemmtilega hluti að loknu sumarfríi og ganga til liðs við NOVA? NOVA · Sætúni 8 · 105 Reykjavík · Sími 517 6660 · nova.is Verslanir NOVA leitar að öflugum sölu- og þjónusturáðgjöfum í verslanir. Hæfniskröfur Lífsgleði og jákvætt viðhorf. Góð tölvukunnátta. Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Nánari upplýsingar á nova.is Sölu- og þjónustuver NOVA leitar að öflugum sölu- og þjónusturáðgjöfum í sölu- og þjónustuver. Vinnutími Unnið er á vöktum. Í boði er fullt starf og hlutastarf. Nýir starfsmenn munu fá yfirgripsmikla þjálfun áður en þeir hefja störf. Áhugasamir sendi inn ferilskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf á netfangið nova@nova.is fyrir 1. ágúst nk. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.