Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 32
„Ég á mjög góða vini en samt hef ég verið mjög mikið ein í gegn- um tíðina. Enda lærir maður mest um sjálfan sig þannig.“ Björg Melsted, myndlistarkona og kennari, átti oft í basli með afmælis- hald sem barn. Margir lögðu leið sína út úr bænum á leið í sumarfrí í lok júlí og þess vegna meira en að segja það að efna til almennilegrar veislu í Kópa- vogi þar sem Björg ólst upp. „Ég lagði mikla vinnu í að bjóða í af- mælið mitt sem barn. Margir krakkar voru í fríi, svo ég bauð hreinlega öllum þeim sem eftir voru í hverfinu,“ segir Björg brosandi. Móðir hennar tók þessum mikla skara alltaf vel að sögn Bjargar og útbjó heljarinnar langborð. Enda ekki um annað að ræða en að bjóða stórfjöl- skyldunni líka. Síðastliðin ár hefur þó Björg aðallega einbeitt sér að afmælishaldi þriggja sona sinna og hefur ekki lagt á sig að bjóða öllum Vesturbænum í til- efni dagsins. Þrítugsafmælið var þó haldið með pompi og prakt að sögn Bjargar enda dugði ekki minna undir veisluna en flugskýlið í Nauthólsvík. „Ég var ný- búin að gifta mig og var ólétt þegar ég varð þrítug. Þá héldum við æsku- vinkonurnar heljarinnar grímuball og leigðum okkur íburðarmikla kjóla í til- efni veislunnar. Síðan vill svo til að við erum allar mismunandi í laginu og því útbjuggum við borða þar sem á stóð Miss Small, Medium og Large sem við bárum við dressin,“ segir Björg, skelli- hlæjandi, sem sjálf var með magann út í loftið undir krínólínkjólnum. Veislu- gestir tóku grímuballið mjög alvar- lega að sögn Bjargar og mættu í sínu fínasta grímupússi. Í ár heldur Björg og fjölskylda til Portúgals í tilefni afmælisdagsins hennar en einnig í tilefni afmælis mið- sonarins. Hann kom í heiminn dag- inn eftir afmæli mömmu sinnar fyrir átta árum síðan. „Tuttugu og átta ára afmælisdagurinn minn er án efa sá eftirminnilegasti. Ég var alveg kominn á steypirinn og var skrifuð inn daginn fyrir afmælið mitt. Síðan leið og beið og ég bauð í smá kaffi í tilefni dagsins. Síðan skrapp ég bara upp á deild eftir kaffið og átti drenginn,“ segir Björg hlæjandi. Í ár á hins vegar æskuvinkona Bjargar von á barni í lok júlí og Björg vonar að litla stelpan verði afmælis- gjöfin í dag. Þór Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf forstöðumanns almannatengsla hjá Kópavogsbæ. Hann verður í for- svari fyrir stefnumörkun, þróun og skipulagningu á sviði innri og ytri upplýsinga og almannatengsla. Auk þess verður hann öllum sviðum og deildum stjórnsýslu bæjarins til að- stoðar og ráðgjafar um hvers kyns málefni á því sviði. Þór lauk prófi í blaðamennsku frá Blaðamannaháskólanum í Stokkhólmi árið 1991 og hefur sótt námskeið í blaðamennsku og fjölmiðlarétti hér á landi og erlendis. Hann hefur starf- að á fjölmiðlum frá árinu 1985, þar af í fjórtán ár á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og NFS. Þór starfaði síðast sem upplýsingafulltrúi félags- málaráðuneytisins en hefur auk þess annast stundakennslu við Háskóla Ís- lands í hagnýtri fjölmiðlun, í meist- aranámi bæði í opinberri stjórnsýslu og blaða- og fréttamennsku. Þór hefur unnið ýmis verkefni fyrir Norrænu ráðherranefndina og sat um árabil í stjórn Norræna blaða- mannaskólans í Árósum. Auk þess hefur hann gegnt fjölmörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Þór hefur enn fremur samið og þýtt bækur og leikþætti, t.d. skrifaði hann ævisögu Sigurðar Dementz Franzsonar óperu- söngvara. Þór forstöðumaður almanna- tengsla í Kópavogi Elvis Presley kemur opinberlega fram í fyrsta sinn AFMÆLISBÖRN Sýningin Í ríki Vatnajökuls WOW! verður haldin í Ný- heimum á Höfn í Hornafirði 2. til 6. ágúst. Sýningunni er skipt í þrjá meginþætti, atvinnu, mannlíf og menn- ingu. Settir verða upp básar þar sem gestir og gangandi geta nálgast uppýsingar, rætt við heimamenn yfir kaffibolla, hlýtt á kynningar í fyrirlestrasal Nýheima og virt fyrir sér svipmyndum af mannlífinu í Hornafirði. Á sama tíma fer fram á Höfn Unglingalandsmót UMFÍ og því ljóst að líflegt verður í bænum. Samhliða sýningunni verður rekin útvarpsstöðin Ríki Vatnajökuls FM 105,7 þar sem sjónum verður beint að Unglingalandsmót- inu, úrslitum og viðburðum tengdum mótinu og sýning- unni. Sýningin í Nýheim- um verður opin daglega frá klukkan 15-18. Í ríki Vatnajökuls Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Snæbjörn Árnason fyrrverandi verslunarmaður, Hjallaseli 55, sem lést á Landspítalanum Fossvogi þann 14. júlí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkunni í Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 31. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Harting Kristján Guðmundsson Sigurður Guðmundsson www.minningargreinar.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Fallegir legsteinar á góðu verði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.