Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 20
Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverj- um degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndar- heimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karakt- era annað hvort með textaskila- boðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta not- endur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hug- myndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun tak- markast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunar- hæfileikunum“ þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunar- verkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heim- inn. Fjöldi háskóla eins og Har- vard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskóla- stofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Linden- dollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heim- inum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja tals- menn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslan- ir bjóða upp á skipti á bandarísk- um dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollar- ans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráð- ar eru rúmlega átta milljónir kar- aktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn kar- akter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www. secondlife.com. Sýndarveruleik- inn færist nær Stærðir 28-35 verð: 7.650.- SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 www.xena.is Alvöru GÖNGUSKÓR Stærðir 36-44 verð: 8.790.- Stærðir 36-47 verð: 11.795.- www.byggingavorur.com Mex - byggingavörur Lynghálsi 3 Sími 567 1300 & 848 3215 Heildarþyngd 3000 kg. Stærð: 405 x 178 cm Kr. 397.000.- Kr. 149.000.- Ál kerrur Sigma linsur fyrir flestar gerðir myndavéla ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.