Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 16
Mikið var um dýrðir í Árbæjarsafni á sunnudag, þar sem safnhús höfðu verið færð í skrúða og víða blasti við danski þjóðfáninn. Tilefnið var að hundrað ár eru liðin frá heimsókn Friðriks áttunda Danakonungs til landsins, en margir telja komu hans marka þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Gestir létu ekki á sig fá þótt veður væri ekki með besta móti, heldur nutu einstakra dagskrárliða sem höfðu verið skipulagðir í tilefni dagsins. Hægt var að skoða ljósmyndir frá heimsókn kon- ungs og fara um svæðið í samfylgd leiðsögumanna, uppáklæddra að hætti Íslendinga á öndverðri 20. öld. Fullt var út að dyrum í Lækjargötu fjögur, eins safnhúsana við torgið, þar sem nemendur við Lista- háskóla Íslands léku tónlist fyrir gesti. Þá var ýmislegt í boði fyrir yngstu kynslóðina. Kassabílar, vegasölt og önnur leiktæki, auk hests nokkurs, sem naut óskiptrar athygli íslensku æskunn- ar. Ekki var annað að sjá en að flestir hefðu gaman af, þótt hvorki sól né danskir aðalsmenn heiðruðu við- stadda með næruveru sinni þann daginn. Konunglegar móttökur Hundrað ár eru nú liðin síðan Friðrik áttundi kom til landsins ásamt fríðu föru- neyti. Í tilefni þess var slegið upp skemmtidagskrá á Árbæjarsafni um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.