Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 4
Hópur drengja varð vitni að atburðarásinni í Laugardal og var mjög brugðið. Lögregla segir að fórnarlambið hafi ekki getað tjáð sig áður en hann missti meðvitund. Upplýsingar um árás- armanninn komu frá aðstandend- um. Eiríkur Eiðsson sendiferðabíl- stjóri, sem forðaði fórnarlambi skotárárásarinnar af vettvangi í gær, sá árásarmanninn með riffil- inn í höndunum fyrir framan bíl- inn. Hann flúði með manninn hel- særðan að sundlaugunum í Laugardal þar sem tveir starfs- menn sundlauganna gerðu lífgun- artilraunir. Hópur drengja, sem voru að keppa á fótboltamótinu Rey Cup í Laugadal, varð vitni að því þegar hjartahnoð var reynt til að koma þeim sem varð fyrir árásinni til meðvitundar. „Við sáum þegar þeir voru að reyna að lífga manninn við. Það var mjög óhugnanlegt,“ sagði einn drengjanna við blaðamann og lýsti því að þeir hefðu séð mikið blóð á stéttinni eftir að maðurinn hafði verið fluttur á brott. Hörður Jóhannesson aðstoðar- lögreglustjóri lýsti atburðum á vettvangi á blaðamannafundi í gær. Ljóst er að fórnarlamb árásarinnar náði að komast inn í sendibifreið sem leið átti fram hjá árásarstaðn- um eftir að hann hafði verið skot- inn í brjóstið með 22 kalibera riffli. Sendiferðabílstjórinn kom á vett- vang aðeins augnabliki eftir að árásarmaðurinn hafði skotið af byssu sinni. Bílstjórinn sá manninn með riffilinn í höndunum og hann ók í skyndi inn á Sundlaugarveg þar sem hann stöðvaði bílinn við sundlaugarnar til að hringja á aðstoð. Hörður svaraði því neitandi að fórnarlambið hefði þekkt árásar- mann sinn og komið þeim skilaboð- um til sendiferðabílstjórans áður en hann missti meðvitund. Þetta staðfestir Eiríkur í viðtali við Fréttablaðið. Upplýsingar um hver árásarmaðurinn var komu frá aðstandendum þess myrta, að sögn lögreglu. Logi Sigurfinnsson, forstöðu- maður í Laugardalslaug, segir tvo starfsmenn laugarinnar hafa verið að fá sér ferskt loft fyrir utan húsið þegar sendiferðabíllinn kom þar að. Þeir hafi aðstoðað við lífgunar- tilraunir á manninum sem skotinn var þangað til sjúkrabíll kom á staðinn, enda þjálfaðir í skyndi- hjálp. Bílstjóranum var boðin áfallahjálp sem hann þáði ekki. Starfsmenn laugarinnar fengu áfallahjálp í gær. Ása Elísa Einarsdóttir, vakthaf- andi læknir á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi, sagði mann- inn ekki hafa verið með lífsmarki þegar komið var að honum við Laugardalslaugina. Reynt hafi verið að endurlífga hann á leiðinni á spítalann og á spítalanum sjálf- um í um eina og hálfa klukku- stund, en þá hafi hann verið úrskurðaður látinn. Skotið fór í brjóstkassa mannsins og í gegn, sagði hún. Börn sáu lífgunartilraun Hópur tólf til þrettán ára drengja varð vitni að því þegar reynt var að lífga fórnarlamb skotárásarinnar við í gær. Maðurinn komst ekki til meðvitundar. „Ég var rétt að koma úr beygju þegar ég sá mann veifa fyrir framan bílinn, þannig að ég stoppaði og tók hann upp í,“ segir Eiríkur Eiðsson sendibílstjóri sem kom til hjálpar manninum sem myrtur var á Sæbrautinni í gær. Hann átti leið hjá þar sem árásin átti sér stað og tók hinn særða upp í bílinn. „Það sá ekkert á honum fyrst en svo fór blóðið að fossa úr honum í stríðum straumum. Þegar ég leit upp og sá árásarmanninn hlaða riffilinn fyrir framan bílinn áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Hann ætlaði greinilega að ganga frá okkur.“ Eiríkur segist þá hafa orðið mjög skelkaður, og gefið í til að komast undan manninum sem ætlaði greinilega að skjóta aftur úr rifflinum. „Mér var alveg sama þótt ég hefði keyrt yfir hann, ég vildi bara koma mér undan svo hann myndi ekki skjóta mig eða manninn sem ég tók upp í.“ Hann tók hægri beygju og brun- að yfir gatnamót á rauðu ljósi á meðan hann reyndi að hringja í Neyðarlínuna. „Ég reyndi að hringja á hjálp í bílnum en fátið var svo mikið að ég bara gat það ekki. Ég vissi að það gæfist ekki tími til að fara með hann á sjúkra- hús þannig að ég stoppaði á plan- inu hjá Laugardalslauginni, þar sem ég vissi að væri fólk.“ Maðurinn sem varð fyrir skot- inu sagði aldrei neitt í bílnum, segir Eiríkur. „Sem betur fer var árásarmað- urinn með einhleypu en ekki pumpu, annars hefði hann eflaust gengið frá okkur,“ segir hann. Maðurinn hefði líklega getað skot- ið fleiri skotum án þess að hlaða á milli hefði hann verið með pumpu. „Eftir að sjúkrabíllinn kom fór ég í skýrslutöku niður á lögreglu- stöð og var þar í nokkra tíma. Síðan fór ég heim til dætra minna og var þar fram á kvöld.“ Hann segir lögregluna hafa boðið sér áfallahjálp en hann hafi afþakkað hana. Aðspurður hvort honum hafi ekki verið brugðið við atburði gær- dagsins segist hann hreinlega ekki hafa haft tíma til þess. „Þetta gerð- ist allt svo ótrúlega snögglega, þetta var búið á einni eða tveimur mínútum.“ Hann ætlaði sér að ganga frá okkur Eiríkur Eiðsson sendibílstjóri tók manninn sem myrtur var á Sæbrautinni upp í bíl sinn. Ég vildi bara koma mér undan og ná í hjálp, segir hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.