Fréttablaðið - 30.07.2007, Side 35

Fréttablaðið - 30.07.2007, Side 35
Þriðja hefti Ritsins, tímarits Hug- vísindastofnunar, er komið út. Að þessu sinni er þema greinanna í Ritinu stríð og friður. Höfundar fjalla um þau átök sem eiga sér stað í frásögnum af stríðum, og velta fyrir sér arfleifð stríða og merkingu þeirra á friðartímum. Myndir í heftinu eru eftir Christian Boltanski, sem er franskur listamaður af blönduð- um bakgrunni, og hefur unnið með arfleifð seinni heimsstyrj- aldarinnar í verkum sínum. Liz Stanley fjallar meðal annars um ljósmyndir sem sagnfræðilegar heimildir í grein sinni, „Svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd“, og Gunnþóra Guðmundsdóttir skoð- ar arfleifð helfararinnar og heim- ildargildi vitnisburðarins. Rósa Magnúsdóttir fjallar um hug- myndir og ímyndir um óvininn í köldu stríði í greininni Sovét- menn og sambúðin við Bandarík- in 1945-1959. Í Ritinu eru að þessu sinni þrjár aðsendar greinar. Dagný Kristj- ánsdóttir skoðar höfundarverk Kristínar Ómarsdóttur og Jón Karl Helgason fjallar um skáld- söguna Eftir örstuttan leik, eftir Elías Mar. Magnús Fjalldal rann- sakar þátt enskra heimilda í Gerplu Halldórs Laxness. Í Ritinu birtist einnig þýðing á formála Edward W. Said að afmælisútgáfu á bók hans, Orientalism. Þar ræðir Said um stríðið í Írak í samhengi þeirra hugmynda sem hann fjallar um í frægu verki sínu. Síðasta Rit ársins komið út 11.00 Fyrsta sýning Rannveigar Ásbjörns- dóttur á opinberum vettvangi stendur nú yfir á Geysi bistro & bar á Aðalstræti. Þar sýnir hún 33 vatns- litamyndir undir heitinu Landslag og blóm. Sýningin stendur yfir til 15. ágúst. Bjartar nætur í Iðnó Hekla Dögg Jónsdóttir opnaði einkasýningu sína „Liminality“ í Nýlistasafn- inu síðastliðinn laugardag. Perlur, svanur og stjörnu- haf eru á meðal þess sem þar er að sjá. Í sýningunni gerir Hekla Dögg „liminality“, millibilssvæði, að umfjöllunarefni sínu. „Ég hafði hugsað mér að vinna einhvern veginn með „threshold“, og var búin að leita að útskýringu á því á íslensku. Mér fannst ég aldrei finna neitt hugtak sem nær yfir það allt,“ segir Hekla. „Threshold“ er í hennar huga afar jákvætt. „Það er svona jákvætt svæði, þar sem maður er kannski í breytingu, en ekki orðinn eitthvað,“ útskýrði Hekla. „Þar kom ég niður á þetta orð, sem sýningin heitir eftir, Lim- inality. Það er jafnvel enn víð- tækara en threshold, en þýðir það sama,“ bætti hún við. Í sýningunni gerir Hekla umbreytinga- og millibilssvæðið að bókstaflegu rými í salnum. „Ég var að vinna með bæði eldri verk og nýrri, og þá festist það ein- hvern veginn í huga mér að ég yrði að hafa eitthvað „threshold“. Ég gerði það með perluvegg,“ útskýrði Hekla. Sýningargestir koma fyrst inn í ljóst og bjart rými, þar sem gefur að líta eldra verk eftir Heklu, Flying Lady 1. „Það er svolítið ein- falt á ákveðinn hátt og mjög lítið í björtu rýminu,“ sagði hún. Þá ganga gestir í gegnum „thres- hold“-svæðið. „Ég bjó til vegg úr perlufestum, og þegar fólk er komið þar í gegn eru þeir komnir á þetta liminality-svæði. Þar synd- ir svanur um í stjörnuhafi og stjörnudropar minna á geiminn,“ sagði Hekla. Í þriðja rýminu eru fleiri verk. „Þar er miklu meiri þéttleiki og hávaði, og hljóðin renna saman,“ útskýrði hún. „Sýningin minnir líka svolítið á skemmtigarð. Þarna er bleik golfkúla, perluveggur, stjörnur, svanur, talandi gosbrunn- ur og syngjandi varðeldar,“ sagði Hekla. Hekla Dögg býr og starfar í Reykjavík og New York. „Ég er að átta mig á því núna að flugvélin er einmitt þetta threshold, þar sem maður er á milli tveggja heima. Svo það getur vel verið að það skipti máli,“ sagði Hekla og hló við. Sýningin stendur yfir til 19. ágúst. 10.000 AFSLÁTTUR kr. 10.000 AFSLÁTTUR kr. 6.000 AFSLÁTTUR kr. FYRS TIR K OMA , FYRS TIR F Á ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Demants ... ... kjarnaborar: 42 - 400 mm ... slípibollar: 125 og 180 mm ... sagarblöð: 125 - 800 mm Gæði og gott verð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.