Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 19
Hringdu í tré er ekki ævintýrabók fyrir börn, heldur átak á vegum Reykjavíkurborgar til styrktar skógrækt. „Hugmyndin vaknaði þegar Reykjavíkurborg fór meðvitað að stíga grænni skref til að sporna við gróðurhúsaloftegundum á höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvernd er orðin mun stærri þáttur í starfi borgarinnar og Hringdu í tré er eitt slíkt skref,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavíkur- borgar. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgar- stjóra, átti hugmyndina að átakinu sem er samstarf Reykjavíkurborgar og Vodafone. Þegar hringt er í símanúmerið 900 9555 gjaldfærast 500 krónur á sím- reikning hringjandans. Fjármagnið rennur síðan óskert til Skógræktarfélags Reykjavíkur sem gróð- ursetur tré fyrir ágóðann. „Fjarskiptasamningur Vodafone við Reykjavíkur- borg sem undirritaður var í vor varð til þess að Vodafone gaf borginni þetta númer,“ segir Álfheiður. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone hringdu í fyrsta tréð og gróðursettu í vor í Grasagarðinum. „Skógræktarfélag Reykjavíkur ætlar að gróður- setja 500 þúsund tré í landi Reykjavíkur á næstu þremur árum. Átakið er því liður í því verkefni,“ segir Álfheiður. Átakið Hringdu í tré varir út sumarið en að sögn Álfheiðar getur vel komið til greina að hringja líka í tré næsta sumar. Talað við trén í símann VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 20.6.2007. 3,7% Frjálsi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtækjum og einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á atvinnuhúsnæði. Lánstími er allt að 30 árum og við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu á hagstæðari kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 eða sendu póst á frjalsi@frjalsi.is til að kynna þér málið nánar. Finndu þér stað Atvinnuhúsnæðislán með lægri lántökukostnaði F í t o n / S Í A Verið velkomin Rýmingarsala 10 til 50% afsláttur af öllum vörum í búðinni, nýjum og eldri Ótrúlegt úrval af fallegum gjafavörum Útsalan hefst í dag Heilsaðu iPhone. Hann er loksins kominn. iPhone síminn frá Apple er til sýnis í verslun Farsímalagersins Laugavegi 178. Síminn er ekki kominn í sölu strax en áhugasamir geta skráð sig á biðlista á farsimalagerinn.is Fyrstir koma – fyrstir sjá! póstlist Heilsaðu iPhone

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.