Fréttablaðið - 30.07.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 30.07.2007, Síða 12
Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is • 8 kg • Fjórtán blettakerfi • Hraðkerfi • Kraftþvottakerfi • Snertihnappar • Orkuflokkur A+ A T A R N A – K M I / F ÍT nær og fjær „ORÐRÉTT“ Erlendir gestir stoppa oft stutt hérlendis. Hér er tillaga að fjögurra daga dagskrá fyrir þá sem gista á höfuðborgarsvæðinu. Útlendingar sem hingað koma ætla sér oft of lítinn tíma til að skoða land og þjóð. Ísland er pínulítil eyja í augum flestra og sumir hverjir halda að hægt sé að ganga frá Keflavík til Mývatns á tveimur tímum. Þar sem við erum svo heppin að búa við ótrúlegan fjölbreytileika í náttúru og landslagi er hægt að sjá margt á fáum dögum, þó svo dags- ganga frá Leifsstöð til Mývatns sé ekki inni í myndinni. Hér er tillaga að fjögurra daga dagskrá sem flestir ættu að ráða við. Innlendir gestgjafar ættu þannig að geta sýnt sem mest og útlendingarnir að fara heim sáttir. Þegar ferðamenn eru sóttir út á flugvöll má fara með þá Krísuvík- urleiðina út að Reykjanesvita. Lærið nokkrar sjómannasögur og ekki gleyma að segja frá þorska- stríðinu. Útlendingar eru hrifnir að því. Ekki vegna þess að það sé merkilegt heldur vegna þess að við köllum deilu um fiskitegund stríð. Svo er haldið til Reykjavíkur í stutta skoðunarferð sem endar í Sögusafninu í Perlunni. Gefist tími má ljúka deginum með heimsókn í einhvern af sundstöðum borgar- innar. Um kvöldið er það svo svart- fugl að indverskum hætti á Indian Mango. Gullni hringurinn er vissulega klisja en það er ástæða fyrir því að hann er klisja. Ótrúlegt hvað hægt er að hafa gaman af vatni sem fer upp (Strokkur), vatni sem fer niður (Gullfoss) og vatni sem fer ekki neitt (Þingvallavatn). Sé veðrið gott má reyna að lokka útlending- ana til að taka sundsprett í Drekk- ingarhyl, en ekki segja frá sögu staðarins fyrr en þeir eru komnir á bólakaf. Svo er grillað um kvöldið og sagðar hetjusögur af Agli, Gunnari og öðrum þjóðkunnum og dáðum fjöldamorðingjum. Suðurlandið skartar náttúruperl- unum og ferðamannastöðunum Skógafossi, Seljalandsfossi, Dyr- hólaey, Eyjafjöllunum, Mýrdals- jökli og svo mætti lengi telja. Þessa staði er hægt að skoða á einum degi. Á leiðinni heim er ekki úr vegi að ganga upp í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Leirhverir og heitir pottar í grænum dal eru annar heimur fyrir flesta, bæði Íslendinga og útlendinga. Fólk þarf þó að vera í gönguhæfu ástandi til að komast inn í dalinn. Eitthvað þarf íslenska ríkið að græða á útlendingunum svo að morgni fjórða dags þarf að sleppa þeim lausum á Laugaveginum með sjóðandi kreditkort. Upp úr hádegi er komið að hvalkjöti á Sægreifan- um og svo er brunað inn í Hval- fjörðinn inn í Botnsdal. Þar eru fallegar flúðir og auðvitað Glym- ur, einn hæsti foss landsins. Að lokum er útlendingunum hent í þann pytt sem almennt kall- ast Bláa lónið. Þó svo við Íslend- ingar séum löngu orðnir leiðir á að borga offjár fyrir að fara í lón sem núna er eins á litinn og Mekong þá virðist hrifningu útlendinga engin takmörk sett. Fjórar dagsferðir frá Reykjavík Hrifinn af söfnunum á Vestfjörðum Fólk ætti að hafa val Bara sýndarmennska Er það ekkert seint?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.