Fréttablaðið - 17.07.2007, Side 48

Fréttablaðið - 17.07.2007, Side 48
Sældarlíf í framandi löndum getur reynt á taugar einfaldra sála. Ég hef ánægju af því að dreypa á góðum vínum en á erfitt með að taka þátt í stásslegum umræðum um blæbrigði þeirra. Það sem vín- gæðingar segja keim af sólberja- laufum þykir mér kattahlandsfnyk- ur, það sem fínna fólk segir angan af leðri minnir mig á lyktina sem tók á móti mér í útihúsunum þegar ég gaf skepnunum sem barn. Ég er allt of einföld sál að njóta þess að aka um grænar flatir til þess eins að koma hvítri kúlu ofan í holur. Og snekkjuferðir mínar hafa hingað til endað með því að ég ligg út yfir borðstokkinn spúandi. vil ég taka fram að ég er ekki gefin fyrir meinlætalíf, ó nei, ég sætti mig ekki við að vera ýtt út í horn og tek mér Hallgerði Höskuldsdóttur til fyrirmyndar. kvenhetja Íslend- ingasagnanna sætti sig ekki við að góða osta vantaði í bú hennar held- ur lét útvega þá með óhefðbundn- um leiðum. Hún tók ekki undir örvæntingafulla bón eiginmanns- ins um að skerða hár sitt fyrir ónothæfan bogastreng. Hallgerður hefði ekki heldur ekki látið narra sig út í fáfengilega samkvæmis- leiki eins og „Hvaða keim finnur þú af gamla rauðvíninu?“ Hún var stolt búkona sem lét fínheit og vin- sældir eiginmannsins ekki hafa áhrif á sig. þessarar mögn- uðu hetju Íslendingasagnanna, þykir mér ekki minnst með nægilega afgerandi hætti í íslenskum sam- tíma. Til að heiðra minningu hennar hlóðum við vinkonurnar vörðu í Laugarnesi fyrir nokkrum árum. er dásamlegt land, í nátt- úrunni er enn sál. Blásnar hæðir, dulmagn hverfandi jöklanna, kyrrð öræfanna og fínleiki flórunnar eru fylla mig slíkri andakt að ég kæri mig kollótta um hvort líf taki við á eftir þessu eður ei. Þessi miklu auðæfi sem við eigum verða þó enn verðmætar ef maður þekkir sög- una sem lifir í henni. er fegurri vegna sagna Njálu. Drangey hrikalegri vegna Grettlu, Geirþjófsfjörður magnaður vegna Gíslasögu, Breið- dalur stórkostlegri vegna Hrafn- kötlu. Helgafell helgara vegna Eyrbyggju, (reyndar er Hvanna- dalshnúkur lægri úfaf sögum Hall- dórs Ásgrímssonar af nokkrum sentímetrum.) til vill eiga afkomendur mínir eftir að ganga upp Hlíðarfjall, í hljóðri andtakt, í leit að slóðum hins merka villihunds Lúkasar. Hundsins sem sýndi okkur að sagnahefð Íslendinga og illmælgi Lyga-Marðar er ekki dauð. sem var hundeltur vegna grunsemda um að hann ætti þátt í meintum dauða Lúkasar á margt sameiginlegt með örlögum Gísla Súrssonar. Gísli komst ekki lifandi niður af fjallinu undan óvild- armönnum sínum eftir að hafa verið saklaus í felum. Vonandi spinna örlaganornirnar piltinum og Lúkasi fínlegri þræði en þá sem Gísli hlaut. Lúkas og sagna- hefðin lifa enn Verðið á Volkswagen Golf hefur aldrei verið hagstæðara. Taktu gæðin og glæsileikann með í reikninginn og þú sérð að þetta er tækifæri sem borgar sig að grípa. Komdu, reynsluaktu og tryggðu þér Golf. Gerðu bílinn enn glæsilegri með sportpakka að verðmæti 280.000 kr. • 16" álfelgur • sóllúga • leðurstýri • þokuljós • armpúði milli framsæta • samlitur Golf Trendline kostar aðeins 25.490 kr. á mánuði.* 1.9 9 8 .0 0 0 kr. *M .v . 1 0% ú tb o rg u n o g b íl as am n in g SP t il 8 4 m án að a. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 8 4 4 Volkswagen Golf er grænn bíll HEKLA greiðir fyrir kolefnisjöfnun allra nýrra Volkswagen-bíla í eitt ár. Kolefnisjöfnun felst í því að binda samsvarandi magn gróðurhúsalofttegunda og bíllinn gefur frá sér. Þetta gerum við með skógrækt og landgræðslu. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.