Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 39
Gerum gott úr flessu S am tö k ið na ða rin s og S V Þ -S am tö k ve rs lu na r og þ jó nu st u / S já n án ar u m e nd ur vi nn sl u p re nt m ið la á w w w .s i.i s – H ön nu n H ví ta h ús ið / S ÍA Pappír er frábært efni. Eftir a› hafa fært okkur fréttir og anna› lesefni getur pappírinn ö›last n‡tt hlutverk. fia› eina sem vi› flurfum a› gera er a› flokka hann og skila í næsta pappírsgám e›a endurvinnslutunnu. Sjónvarpsþættirnir um Silvíu Nótt verða teknir til sýninga í Svíþjóð í september. Vegna réttindamála þurftu framleiðendur þáttanna að skipta út allri tónlistinni sem var í þeim hér heima og setja inn nýja áður en þeir færu á markað erlendis. „Þetta þurfti að vera tilbúið fyrir síðustu mánaðamót. Þetta voru einhverjir tveir mánuðir sem við höfðum til að semja músíkina og taka allt út og skipta,“ segir Gaukur Úlfarsson, leikstjóri Silvíu Nætur. „Það voru margir sem buðu sig fram og ég held að það hafi verið ákveðinn skilningur og virðing fyrir hendi á erfiðri aðstöðu.“ Þær hljómsveitir og tónlistar- menn sem létu Gauk fá lögin sín án nokkurra vandkvæða voru Jan Mayen, Apparat, Purkur Pillnikk, Skytturnar, Sadjei, Fut- ure Future, Árni + 1 og Motion Boys. Sömdu þeir síðast- nefndu ný lög sérstaklega fyrir þættina, með aðstoð Gauks, og sömuleiðis samdi Sadjei nýtt efni fyrir þætt- ina. „Við fengum það hlut- verk að búa til endalaust af litlum lagabútum, allt frá tíu sekúndna bútum upp í einhverjar mínútur. Þetta var svolítið fyndið og bara gaman að þessu,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson, annar helmingur Motion Boys. „Við erum þannig séð vanir að vinna svona búta, ég og Árni. Við vorum að gera tónlistina fyrir Sigtið en þetta var öllu frík- aðra. Í Sigtinu var maður meira að útsetja strengi og svoleiðis hluti en þarna var maður meira í alls kyns brjálæði allt frá poppi yfir í rokk. Þetta voru hrikalega margir og mismunandi bútar.“ Ekki hefur verið samið um sýningar á Silvíu Nótt annars stað- ar en í Svíþjóð en ein- hverjar viðræður hafa þó verið í gangi upp á síðkastið. Ný tónlist fyrir Svíamarkað Courteney Cox segist vera vinnualki sem tali um vinnuna við matarborðið, en hún vann með eiginmanni sínum David Arquette við sjónvarpsþættina Dirt. „Já, ég tek vinnuna með mér. Þá er tími til að ræða saman því þegar maður vinnur með eiginmanninum hefur maður engan tíma til að tala um hvað gerist á daginn,“ sagði Cox. „Þess vegna verðum við að segja frá mörgum hlutum við matar- borðið þó svo að við höfum verið saman mestallan daginn. Það er svolítið skrítið.“ Courtney segir þau David vera ansi ólík en það geri þáttinn meira spennandi. „Við David erum mjög ólík að mörgu leyti. Hann er mjög vinstrisinnaður og hugmynda- ríkur, það er ótrúlegt hvað honum dettur í hug. Ég er góð þegar kemur að tilfinningum og sálar- flækjum fólks.“ Vinnan með heim

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.