Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Hver sá sem hefur áhuga á friðarumleitunum, viðleitni til að draga úr fátækt og framtíð Afríku ætti að lesa nýju skýrsluna frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), sem nefnist Sudan: Post-Conflict Environ- mental Assessment (Súdan: Umhverfismat að loknum stríðsá- tökum). Þetta hljómar kannski eins og tæknileg skýrsla um umhverfis- mál í Súdan, en hún er líka ljóslifandi rannsókn á því hvernig náttúrulegt umhverfi, fátækt og fólksfjölgun getur haft samverk- andi áhrif og leitt af sér skelfilegar hörmungar af manna völdum á borð við ofbeldisverkin í Darfúr. Mikil fátækt er ein af megin- orsökum ofbeldis, og hefur forspárgildi þar um. Meiri líkur eru til þess að stríð brjótist út á fátækustu stöðum heims, eins og Darfúr, frekar en þar sem ríkidæmi er meira. Þessi fullyrðing er ekki bara byggð á almennri skynsemi, heldur er hún studd rannsóknum og tölfræðigreining- um. UNEP orðar það svo: „Mjög sterk tengsl eru á milli landeyð- ingar, myndunar eyðimarka og átakanna í Darfúr.“ Darfúr, fátækasti hluti mjög fátæks lands, fellur vel undir þetta ógnvænlega samhengi. Fólk hefur lifibrauð sitt annars vegar af hálf- gerðu hirðingjalífi með búfjárhaldi í norðanverðu landinu og hins vegar af sjálfsþurftarbúskap í suðrinu. Langt er í hafnir og alþjóðlega verslun, í héraðinu skortir mikilvægustu grunnkerfi á borð við vegi og rafmagn og jarðvegurinn er afskaplega þurr. Hann hefur þornað enn meira á síðustu áratugum vegna þess að úrkoma hefur orðið minni, sem líklega stafar, í það minnsta að hluta til, af breytingum sem orðið hafa í andrúmsloftinu af manna- völdum, einkum vegna orkunotkun- ar í ríku löndunum. Minnkandi úrkoma hefur beint eða óbeint átt þátt í að valda uppskerubrestum, útrás eyðimerk- urinnar yfir gróðurlönd, æ meiri vatnsskorti og minni bithögum fyrir búfénaðinn, og gríðarlegri skógareyðingu. Hröð mannfjölgun, úr um það bil einni milljón árið 1920 í nálægt sjö milljónir í dag, hefur með minnkandi lífsgæðum gert það að verkum að allt þetta kostar miklu fleiri mannslíf. Afleiðingin hefur verið sú að æ oftar kemur til átaka milli hirðingja og bænda, og fólksflutn- ingar hafa orðið frá norðri til suðurs. Eftir að átökin höfðu kraumað undir niðri árum saman brutust árið 2003 út bardagar milli þjóðernis- og pólitískra hópa, og milli uppreisnarmanna í Darfúr og ríkisstjórnar landsins, sem fyrir sitt leyti hefur stutt grimmar vígasveitir sem hafa fylgt hark- alegri landeyðingarstefnu og valdið bæði fólksflótta og fjöl- mörgum dauðsföllum. Þótt milliríkjaviðræður í Darfúr hafi einkum beinst að friðargæslu og mannúðarstarfi, þá er hvorki hægt að ná fram friði né viðhalda honum fyrr en tekist hefur verið á við þann vanda sem undir býr, sem er fátækt, hnignun umhverfisins, erfiðari aðgangur að vatni og langvarandi hungur. Að senda hermenn á staðinn mun ekki friða fólk sem er hungrað, fátækt og örvæntingarfullt. Bæði skýrslan frá UNEP og reynslan frá öðrum stöðum í Afríku gefa vísbendingar um hvernig ýta megi undir efnahags- þróun í Darfúr. Bæði fólk og búfénaður þarf tryggan aðgang að vatni. Á sumum svæðum er hægt að bæta úr því með borholum sem dæla vatni úr vatnsforða neðan- jarðar. Á öðrum svæðum er hægt að nota vatn úr ám eða árstíða- bundnu afrennsli af yfirborði. Á enn öðrum stöðum gæti þurft að notast við vatnsleiðslur um langar vegalengdir. Með utanaðkomandi hjálp gæti framleiðni búfénaðar í Darfúrhér- aði aukist með betri búfjárrækt, aukinni dýralæknishjálp, fóður- söfnun og með fleiri ráðum. Þróa mætti kjötiðnað þar sem hirðingjar gætu margfaldað tekjur sínar með því að selja heila skrokka og aðrar kjötafurðir, unnar vörur á borð við leður, og mjólkurafurðir. En Darfúr þarf á aðstoð að halda við flutninga og geymslu, öflun orku og dýralækningar. Einnig þarf að efla félagslega þjónustu, meðal annars heilbrigðis- þjónustu og sjúkdómaeftirlit, menntun og lestrarkennslu fyrir fullorðna. Lífsgæði gætu batnað mikið og hratt með ódýrum fjárfestingum sem beindust að eftirliti með malaríu, skipulögðum skólamáltíðum, nýtingu regnvatns til drykkjar og með færanlegum heilsugæslustöðvum. Dreifikerfi fyrir farsíma gæti valdið byltingu í samskiptamálum á hinu stóra landsvæði Darfúrhéraðs, sem myndi bæta verulega lífsafkomu fólks og viðhalda fjölskyldutengslum. Sjálfbærum friði er aðeins hægt að ná fram með sjálfbærri þróun. Til að draga úr hættunni á stríði verðum við að hjálpa fátæku fólki hvarvetna, ekki aðeins í Darfúr, að uppfylla grunnþarfir sínar, vernda náttúrulegt umhverfi sitt og taka fyrstu skrefin á braut efna- hagslegrar þróunar. Höfundur er hagfræðiprófessor ©Project Syndicate Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Haft er eftir Gunnari Birgissyni bæjarstjó-ra í Kópavogi í nýlegri grein í Fréttablað- inu að stóraukin atvinnustarfsemi á Kársnesi sé „vistvæn“ þar sem „það [sé] stutt fyrir fólk að fara í vinnuna“. Hann kýs að notfæra sér eina þáttinn sem getur talist vistvænn til þess að setja stimpilinn „vistvænt“ á allar bygg- ingaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Kársnesinu. Þetta gerir bæjarstjórinn til að réttlæta stórkostlegt rask og eyðileggingu á einkenn- um þessa svæðis, þar á meðal lífríki fjörunnar. Þetta er ekkert annað en misnotkun á orðinu „vistvænt“. Það er fögur fullyrðing að „bærinn vinni eftir Staðar- dagskrá 21, sem miðar að því að gera sveitarfélög vistvænni“. En spurningin er: Hvernig vinnur bærinn eftir þeirri dagskrá? Hvaðan hefur Gunnar framtíðarupplýsingarnar um fjölda Kársnesbúa sem kemur til með að vinna á svæðinu? Er ekki alveg eins líklegt að stórt hlutfall aðkomufólks vinni hér í framtíðinni og auki þar með enn á umferðarþunga? Rétt er það, að til eru hús hér á Kársnesinu sem eru í niðurníðslu og ósnyrtilega bletti má finna hér og þar og einnig vannýtt húsnæði. Sjálfsagt er að koma þessum þáttum í gott horf. En að nota þessar staðreyndir til þess að rétt- læta tvöföldun íbúatölu, byggingu hafnar og stóraukna atvinnustarfsemi er fáran- legt. Hvernig á að breyta gatnakerfinu þannig að það „annist“ 18.000 ökutæki, þar á meðal risatrukka sem þarf til að ferja varning til og frá höfninni? Með fjölgun gatnaljósa? Hvað þýðir að „gatan annist“? Hvað með fólkið sem býr við götuna? Hvað er ætlast til að það þoli mikla mengun frá hávaða og bílaútblæstri og stór- aukna slysahættu? Hvað á fólkið að þola mikið rask og umturnun á nánasta umhverfi sínu? Það er til lítils að gera framtíðarskipulag fyrir íbú- asvæði sem síðan er umturnað af vild af ráðamönnum sem mistúlka hugtakið um þéttingu byggðar. Einmitt núna er mikil ásókn í búsetu í grónum hverfum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er augljós: Margir telja það verðmæt búsetugæði að vita að hverju þeir ganga. Mikið rask og umturnun á nánasta umhverfi er í mótsögn við nútíma skipulagsfræði íbúðarbyggða sem taka fremur mið af gæðum en magni. Höfundur er íbúi við Kópavogsbraut. „Vistvænn“ bæjarstjóri í Kópavogi Enginn friður án þróunarÍ slendingar hafa orð á sér fyrir að vera harðduglegir og ekki að ástæðulausu. Almennt verklag er að vinda sér í verkin og eyða ekki of miklum tíma í að velta upp hindrunum. Þetta getur vissulega verið kostur og margar góðar hugmyndir hafa orðið að veruleika einmitt vegna þessa viðhorfs. Neikvæður fylgisfiskur dugnaðarins er að stundum tekur hann á sig mynd algers agaleysis. Farið er í framkvæmdir, litlar og stórar, án þess að afla tilskilinna leyfa, húsum er skellt upp án byggingarleyfis, vegir lagðir án umhverfismats og svo framvegis. Agaleysið getur líka tekið á sig þá mynd að menn ákveða hvert þeir vilja fara á öflugum farartækjum sínum og drífa sig svo þangað þrátt fyrir að utanvegaakstur sé með öllu bannaður og viðkvæm náttúra skaðast þannig að það tekur ár og jafnvel áratugi að hún bíði þess bætur. Með því að hamra járnið nógu lengi geta menn náð sínu fram, eða að minnsta kosti að hliðra til forsendum, breyta umræðunni. Þrýstihópurinn sem sett hefur sér að markmiði að gerð verði jarðgöng milli lands og Eyja er dæmi um þetta. Járnið er hamrað og stjórnmálamönnum stillt upp við vegg þar til það eru orðin svik við loforð að slá af jarðgöng sem aldrei hafa verið í neinni samgönguáætlun á Íslandi og ekki finnst stafur um í sáttmála ríkisstjórnar. Þetta hlýtur að kallast árangur þótt enn þurfi að bíða eftir göngunum. Varla líður sú vika í íslenskum fjölmiðlum að ekki verði aga- leysið að fréttaefni. Í vikunni sem leið mátti sjá það til dæmis í fréttum af utanvegaakstri og Múlavirkjun, auk frétta af Vest- mannaeyjagöngunum. Það liggur í augum uppi að framkvæmdir að umfangi Múlavirkjunar ættu að fara í umhverfismat, þótt hér sé vissulega smærri virkjun á ferðinni. Umhverfismat, skipulag og öll formleg umgjörð af því tagi má sín þó lítils ef ekki er framkvæmt í samræmi við þær áætlanir sem lagðar eru fyrir, eins og raunin var með Múlavirkjun þar sem agaleysið virðist hafa tekið völdin, enda sami einstaklingur báðum megin við borðið. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hitti einmitt naglann á höfuðið þegar hún benti á að í þessu máli hefði umhverfismat í sjálfu sér engu breytt vegna þess að virkjunin er ekki sú sama og lagt var upp með. Framkvæmdin varð önnur en sú sem lögð var fyrir Skipulagsstofnun og hefði þá farið í umhverfismat ef til þess hefði komið. Agaleysið birtist sem sagt víðar en í skólastofum, biðröðum, umferðinni og andstyggilegum ofbeldisverkum. Agaleysi er blettur á íslenskri þjóðarsál. Á því verður að taka til þess að þjóðin komist á næsta stig siðmenningar. Þetta þarf meðal annars að gera með því að styrkja og skýra stjórnsýsluna, þar á meðal eftirlit með framkvæmdum. Gæta verður þess að brjóta ekki niður það frumkvæði og dugnað sem Íslendingar hafa getið sér gott orð fyrir en kraft- inn verður að beisla. Dugnaðinn verður að beisla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.