Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 8
Settir hafa verið upp 105 sendar fyrir Tetra-fjarskipta- kerfið sem þjónar neyðarþjónustu hvers konar. Ráðgert er að leggja niður eldra fjarskiptakerfi sem almannavarnir Ríkislögreglustjóra hafa rekið, en þó ekki fyrr en almannavarnanefndir hafa keypt nýjan búnað. Tetra er stafrænt talstöðva- og farsímakerfi sem hannað er fyrir neyðarþjónustu. Kerfið nær til stórs hluta af þjóðvegum landsins, ásamt miklum hluta hálendisins. Meðal þeirra sem nýta kerfið eru Neyðarlínan, lögregla og slökkvi- lið, og nú bætast almannavarnir og björgunarsveitir við. Almanna- varnir hafa rekið eldra fjarskipta- kerfi árum saman en það verður lagt niður þegar Tetra-kerfið verð- ur komið að fullu í gagnið. „Sendarnir og annað sem þarf að setja upp er að heita má komið, svo fer það eftir almannavarnanefnd- um á hverjum stað hvenær verður klárað að skipta þessu út,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislög- reglustjóra. Hann segist reikna með að það verði fljótlega, í öllu falli fyrir næstu áramót. Búið er að setja upp 105 senda, og nær útbreiðsla Tetra-kerfisins nú til mestalls landsins. Reiknað er með að sendarnir verði að endingu um 150 talsins, og segir Víðir að þeir 45 sendar sem eftir sé að setja upp muni stoppa upp í eitthvað af þeim götum sem nú eru á kerfinu, svo sem á hálendinu. Fjarskiptaráð björgunarsveita hefur ráðlagt björgunarsveitum hvaða búnað þær þurfi. Víðir segir að svo til daglega berist fréttir af því að björgunarsveitir hafi tekið tækin í notkun. Björgunarsveitirn- ar ætla engu að síður að reka sitt kerfi áfram um óákveðinn tíma. „Þetta mun hafa í för með sér algera byltingu fyrir stjórn aðgerða, og hefur raunar haft þau áhrif nú þegar,“ segir Víðir. Með gamla kerfinu náði samband stjórn- stöðvar almannavarna í Skógarhlíð aðeins til suðvesturhorns landsins, upp á Snæfellsnes og að Vest- mannaeyjum. Í Tetra-kerfinu sé hægt að tala beint við þá sem standi í aðgerðum víðast hvar á landinu, í stað þess að treysta á símasam- band. Tetra leysir eldra fjar- skiptakerfi af hólmi Búið er að setja upp 105 af 150 sendum sem ráðgert er að setja upp fyrir Tetra- fjarskiptakerfið. Almannavarnanefndir munu skipta um kerfi fyrir áramót. Til stendur að leggja eldra fjarskiptakerfi almannavarna Ríkislögreglustjóra niður. „Við erum að tala við drengi og karlmenn um alvarleika nauðgana,“ segir Gísli Hrafn Atla- son, talsmað- ur karlahóps Femínistafé- lagsins. Átak- ið „Karlmenn segja NEI við nauðgunum“ hefst form- lega á mið- vikudag. „Við erum að ræða svolítið um goðsagnir um nauðganir og benda á þá ábyrgð sem við getum borið á umræðunni í samfélaginu,“ segir Gísli. Hluti af hópnum fór á Franska daga á Fáskrúðsfirði um helgina, en átakið verður form- lega opnað á miðvikudagskvöld þegar haldnir verða stórtónleikar með níu hljómsveitum. Tónleikarnir eru í samstarfi við V-dags samtökin og Jafningja- fræðsluna og marka upphaf her- ferðarinnar. Menn frá karlahópn- um munu svo standa vaktina fyrir utan vínbúðir og tala við vegfar- endur. Jafnframt mun hópur fara á þjóðhátíð í Eyjum og á Eina með öllu á Akureyri. „Á staðina fara tuttugu manns, svo að allir sem hafa verið að koma að þessu eru um fjörutíu. Og þá er ég ekki að telja hljóm- sveitirnar með,“ segir Gísli. Fræða karlmenn um nauðganir Síðustu umferð Norður- landamótsins í skák lauk um helgina og tryggði keppandi Íslands, Lenka Ptácníková, sér titilinn Norðurlandameistari kvenna, eftir sigur á norsku skákkonunni Torill Skytte. Lenka var taplaus á mótinu og hlaut samanlagt 9,5 vinning í ellefu skákum. Hún heldur því titlinum sem hún vann sér inn í Finnlandi árið 2005. Þess má geta að þetta er í sjötta sinn sem íslensk kona verður skákmeistari Norður- landa. Áður hafði Guðlaug Þorsteinsdóttir unnið titilinn 1975, 1977 og 1979 og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir árið 1981. Íslensk kona skákmeistari Einn maður liggur í valnum og tveir aðrir eru særðir eftir skotárásir í Manchester síðasta föstudag. Í kjölfarið hefur skelfing gripið um sig meðal borgarbúa. Lögreglu hefur ekki tekist að finna tengsl milli árásanna, önnur en að þær urðu um miðnætti nálægt miðri Manchester-borg. Borgarbúar er felmtri slegnir yfir skotárásunum, sem eru að verða daglegt brauð í borginni. Til marks um það voru tveir menn skotnir á undan í vikunni sem leið. Sérstakan óhug vekur að margir árásarmannanna hafa verið á unglingsaldri. Krefjast því margir að harðar verði tekið á ungum afbrotamönnum. Einn látinn og tvær særðir Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær ungan ökumann sem ók á 135 kílómetra hraða á Hellisheiði. Þegar rætt var við manninn kom í ljós að hann var ökuréttindalaus í þokkabót, en hann hafði verið sviptur réttindun- um vegna umferðarlagabrota. Maðurinn reyndist svo hafa enn meira óhreint mjöl í pokahorninu, því grunur vaknaði um að hann hefði einnig verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Lögreglan á Selfossi stöðvaði annan mann innanbæjar í fyrradag sem reyndist undir áhrifum fíkniefna. Ók hratt, próf- laus og á efnum Hvers konar aðgerð undir- gekkst Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, nýlega? Hversu hátt var hlutfall útlendinga sem teknir voru fyrir ölvunarakstur fyrri hluta 2007? Hvernig fór leikur FH og Keflavíkur um helgina? Samtökin Saving Iceland krefjast þess að fréttastofa RÚV birti sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að meðlimir samtakanna fái greitt fyrir að láta handtaka sig. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í gær. RÚV sagði frá því á fimmtudag að samkvæmt heimildum fréttastof- unnar fengju mótmælendur greitt fyrir að láta lögreglu handtaka sig. Saving Iceland samtökin vísa þessu algjörlega á bug og kalla frétta- flutninginn rógburð. „Væri óskandi að fréttastofa RÚV skoðaði sinn gang betur áður en hún lætur nota sig sem handbendi í jafn lágkúru- legri rógsherferð,“ segir í tilkynn- ingunni. Segja frétt RÚV vera rógburð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.