Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 43
Á KAPLAKRIKAVELLI MIÐVIKUDAGINN 1. ÁGÚST KL. 19.00 FORKEPPNI MEISTARADEILDAR 2007 frá Hvíta - Rússlandi Forsala miða í FH-búðinni í Kaplakrika FH GEGN FC Bate Borisov Fjölmennum á völlinn og styðjum Íslandsmeistara FH ÍSLANDSMEISTARAR FH 2004-2005-2006 Miðaverð kr. 1.500.- Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segir að Chelsea sé líklegast til að vinna ensku deildina í ár en ekki Manchester United. „United er kannski meistari en Chelsea er félagið til að miða við. Með Petr Cech aftur í sínu besta formi finnst ekki betri markmaður og með John Terry fyrir framan hann á Chelsea mikla möguleika á að endurheimta titilinn,“ sagði Carragher í sálfræðistríði fyrir enska boltann. „Liðið sem endar fyrir ofan Chelsea verður meistari. United er með gott lið og hefur líka styrkt sig. Carlos Tevez myndi breyta miklu fyrir möguleika þeirra. Vonandi fá þeir hann ekki,“ gantaðist Carragher. Chelsea er betra en Man. Utd. Eftir ömurlegt tímabil í fyrra hafa forráðamenn Bayern Munchen tekið til í leikmanna- hópi liðsins og er það þegar farið að skila árangri. Bayern verður ekki með í Meistaradeildinni á þessu tímabili en liðið hefur sýnt frábæra takta á undirbúnings- tímabilinu. Liðið vann um helgina deilda- bikartitilinn í Þýskalandi en menn á borð við Franck Ribery, Luca Toni og Miroslav Klose, sem komu til Bayern í sumar, líta vel út og ljóst er að engin mistök mega eiga sér stað hjá þýska stórliðinu á komandi tímabili. „Við erum komnir aftur,“ sagði Ottmar Hitzfeld, stjóri Bayern. Strax byrjað að svara fyrir sig Freddy Shepard, fráfarandi stjórnarformaður Newcastle, segir að Michael Owen skuldi klúbbnum hollustu sína. Owen hefur verið mikið meiddur og á aðeins ellefu leiki að baki fyrir félagið sem keypti hann frá Real Madrid. Hann meiddist á HM á síðasta ári og spilaði ekki aftur fyrr en í maí. „Hann skuldar Newcastle mikið. Hann hefur spilað oftar fyrir enska landsliðið en þetta félag,“ sagði Shepard en framtíð Owens hefur verið í óvissu eftir að í ljós kom að bjóði félag 9,5 milljónir punda í hann geti Newcastle ekki hafnað boðinu. „Án klásúlunnar hefðum við ekki getað keypt hann,“ bætti Shepard við en síðasti virki dagur hennar er á morgun. Skuldar New- castle tryggð Forseti knattspyrnusam- bands Evrópu, Michel Platini, lýsti í gær yfir ánægju sinni með Evr- ópumót kvennalandsliða skipuð leikmönnum 19 ára og yngri sem lauk í gær. Platini var staddur hér á landi um helgina og veitti meðal annars sigurlaunin að úrslitaleik loknum á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum KSÍ sagðist Platini reynd- ar ekki vita ýkja mikið um mótið. „Ég get ekki fylgst með öllu en ef eitthvað er að þá berast kvartanir til mín. Mér hafa ekki borist nein- ar kvartanir vegna mótsins og ég er auðvitað mjög ánægður með það,“ sagði Platini við blaðamenn í gær. Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagðist einnig vera ánægður með þetta glæsilega mót. „Þetta hefur gengið mjög vel og allt hefur verið í föstum skorðum,“ sagði for- maðurinn ánægður. Platini mjög sáttur með Evrópumótið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.