Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Nemendafélag tölvunarfræði- nema við Háskólann í Reykjavík, Tvíund, ætlar að efna til tölvu- leikjamóts aðra helgina í ágúst. Helgin verður því nokkurs konar verslunarmannahelgi tölvunörd- anna. „Vonandi eru allir helstu nördar landsins að fara að mæta,“ sagði Bjarni Þór Árnason, upplýs- ingafulltrúi Tvíundar, og hló við. „Við höfum aldrei haldið svona mót áður, en margir okkar hafa tekið þátt í mótum. Þetta er líka í fyrsta sinn sem svona mót er hald- ið í skólanum,“ bætti hann við. Mótið kallast Hringurinn og verður tvískipt. Annars vegar verður liðakeppni í tölvuleiknum Counter-Strike, þar sem vegleg verðlaun verða í boði, og hins vegar leikjamót í öðrum leikjum. „Við erum með kosningu samhliða skráningunni. Það verður keppt í leikjunum sem verða vinsælastir í þeirri kosningu,“ útskýrði Bjarni. Í Counter-Strike er keppt í fimm manna liðum, en leikjamótið er öllum opið. Mótið fer fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík, frá klukk- an 14 föstudaginn 10. ágúst til sunnudagskvölds. „Þetta er nú oft gert þannig að fólk flytur nánast inn og spilar þar til það dettur niður. Þetta verður eiginlega inni- lega í staðinn fyrir útilegu,“ sagði Bjarni sposkur. „En það verður gæsla á staðnum allan tímann,“ bætti hann við. Um 100 manns hafa þegar skráð sig til leiks, en skráning stendur enn yfir á hringurinn.net. Þátt- tökugjald er tvö þúsund krónur. „Það virðist vera mikill áhugi á þessu. Samt er þetta kannski ekki alveg besta tímasetningin svona að sumri til. Ef vel gengur stefn- um við á að hafa annað mót í jóla- fríinu,“ sagði Bjarni. Verslunarmannahelgi fyrir nördana Fimm lög eftir Ingva Þór Kormáksson komu nýlega út á fjögurra diska safnplötu sem nefnist The 1st Smooth Jazz Avenue. Er platan, sem er gefin út í Póllandi á vegum Sony/BGM, komin í þrefalda platínusölu. Á plötunni eru lög frá ýmsum tímum, þau elstu í flutningi þekktra nafna á borð við Louis Armstrong, Ellu Fitzgerald, Doris Day, Lisu Ekdahl, Chet Baker og Tony Bennett. Ingvi er því í aldeilis fínum félagsskap á plötunni. „Þetta sker sig ekkert út fyrir að vera lélegt. Þetta passar alveg inn í þetta sem er þarna á ferðinni,“ segir hann um lögin sín fimm. „Þetta er ekkert leiðinlegt og ég held að meiningin sé að halda áfram með þessa diskaröð.“ Tvö lög frá Ingva á plötunni eru í flutningi hljómsveitar hans JJ Soul Band, sem hann samdi í samvinnu við breska söngvarann JJ Soul. Jafnframt er aðal- kynningarlag safnplötunnar Love Me Tonight eftir Ingva í flutningi Guðrúnar Gunnarsdóttur og tríós Eðvarðs Lárussonar. Er það sama lag og Eivör Pálsdóttir söng í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2003 og nefndist þá Í nótt. Lagið hefur fengið fjölda verðlauna í hinum ýmsu lagasmíðakeppnum, þar á meðal fyrstu verðlaun á Song Expo árið 2003 og á Unisong ári síðar. Einnig fékk það 2. verð- laun í flokki heimstónlistar í John Lennon Songwriting Contest árið 2000. „Þetta sýnir að lagið hefur náð til fólks,“ segir Ingvi, sem botnar engu að síður ekkert í því hvað það er við lagið sem gerir það svona vinsælt. Á fimm lög á metsöluplötu Fyrirsætan Tinna Bergsdóttir hefur búið og starfað í London síðan í lok janúar á þessu ári. Hún hefur haft nóg að gera og sat nýverið fyrir í myndatökum fyrir tímarit á borð við Elle, Marie Claire og Harper‘s Bazaar auk þess að koma fram á tísku- sýningum, m.a. fyrir skartgripa- framleiðandann Swarovski. Samkeppnin í fyrirsætuheimi borgarinnar er mikil enda segist Tinna ánægð með hversu vel hefur gengið. „Það eru mjög margar stelpur að reyna fyrir sér hérna og það er því ánægjulegt að hafa komist inn í þessi blöð,“ segir hún. Tinna bjó áður á Indlandi, þar sem hún starfaði fyrir skrifstofu Esk- imo Models. Hún fékk næg verk- efni og sat meðal annars fyrir í stórri Levi´s-herferð. Þaðan lá leiðin til Tókýó og loks Lundúna. Tinna segist ákveðin í að dvelja í Evrópu um sinn. „Ég var eiginlega komin með nóg af Asíu og ákvað að fara til Evrópu. Ég kem heim í ágúst og verð í tvær vikur en svo fer ég aftur út til þess að sýna á London Fashion Week. Þaðan fer ég til Parísar,“ segir Tinna en hún er á mála hjá skrifstofum í París og Mílanó sem báðar hafa óskað eftir því að hún komi til vinnu. „Mér finnst gott að geta ferðast aðeins um,“ segir hún. „Svo getur vel verið að ég fari aftur til Tókýó fyrir jólin en ég ætla að láta nægja að vera þar í mánuð í þetta sinn. Annars hef ég hugsað mér að vera að mestu í Evrópu næstu mánuði þótt það fari auðvitað eftir því hvernig mér gengur að fá verkefni.“ Hún segir að í raun sé ekkert til sem heiti dæmigerður vinnudagur. „Þetta er mjög mismunandi. Stundum vinnur maður eins og brjálæðingur marga daga í röð og öðrum stundum fær maður ekkert að gera í viku.“ Tinna leigir hjá vinkonu sinni í London og býr þar með kærastan- um, sem er indverskur og starfar einnig sem fyrirsæta í borginni. Þegar hún er innt eftir því hvort fyrirsætustörfin gefi vel í aðra hönd segir hún það fara eftir ýmsu. „Þetta getur verið ágætlega borgað þegar maður lendir á góðum verkefnum, en það tekur tíma. Ég get að minnsta kosti keypt mér mat og leyft mér ýmis- legt,“ segir hún og hlær. „Ég hlusta yfirleitt bara á Popp- land og það sem kemur þar. Það er minn uppáhaldsþáttur. Ef ég hlusta á annað í mp3-spilaran- um mínum er það tónlist sem menn kalla iðnaðarrokk eins og Toto, Yes og Foreigner.“ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.